Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag ellefu Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Orðuveitingin fór fram á Bessastöðum. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna við hátíðlega athöfn í dag var Magnús Pétursson rikissáttarsemjari og Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur.
Þeir ellefu sem fengu orðuna að þessu sinni voru:
- Dýrfinna H. K. Sigurjónsdóttir ljósmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi heilsugæslu og umönnunar
- Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna
- Inga Þórsdóttir prófessor og forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til vísinda og rannsókna
- Magnús Péturson ríkisáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytistjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda
- Páll Guðmundsson myndlistarmaður, Húsafelli, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Sigrún Huld Hrafnsdóttir ólympíumethafi fatlaðra og myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra
- Sigurður Halldórsson héraðslæknir, Kópaskeri, riddarakross fyrir læknisþjónustu á landsbygðinni
- Sigurður Hansen bóndi, Kringlumýri í Skagafirði, riddarakross fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaldar
- Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta
- Þorvaldur Jóhansson fyrverandi bæjarstjóri og skólastjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð
Fimm orðustig
Sex manns sitja í orðunefnd fálkaorðunnar. Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, er formaður nefndarinnar. Aðrir sem í henni sitja eru Ellert B. Schram, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson. Stórkrossinn er þriðja efsta stig fálkaorðunnar.
Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir honum. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu og fjórða stig er stórkross. Æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 13. desember síðastliðinn. Raunar hafa allir forsætisráðherrar lýðveldissögunnar verið sæmdir fálkaorðu, nema fjórir. Þeir eru Hermann Jónasson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannson og Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafnaði því að fá stórkross þegar hún sat sem forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili.