Engir fulltrúar neytenda í verðlagsnefnd búvara - umdeildur formaður endurskipaður

13223523394_c752e6b142_z.jpg
Auglýsing

Hvorki Banda­lag starfs­manna ríkis og bæja (BS­RB) né stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) nýttu rétt sinn til að til­nefna full­trúa í nýja verð­lags­nefnd búvara. Til­kynnt var um nýja nefnd í dag og ákvað vel­ferð­ar­ráðu­neytið að til­nefna tvo full­trúa í stað full­trúa laun­þega og neyt­enda.

Ólafur Frið­riks­son, sem sætt hefur ásök­unum um að sitja beggja megin borðs þegar kemur að ákvörðun um verð­lag búvara, en hann sat um ára­bil í stjórnum fjölda fyr­ir­tækja með stjórn­endum Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem er annar eig­andi Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS), var end­ur­skip­aður for­maður nefnd­ar­innar af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Ólafur er skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti Sig­urðar Inga.

Utan for­manns sitja tveir full­trúar Bænda­sam­taka Íslands, tveir full­trúar Sam­taka afurð­ar­stöðva í mjólkur­iðn­aði og, líkt og áður var greint frá, tveir full­trúar skip­aðir af vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu, í stjórn verð­lags­nefndar búvara.

Auglýsing

Ný nefnd er skipuð eft­ir­far­andi nefnd­ar­mönn­um:  • Ólafur Frið­riks­son, for­maður


  • Sig­urður Lofts­son, til­nefndur af Bænda­sam­tökum Íslands


  • Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, til­nefndur af Bænda­sam­tökum Íslands


  • Jóhannes Æ. Jóns­son, til­nefndur af Sam­tökum afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði sf.


  • Guð­rún Sig­ur­jóns­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tökum afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði sf.


  • Björg Bjarna­dótt­ir, til­nefnd af vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu


  • Sverrir Björn Björns­son, til­nefndur af vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu
Rík­is­end­ur­skoðun taldi ekki rétt að fjalla um hæfiMál­efni verð­lags­nefnd­ar­innar komust í hámæli í októ­ber í fyrra eftir að Kast­ljós fjallað um að Ólafur Frið­riks­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, hafi um ára­bil setið í stjórnum fjölda fyr­ir­tækja með stjórn­endum Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem er annar eig­andi MS.

Í kjöl­far umfjöll­unar Kast­ljóss sagði Sig­urður Ingi að hann ætl­aði að fara fram á að Rík­is­end­ur­skoðun færi yfir ákvarð­anir nefnd­anna tveggja síð­ustu tvö til þrjú árin. Beiðni um úttekt­ina barst í októ­ber og í kjöl­farið hófst for­könn­un. Í lok apríl skil­aði Rík­is­end­ur­skoðun þeirri nið­ur­stöðu að hún gerði ekki athuga­semd við stjórn­sýslu verð­lags­nefndar búvara og ráð­gjaf­ar­nefndar um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara, sem Ólafur veitir líka for­mennsku. Hún taldi enn­fremur ekki rétt að fjalla um almennt hæfi Ólafs né að taka afstöðu til ymissa álita­mála, það væri á færi stofn­ana eins og umboðs­manns Alþing­is.

ASÍ og BSRB vilja mjólkur­iðnað undir sam­keppn­is­lögMið­stjórn ASÍ sendi frá sér ályktun um stöðu mála í mjólkur­iðn­aði 11. júní síð­ast­lið­inn þar sem til­kynnt var að hvorki BSRB né ASÍ myndu skipa full­trúa í nefnd­ina. Þar sagði m.a.: „Stjórn­völd hafa í sam­starfi við bændur og afurða­stöðvar gert miklar breyt­ingar á starfs­skil­yrðum mjólk­ur­fram­leiðsl­unn­ar. Það hefur löngum verið skoðun mið­stjórnar ASÍ að núver­andi fyr­ir­komu­lag í mjólkur­iðn­aði sé hvorki besta leiðin til að bæta hag neyt­enda né að það skapi næga hvata fyrir fram­leið­endur til þess að auka sam­keppn­is­hæfni, fram­leiðni og lækka vöru­verð. Þvert á móti hefur núver­andi fyr­ir­komu­lag komið í veg fyrir að virkja þá hvata sem leiða til heil­brigðrar sam­keppni sem kemur öllum til góðs. Nýleg dæmi, þar sem MS hefur kerf­is­bundið komið í veg fyrir inn­komu nýrra aðila á markað gert stórum aðilum kleift að nýta, og í mörgum til­fellum mis­nota, sér mark­aðs­ráð­andi stöðu til að koma í veg fyrir sam­keppni.

Alþýðu­sam­band Íslands hefur ítrekað ályktað að auk­inn inn­flutn­ingur land­bún­að­ar­vara, minnkun fram­leiðslu­tengdra styrkja og afnám opin­berrar verð­lagn­ingar geti bæði aukið fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni mjólkur­iðn­aðar og skilað ábata til fram­leið­enda og jafnt verið eina vörn sem neyt­endur hafa gegn þessum ein­ok­un­ar­til­burð­um. [...]Nú er svo komið að mið­stjórn ASÍ og stjórn BSRB hafa sam­eig­in­lega lýst því yfir, að sam­böndin muni hætta allri þátt­töku í Verð­lags­nefnd mjólk­ur­af­urða. Jafn­framt er það krafa mið­stjórnar ASÍ að allur mjólkur­iðn­að­ur­inn, frá fram­leið­endum til smá­sölu­dreif­ing­ar, verði felldur undir ákvæði sam­keppn­islaga og lúti sömu reglum og önnur atvinnu­starf­semi, þ.m.t. ákvæði um tak­mörkun á áhrifum og umfangi mark­aðs­ráð­andi aðila.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None