Miklar breytingar eru framundan í bílaiðnaði, ef marka á skrif helstu fagtímarita um viðskipti og vefmiðla sem sérhæfa sig í skrifum um tækni. Það styttist sífellt í að bílar keyri sjálfir um göturnar, tölvustýrðir og gangi öðru fremur fyrir rafmagni, einkum í stórborgum.
Bréfritari var á fundi á dögunum, 18. maí, um loftslagsbreytingar á vegum Landsvirkjunar, þar sem Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings um loftslagsbreytingar hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt erindi. Í pallborðsumræðum að fundi loknum, sagði hann það „fáranlegt“ að Íslendingar væru ekki búnir að rafmagnsvæða bílaflotann á höfuðborgarsvæðinu. Allir innviðir væru fyrir hendi, og mögulegt væri að spara tugi milljarða í gjaldeyri með því að innleiða þessar breytingar.
Kannski er styttra í það en við höldum, að tæknibyltingin í bílaiðnaði náði almennilegri rótfestu hér...