„Ekki keppenda að kæra þegar línustökkvari fer yfir línu“

11114728_1577237085877496_7918485467610072455_n.jpg
Auglýsing

Ingvar Hjart­ar­son, sem kom annar í mark á eftir Arn­ari Pét­urs­syni í Víða­vangs­hlaupi ÍR sem fram fór á fimmtu­dag­inn, hefur sent hlaup­stjórn form­lega fyr­ir­spurn vegna fram­kvæmdar hlaups­ins þar sem hann krefst ­skýr­inga á brota­lömum við dóm­gæslu. Þá vill hann að kæru­frestur hlaups­ins verði end­ur­skoð­aður í ljósi þess að gögn hafi ekki legið fyrir áður en frest­ur­inn r­ann út. Kjarn­inn hefur erindi Ingv­ars til ÍR undir hönd­um.

Loka­sprettur Arn­ars, sem er ríkj­andi Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, í Víða­vangs­hlaup­inu hefur vakið athygli og heitar umræður í hlaupa­sam­fé­lag­inu, eftir að mynd­band birt­ist á RÚV þar sem sést hvernig Arnar styttir sér leið í síð­ustu beygju hlaupa­braut­ar­innar og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn. Vegna ábend­inga eftir að hlaupi lauk hefur hlaup­stjórn Víða­vangs­hlaups­ins leitað álits hjá Frjáls­í­þrótta­sam­bandi Íslands (FRÍ) um hvort reglur um götu­hlaup hafi verið brotnar í umrætt sinn.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Í frétt Kjarn­ans, sem birt­ist í morg­un, segir Ingvar að hann hafi ekki tekið eftir því þegar Arnar stytti sér leið í hlaup­in­u. „­Maður er svo mikið í sínum eigin heimi, þannig að ég missti af þessu. En eftir að ég kom í mark komu fjöl­margir að máli við mig og sögðu mér hvað hefði gerst. Ég sá svo ekki atvikið með mínum eigin augum fyrr en ég sá mynd­bandið á RÚV, en þá var orðið of seint að kæra úrslit­in, sem ég hefði gert hefði ég vitað af kæru­frest­in­um,“ sagði Ingvar í sam­tali við Kjarn­ann.

Krefur ÍR skýr­inga á brota­lömum við fram­kvæmd hlaups­insÍ áður­nefndri fyr­ir­spurn sem Ingvar sendi Sig­urði Þór­ar­ins­syni hlaup­stjóra Víða­vangs­hlaups­ins í morg­un, krefst hann þess að fá að vita til hvaða ein­stak­linga eða nefndar innan FRÍ hafi verið leitað og hvort það sé ekki hlut­verk braut­ar­varða að til­kynna ef hlaup­ari brýtur reglur hlaups­ins. Þá veltir hann fyrir sér hvort fram­komið mynd­band af atvik­inu, breyti ekki ein­hverju um afstöðu hlaupa­nefnd­ar­inn­ar.

„Ég sé ekki almenn­in­lega hvað gerð­ist fyrr en í gær þegar að ég sé mynd­bandið á net­inu. Mér þykir afskap­lega slakt ef að kepp­andi þurfi að kæra þegar að braut­ar­verðir og stjórn­ar­með­limur FRÍ sjá þetta og geta horft fram­hjá þessu þegar þeir sjá þetta miklu betur en ég. Auk þess vissi ég ekki um þennan kæru­frest því ég heyrði eftir hlaupið að það væri 2-3 daga kæru­frest­ur. Það er t.d. ekki hlut­verk kepp­enda að kæra þegar lang­stökkvari stígur yfir línu í stökki heldur eru starfs­menn sem dæma þá um stökk­ið,“ skrifar Ingvar Hjart­ar­son í erindi til hlaup­stjóra Víða­vangs­hlaups­ins.

Sam­kvæmt frétt á Vísi er von á yfir­lýs­ingu frá ÍR vegna máls­ins síðar í dag, en ekki standi til að breyta úrslitum Víða­vangs­hlaups­ins. Þá muni álit FRÍ á atvik­inu sömu­leiðis fylgja yfir­lýs­ingu ÍR.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None