Nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um fjárkúgunarmálið gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra á undanförnum dögum.
Bloomberg fréttaveitan sagði frá málinu strax á þriðjudag þegar það kom upp, en blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson starfar fyrir Bloomberg og skrifaði um málið, eins og sjá má hér.
Í gær rataði málið svo í danska fjölmiðla, en danska ríkisútvarpið greindi ítarlega frá málinu í langri frétt, eins og lesa má hér.
Og seinni part dags í gær birtist svo frétt á stærsta enskumælandi vefmiðli heims, Daily Mail, eins og lesa má hér.
Miðlarnir greina allir frá því að Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafi verið handteknar síðastliðinn föstudag vegna tilraunar til fjárkúgunar, eins og frægt er orðið. Hlín og Malín hafa játað aðild að málinu, en Malín segist ekki hafa átt aðild að því að senda forsætisráðherra bréfið heldur hafi hún haft vitneskju um það og keyrt Hlín á áfangastað. Þar átti að skilja eftir peningana sem krafist var í bréfinu, en þess í stað voru systurnar handteknar.