Europol varar við vímuefninu PMMA, pilla með súperman merki

PMMA.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur greint frá því að evr­ópska lög­reglu­skrif­stofan Europol hafi gefið út við­vörun vegna dreif­ingar á vímu­efn­inu PMMA. Efnið þykir keim­líkt MDMA, betur þekkt sem e-pilla, alsæla eða molly, en á að vera enn hættu­legra. Sam­kvæmt stöðu­færslu lög­regl­unnar á face­book koma vímu­á­hrif hins PMMA hægt fram og því séu aukin lík­indi á ofskammti. „Neyt­endur sem eru vanir áhrifum MDMA gætu talið að efnið væri veikt og tekið inn meira af efn­inu til að auka áhrifin en lent í því að taka inn ofskammt. Þá hafa mæl­ingar leitt í ljós að hlut­fall PMMA í einni töflu getur verið þrefalt yfir hættu­mörkum og verið lífs­hættu­leg­t".

Eitt dauðs­fall á Íslandi verið rakið til neyslu PMMAEitt dauðs­fall á Íslandi hefur verið rakið til notk­unar á PMMA. Það var fyrir þremur árum síð­an. Lög­reglan segir að eitr­anir sökum þess hafi færst í vöxt að und­an­förnu i Evr­ópu og að síð­ustu vikur hafi fólk dáið eftir notkun efn­is­ins í Sví­þjóð og Bret­landi. Að sögn lög­regl­unnar veldur efnið hækkun á lík­ams­hita, heila­bólgu, blóð­rás­ar­trufl­un­um, eyði­legg­ingu á vöðva- og lifr­ar­frum­um, og í alvar­leg­ustu til­fellum dregið neyt­and­ann til dauða.

PMMA er í pillu­formi og í stöðu­upp­færslu lög­regl­unnar á face­book segir að pill­urnar séu oft með súperman merki, þótt það sé ekki ein­hlítt. „Lög­reglan beinir því til allra að vera vak­andi fyrir þessu hættu­lega efni og að vekja athygli á því meðal þeirra sem það telur þörf á. Ung­lingar eru í sér­stökum áhættu­hóp og því beinum við því til for­ráða­manna að eiga umræðu um slíkar hættur við börn sín."

Mikið í umræð­unni sum­arið 2011Mikil umræða var um PMMA hér­lendis árið 2011 eftir að kona um tví­tugt fannst látin í íbúð í Reykja­vík eftir að hafa tekið inn ban­væna blöndu af amfetamíni og PMMA. Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu greip til umfangs­mik­illa aðgerða í kjöl­farið til að stemma stigu við frek­ari dreif­ingu efn­is­ins hér­lend­is, en það hafði þá fund­ist víða á meðal fíkni­efna­neyt­enda. Ári síðar var haft eftir Karli Stein­ari Vals­syni aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni að efnið hefði ekki sést á götum Reykja­víkur frá því sum­arið 2011. Nú virð­ist lögeglan hins vegar hafa af því áhyggjur að efnið sé komið aftur til lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None