Ekki upplýst um hverjir endanlegir eigendur 19 prósent hlutar í 365 eru

365.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd verður ekki upp­lýst um hverjir end­an­legir eig­endur 18,6 pró­sent hlutar í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðlum eru og mun ekki fara fram á frek­ari upp­lýs­ingar um þá. Þetta stað­festir Elva Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Í fjöl­miðla­lög­unum sem sam­þykkt voru árið 2011 segir að skylt sé að veita fjöl­miðla­nefnd öll gögn og upp­lýs­ingar svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Og nú er ljóst að það breytir engu þótt slíkur sjóður sé orð­inn eig­andi að langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í einka­eigu í land­inu, sem rekur meðal ann­ars Frétta­blað­ið, Stöð 2, Vísi.is og Bylgjuna.

Auglýsing

Síð­ast­lið­inn föstu­dag var send út til­kynn­ing um að 365 miðlar og Tal hafi sam­ein­ast undir merkjum 365 eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa ­fé­lag­anna, með skil­yrð­um. Við það eign­uð­ust fyrrum hlut­hafar Tals 19,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi, sem mun bera nafn 365 miðla. Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opin­bert. Og nú er ljóst að það breytir engu þótt slíkur sjóður sé orð­inn eig­andi að langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í einka­eigu í land­inu, sem rekur meðal ann­ars Frétta­blað­ið, Stöð 2, Vísi.is og Bylgj­una.

Í fjöl­miðla­nefnd, sem tók ákvörðun um miðjan nóv­em­ber um að kalla ekki eftir upp­lýs­ingum um end­an­legt eign­ar­hald á 18,6 pró­sent hlut í 365 miðl­um, sitja Karl Axels­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, Hulda Árna­dótt­ir, Arna Schram og Sal­vör Nor­dal.

Eig­endur ekki taldir skipta máliAuður 1 er fram­taks­sjóður sem er rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ing­ar. Hann var stofn­aður árið 2008 og þá lögðu rúm­lega 20 fjár­festar honum til alls 3,2 millj­arða króna. Tal er eitt átta fyr­ir­tækja sem sjóð­ur­inn á hlut í. Heim­ildir Kjarn­ans herma að á meðal stærstu eig­enda hans séu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir auk þess sem nokkrir ein­stak­lingar eiga í sjóðnum en það hefur aldrei verið upp­lýst hverja um er að ræða.

Við fengum þær upp­lýs­ingar að Virð­ing færi með yfir­ráð yfir Auði 1 og það væri byggt á því að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skipta eig­endur sjóðs­ins ekki máli.

Fjöl­miðla­nefnd leit­aði eftir upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið í haust, að sögn Elvu. „Við fengum þær upp­lýs­ingar að Virð­ing færi með yfir­ráð yfir Auði 1 og það væri byggt á því að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skipta eig­endur sjóðs­ins ekki máli. Þeir hafi ekk­ert að gera með stefnu sjóðs­ins, heldur Virð­ing. Út frá fjöl­miðla­lög­unum eru það yfir­ráðin sem skipta öllu máli.“

Í kjöl­farið hafi fjöl­miðla­nefnd tekið þá ákvörðun að ekki þyrfti að upp­lýsa nánar um hverjir end­an­legir eig­endur Auðar 1 væru. „Það var mat nefnd­ar­inn­ar, út frá þessum upp­lýs­ing­um, að út frá eign­ar­hald­inu skipti ekki máli hverjir væru eig­end­urn­ir, heldur hverjir færu með yfir­ráð yfir sjóðn­um. Og það er Virð­ing,“ segir Elva.

Nokkur félög í eigu Ingi­bjargar Pálma­dóttur verða áfram helstu eig­endur 365 miðla. Þau tóku við eign­ar­hald­inu af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, eig­in­manni Ingi­bjarg­ar, sem fékk að kaupa fjöl­miðla 365 skömmu eftir hrun. Hann hafði einnig verið aðal­eig­andi gamla 365, sem fór síðar í þrot og gat ekki greitt kröfu­höfum sínum um 3,7 millj­arða króna.

Sam­runi sam­þykktur með skil­yrðumSam­keppn­is­eft­ir­litið til­kynnti í dag um að sam­runi 365 miðla og Tals hefði verið sam­þykktur með skil­yrð­um. Alls er um fjögur skil­yrði að ræða:  • Óheim­ilt er að gera það að skil­yrði fyrir kaupum á þjón­ustu sem fyr­ir­tækið veitir á fjöl­miðla­mark­aði að fjar­skipta­þjón­usta félags­ins fylgi með í kaup­un­um.


  • Óheim­ilt að tvinna saman í sölu fjöl­miðla­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins og fjar­skipta­þjón­ustu þess gegn verði eða við­skipta­kjörum sem jafna má til slíks skil­yrð­is. Óheim­ilt er að gefa ein­staka þjón­ustu­þætti í heild sinni.


  • Þá er til­tekið að inn­leið­ingu og upp­bygg­ingu þjón­ustu á far­síma- og sjón­varps­dreif­ing­ar­mark­aði skuli lokið eigi síðar en 1. apríl 2016 og taka skil­yrði þá að fullu gildi gagn­vart þeirri þjón­ustu. Að öðru leyti taka skil­yrðin strax gildi.


  • Gæta skal gagn­sæis í verð­lagn­ingu mis­mun­andi þjón­ustu­þátta fyr­ir­tæk­is­ins.
 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None