Enn fleiri stéttarfélög kjósa um verkfall

14103000883_5bf97bdc66_z.jpg
Auglýsing

Raf­iðn­að­ar­sam­band Íslands, Mat­vís, Samiðn, Grafía - stétt­ar­fé­lag í prent- og miðl­un­ar­grein­um, Félag hár­snyrti­sveina og Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna munu á næst­unn­i ­boða til atkvæða­greiðslu meðal félags­manna um það hvort boðað verður til verk­falls.

Þetta var ákveðið í dag eftir fund við­ræðu­nefndar stétt­ar­fé­lag­anna og Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Á fund­inum var nið­ur­staðan að „það hefði ekki til­gang að halda við­ræðum áfram vegna árang­urs­leysis og mik­ils ágrein­ings um launa­lið samn­inga,“ að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu félag­anna.

Í Raf­iðn­að­ar­sam­band­inu eru allir laun­þegar í raf­iðn­að­ar­geir­anum og í Mat­vís eru bak­ar­ar, fram­reiðslu­menn, kjöt­iðn­að­ar­menn, mat­reiðslu­menn og aðrir sem starfa við fram­reiðslu, mat­reiðslu og sölu á mat­væl­um. Að Samiðn kemur starfs­fólk í bíl­grein­um, hár­snyrti­grein­um, málm­tækni, tækni­teikn­un, bygg­inga­grein­um, garð­yrkju og skipa­smíð­um. Þetta fólk fer því í verk­fall ásamt starfs­fólki í prent- og miðl­un­ar­grein­um, hár­snyrti­svein­um, vél­stjórum og málm­tækni­mönn­um, ef verk­falls­boðun verður sam­þykkt.

Auglýsing

Í gær var greint frá því að félags­menn í VR, aðild­ar­fé­lögum Lands­sam­bands íslenskra verzl­un­ar­manna og Flóa­banda­lags­ins, sem eru Efl­ing, Hlíf og VSFK, munu greiða atkvæði um hvort hefja skuli verk­föll í lok mán­að­ar­ins.

Ef af því verður verða verk­föll hjá hóp­bíla­fyr­ir­tækj­um, hót­el­um, gisti­stöðum og bað­stöð­um, í flug­afgreiðslu, hjá skipa­fé­lögum og mat­vöru­versl­unum og olíu­fé­lög­um.

Þessi verk­föll munu bæt­ast við verk­föll Starfs­greina­sam­bands­ins og BHM, sem þegar eru í gangi.

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None