Eva Joly: Sex ár er ekki langur tími til að ljúka Al Thani málinu

Eva_Joly_lors_du_premier_d.bat_des_primaires_de_l..cologie_._Toulouse_04.jpg
Auglýsing

Eva Joly, þing­maður á Evr­ópu­þing­inu og rann­sókn­ar­dóm­ari, segir að sá tími sem tekið hefur að leiða hrun­mál til lykta á Íslandi séu á allan mæli­kvarða góður árang­ur. Rann­sóknir hafi byrjað árið 2009 og þegar sé komin nið­ur­staða í stóru máli, sem árum síð­ar, í Hæsta­rétti. Elf-­mál­ið, sem Joly rann­sak­aði í Frakk­landi, tók níu ár og annað stórt mál, Trans Ocean-­málið í Nor­egi, tók sjö ár. Um 30 hrun­mál séu auk þess á leið­inni og ef stjórn­völd telji að það sé nauð­syn­legt að fá nið­ur­stöðu í þau mál verði þau að styðja áfram við emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Þetta er meðal þess sem kom fram í við­tali hennar við Kast­ljós í kvöld.

Sönn­un­ar­byrðin á ekki að vera erfið



Joly var með miklar yfir­lýs­ingar um það í við­tölum skömmu eftir hrun að rann­sóknir myndu skila pen­ingum til baka til sam­fé­lags­ins. Var talað um tugi ef ekki hund­ruði millj­arða króna í því sam­hengi.

Í Kast­ljósi sagði Joly að það væri nauð­syn­legt að hafa það í huga að búið sé að frysta tölu­vert fjár­magn. Það að koma málum á borð við Al Thani málið í gegnum dóm og fá nið­ur­stöðu í þau sé aðal atrið­ið.

Hún seg­ist ekki vera sam­mála þeim sem segja að sönn­un­ar­byrði í skaða­bóta­máli vegna Al Thani máls­ins ætti að vera svo erf­ið. Hlut­höfum Kaup­þings ætti að bjóð­ast að ráð­ast í hóp­mál­sóknir með litlum til­kostn­aði fyrir hvern og einn.

Auglýsing

Ísland fær HSBC gögnin



Joly ræddi líka afhend­ingu gagna sem sýna fram á skattaund­an­skot til stjórn­valda. Hún sagði Herve Falci­ani, mann­inn sem stal gögnum um skatt­svik úr úti­búi HSBC bank­ans í Sviss, hafa sam­þykkt í sam­tali við hana að láta Íslend­inga hafa þau gögn sem snúa að íslenskum aðil­um. HSBC bank­inn aðstoð­aði alls sex aðila tengda Íslandi við að koma um 9,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 1,3 millj­arða íslenskra króna, undan skatti. Joly er þeirrar skoð­unar að það eigi að nota gögnin frá Falci­ani til að sækja fjár­muni þeirra Íslend­inga sem stungu þeim undan skatti með þessum hætti.

Joly sagði að HSBC málið væri lýsandi fyrir það kerfi sem hafi verið við lýði. Efnað fólk hafi getað falið um 180 millj­arða dala til að kom­ast undan því að greiða til sam­neyslu þeirra landa sem það til­heyr­ir. Í HSBC hafi verið pen­ingar hryðju­verka­manna, auður af sölu blóð­dem­anta og önnur auð­söfnun sem þyki vafasöm í besta falli.

HSBC bankinn aðstoðaði alls sex aðila tengda Íslandi við að koma um 9,5 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna, undan skatti. HSBC bank­inn aðstoð­aði alls sex aðila tengda Íslandi við að koma um 9,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 1,3 millj­arða íslenskra króna, undan skatt­i.

Íslend­ingar eiga rétt á skatt­tekjum Alcoa



Þóra Arn­órs­dótt­ir, sem tók við­talið við Joly í Kast­ljósi í kvöld, sagði að allt líti út fyrir að Ísland sé skjól fyrir þá sem vilja sér milli­verð­lagn­ing­ar­reglu­verk. Það geri til dæmis fyr­ir­tækjum á borð við Alcoa, sem á og rekur álver á Reyð­ar­firði, kleift að flytja frá Íslandi hagnað með him­in­háum lán­veit­ingum frá skúffu­fé­lögum í eigu móð­ur­fé­lags Alcoa sem eru skráð í Lúx­em­borg.

Alcoa móð­ur­fé­lagið hefur ítrekað stað­hæft að starf­semi þess á Íslandi sé sá hluti af starf­semi hennar sem skili því mestum hagn­aði. Samt sem áður er eng­inn hagn­aður sjá­an­legur í rekstri dótt­ur­fé­lags­ins á Íslandi, heldur ein­ungis alcoabotn­laust tap, sem gerir það að verkum að engir skattar séu greiddir hér­lend­is.

Þóra spurði Joly hvernig ætti að takast á við svona stór mál. Hún svar­aði því til að það væri mjög mik­il­vægt að gera það. Nýverið hafi hún tekið við stjórn nefndar á Evr­ópu­þing­inu sem fjalli um hvernig sér­samn­ingar eins og Lúx­em­borg hefur verið að bjóða upp á. Þeir séu að skaða Ísland og önnur Evr­ópu­lönd. Joly sagð­ist sér­stak­lega til­búin að taka mál Alcoa upp í nefnd­inni þar sem Íslands sé fórn­ar­lamb sér­samn­inga sem geri fyr­ir­tækjum kleift að flytja hagnað með vöxtum til Lúx­em­borg­ar.

Það sé fár­an­legt að Íslend­ingar þurfi að sæta því að hagn­aður sem verði til hér­lendis sé fluttur til Lúx­em­borg­ar, þar sem búið sé að semja við þar­lend stjórn­völd um að greiða agn­ar­lágar upp­hæðir í skatt, þó Lúx­em­borg eigi enga heimt­ingu á þeim skatt­tekjum og taka því lítið af þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None