Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega og vill afturkalla hana

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Eygló Harða­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir skipan Gúst­afs Níels­sonar sem var­manns í Mann­réttinda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar sé óásætt­an­leg. Ítrek­aðar yfir­lýs­ingar hans gangi þvert gegn gildum Fram­sókn­ar­flokks­ins og við­horf hans end­ur­spegli  allt annað en stefnu flokks­ins um almenn mann­rétt­indi, rétt­indi sam­kyn­hneigðra, inn­flytj­enda og ýmissa minni­hluta­hópa". Hún vill að borg­ar­full­trúar Fram­sóknar og flug­valla­vina í Reykja­vík aft­ur­kalli skipan Gúst­afs hið fyrsta. Þetta kemur fram í nýrri stöðu­upp­færslu Eygloar á Face­book.

eyglofb

 Mosku­and­stæð­ingur og flokks­bund­inn sjálf­stæð­is­maðurFram­sókn og flug­vall­ar­vinir skip­uðu í gær Gústaf Níels­son, sagn­fræð­ing og yfir­lýstan and­stæð­ing bygg­ingar mosku í Reykja­vík, sem vara­mann í mann­réttinda­ráð borg­ar­inn­ar.Þetta kom fram á Vísi.is. Þar var haft eftir Guð­finnu Jóhönnu Guð­munds­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, að alls­konar raddir eigi að hljóma í mann­réttinda­ráði borg­ar­inn­ar.

Gúst­af, sem er bróðir Brynjars Níels­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann er flokks­bund­inn þeim flokki og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks hans.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Vísis hefur Gústaf sætt „ harðri gagn­rýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en á síð­asta ári lagði hann til að Ísland bann­aði hin íslömsku trú­ar­brögð og setti þannig for­dæmi fyrir alla Evr­ópu. Í við­tali í útvarps­þætt­inum Harma­geddon í maí síð­ast­liðnum sagð­ist hann telja mik­il­vægt að standa vörð um kristin gildi  Íslend­inga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykja­vík“.

Sprengdu upp sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ararÁtta dögum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 var haft eftir Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, að „á meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir.

rét­trún­að­ar­kirkj­una“. Í við­tali við Vísi sagð­ist hún hafa „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­dóm­um, heldur reynslu.“

Í kjöl­farið var lýst yfir stuðn­ingi við Fram­sókn­ar­flokk­inn á Face­book síðu sem bar nafnið „Mót­mælum mosku á Ísland­i“. Fylgi flokks­ins jókst mikið þessa síð­ustu daga fyrir kosn­ing­arnar og flokk­ur­inn fór úr því að mæl­ast með án borg­ar­full­trúa í að ná tveimur slíkum inn í borg­ar­stjórn.

Hösk­uldur sagði við­brögðin hafa mátt vera sterk­ariHösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í þætt­inumViku­lok­unum á Rás 1 um liðna helg­i að við­brögð flokks hans við mosku-um­mælum Svein­bjargar Birnu  fyrir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar hefðu mátt vera sterk­ari. Eftir á að hyggja hefði flokk­ur­inn átt að bregð­ast fljótar og ákveðnar við. Hann væri hins vegar þeirrar skoð­unar að „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni berj­ast gegn öllum hug­myndum um mis­mun­un“.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None