Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 9,4 milljarðar króna í september sem er 1,9 milljarði króna meira en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar tók saman.
Á síðustu tólf mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 26 prósent samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetrinu. Hæstu upphæðum í september vörðu erlendir ferðamenn til hótel- og gistihúsa, eða um tveimur milljörðum króna, sem er 25,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Sá útgjaldaliður sem mest aukning varð í frá september í fyrra var í lið sem nefnist ýmis ferðaþjónusta, en þar undir eru skoðunarferðir, hvalaskoðun og aðrar skipulagðar ferðir. Aukningin á útgjöldum ferðamanna í þessa þjónustu nam tæplega 60 prósentum.
Meðalvelta á ferðamann eftir þjóðerni.
| September, 2014 | Meðalvelta á ferðamann | 
| ( þús. kr. ) | |
| Sviss | 174 | 
| Noregur | 141 | 
| Önnur lönd | 135 | 
| Rússland | 131 | 
| Bandaríkin | 117 | 
| Danmörk | 113 | 
| Alls | 106 | 
| Bretland | 101 | 
| Kanada | 100 | 
| Spánn | 97 | 
| Holland | 97 | 
| Frakkland | 96 | 
| Svíþjóð | 90 | 
| Ítalía | 84 | 
| Þýskaland | 83 | 
| Finnland | 69 | 
| Kína | 61 | 
| Japan | 42 | 
| Pólland | 32 | 
 
				
 
              
          
 
              
          



