„Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu hefur engum kaupsamningum verið þinglýst frá 6.apríl sl. og því hefur verið tekin sú ákvörðun að birta ekki vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir aprílmánuð,“ segir á vef Fasteignaskrár sem tekur saman upplýsingar um þróun mála á fasteignamarkaði.
Greinilegt er að verkfall lögfræðinga er farið að hafa veruleg áhrif á gang mála á fasteignamarkaði. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, hefur verkfallið mikil áhrif á viðskipti. Í mars nam heildarveltan rúmlega 27 milljörðum króna, en á þeirri tæpu viku sem leið af apríl, þar til verkfallið hófst, nam velta 2.5 milljörðum króna. Síðan hefur veltan alltaf stoppað þar sem þinlýsingar liggja niðri.
Mars 2015 | Apríl 2015 | Breyting | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Velta millj.kr. | Fjöldi kaupsamn. | Velta millj.kr. | Fjöldi kaupsamn. | Velta millj.kr. | Fjöldi kaupsamn. | ||
Fjölbýli | 17.832 | 525 | 1.742 | 55 | -90,2% | -89,5% | |
Sérbýli | 7.547 | 144 | 550 | 12 | -92,7% | -91,7% | |
Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði | 2.290 | 44 | 222 | 2 | -90,3% | -95,5% | |
Samtals | 27.669 | 713 | 2.514 | 69 | -90,9% | -90,3% |