„Ekki keppenda að kæra þegar línustökkvari fer yfir línu“

11114728_1577237085877496_7918485467610072455_n.jpg
Auglýsing

Ingvar Hjart­ar­son, sem kom annar í mark á eftir Arn­ari Pét­urs­syni í Víða­vangs­hlaupi ÍR sem fram fór á fimmtu­dag­inn, hefur sent hlaup­stjórn form­lega fyr­ir­spurn vegna fram­kvæmdar hlaups­ins þar sem hann krefst ­skýr­inga á brota­lömum við dóm­gæslu. Þá vill hann að kæru­frestur hlaups­ins verði end­ur­skoð­aður í ljósi þess að gögn hafi ekki legið fyrir áður en frest­ur­inn r­ann út. Kjarn­inn hefur erindi Ingv­ars til ÍR undir hönd­um.

Loka­sprettur Arn­ars, sem er ríkj­andi Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, í Víða­vangs­hlaup­inu hefur vakið athygli og heitar umræður í hlaupa­sam­fé­lag­inu, eftir að mynd­band birt­ist á RÚV þar sem sést hvernig Arnar styttir sér leið í síð­ustu beygju hlaupa­braut­ar­innar og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn. Vegna ábend­inga eftir að hlaupi lauk hefur hlaup­stjórn Víða­vangs­hlaups­ins leitað álits hjá Frjáls­í­þrótta­sam­bandi Íslands (FRÍ) um hvort reglur um götu­hlaup hafi verið brotnar í umrætt sinn.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Í frétt Kjarn­ans, sem birt­ist í morg­un, segir Ingvar að hann hafi ekki tekið eftir því þegar Arnar stytti sér leið í hlaup­in­u. „­Maður er svo mikið í sínum eigin heimi, þannig að ég missti af þessu. En eftir að ég kom í mark komu fjöl­margir að máli við mig og sögðu mér hvað hefði gerst. Ég sá svo ekki atvikið með mínum eigin augum fyrr en ég sá mynd­bandið á RÚV, en þá var orðið of seint að kæra úrslit­in, sem ég hefði gert hefði ég vitað af kæru­frest­in­um,“ sagði Ingvar í sam­tali við Kjarn­ann.

Krefur ÍR skýr­inga á brota­lömum við fram­kvæmd hlaups­insÍ áður­nefndri fyr­ir­spurn sem Ingvar sendi Sig­urði Þór­ar­ins­syni hlaup­stjóra Víða­vangs­hlaups­ins í morg­un, krefst hann þess að fá að vita til hvaða ein­stak­linga eða nefndar innan FRÍ hafi verið leitað og hvort það sé ekki hlut­verk braut­ar­varða að til­kynna ef hlaup­ari brýtur reglur hlaups­ins. Þá veltir hann fyrir sér hvort fram­komið mynd­band af atvik­inu, breyti ekki ein­hverju um afstöðu hlaupa­nefnd­ar­inn­ar.

„Ég sé ekki almenn­in­lega hvað gerð­ist fyrr en í gær þegar að ég sé mynd­bandið á net­inu. Mér þykir afskap­lega slakt ef að kepp­andi þurfi að kæra þegar að braut­ar­verðir og stjórn­ar­með­limur FRÍ sjá þetta og geta horft fram­hjá þessu þegar þeir sjá þetta miklu betur en ég. Auk þess vissi ég ekki um þennan kæru­frest því ég heyrði eftir hlaupið að það væri 2-3 daga kæru­frest­ur. Það er t.d. ekki hlut­verk kepp­enda að kæra þegar lang­stökkvari stígur yfir línu í stökki heldur eru starfs­menn sem dæma þá um stökk­ið,“ skrifar Ingvar Hjart­ar­son í erindi til hlaup­stjóra Víða­vangs­hlaups­ins.

Sam­kvæmt frétt á Vísi er von á yfir­lýs­ingu frá ÍR vegna máls­ins síðar í dag, en ekki standi til að breyta úrslitum Víða­vangs­hlaups­ins. Þá muni álit FRÍ á atvik­inu sömu­leiðis fylgja yfir­lýs­ingu ÍR.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None