Færði lögregluna á Höfn yfir í sitt kjördæmi rétt fyrir skipun Ólafar

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta verk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra, sem dóms­mála­ráð­herra var að setja nýja reglu­gerð um lög­reglu­um­dæmi lög­reglu­stjóra, þar sem sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður telst nú til umdæmis lög­reglu­stjór­ans á Aust­ur­landi. Með ákvörðun sinni færði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra lög­regl­una á Höfn úr Suð­ur­kjör­dæmi yfir í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, sem vill svo til að er hans kjör­dæmi.

Lög­reglu­yf­ir­völdum og sveit­ar­stjórn­ar­mönnum barst til­kynn­ing um reglu­gerð­ina í tölvu­pósti klukkan rétt rúm­lega eitt í gær, en þá var nýhaf­inn rík­is­ráðs­fundur á Bessa­stöðum þar sem Ólöf Nor­dal tók form­lega við ­sem nýr inn­an­rík­is­ráð­herra. Sam­hliða því færð­ust dóms­málin frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu aftur yfir í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið.

„Forkast­an­leg vinnu­brögð“Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Horna­firði eru æfir vegna reglu­gerð­ar­inn­ar, sem Sig­mundur Davíð setti á loka­metr­unum sem dóms­mála­ráð­herra, en Kjarn­inn hefur undir höndum harð­yrt bréf ­sem Björn Ingi Jóns­son bæj­ar­stjóri á Horna­firði sendi á þing­menn kjör­dæm­is­ins í gær sem og nýskip­aðan dóms­mála­ráð­herra.

Í bréf­in­u ­seg­ir: „Nú í dag setur dóms­mála­ráð­herra reglu­gerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um und­an­farnar vikur og alger­lega án nokk­urs sam­ráðs við sveit­ar­fé­lagið eða SASS (Sam­tök sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga). Að mínu mati eru þetta for­kast­an­leg vinnu­brögð og finnst mér að svona ákvarð­anir eigi ekki að eiga sér stað á árinu 2014.“

Auglýsing

Björn Ingi segir í bréf­in­u að emb­ætti lög­reglu­stjóra á Höfn hafi verið flutt á Eski­fjörð árið 2007, án nokk­urs sam­ráðs við sveit­ar­fé­lag­ið. Svo hafi inn­an­rík­is­ráðu­neytið óskað eftir skoðun sveit­ar­fé­lags­ins á til­högun lög­reglu­um­dæm­is­ins, sem fram komi í bókun bæj­ar­ráðs frá því í ágúst. Þar tekur bæj­ar­ráð Horna­fjarðar undir sjón­ar­mið sem fram komu á fundi SASS, að hags­munum sveit­ar­fé­lags­ins verði best borgið til lengri tíma með því að skipan lög­reglu­mála fylgi kjör­dæm­is­mörk­um.

Þá segir í bréf­inu að skoð­unum sveit­ar­fé­lags­ins hafi verið komið á fram­færi við starfs­mann inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á Lands­þingi Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga á Akur­eyri, þar sem sveit­ar­fé­lagið hafi verið full­vissað um að hlustað yrði á afstöðu þess með hand­sali.

Sam­starf við lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands komið af stað„Það næsta sem við fréttum er að það sé farið að vinna eftir því að við fylgjum Suð­ur­landi. Nýr lög­reglu­stjóri Suð­ur­lands hefur komið hingað og hitt starfs­menn lög­reglu­um­dæm­is­ins hér á Höfn og í gangi er skipu­lags­vinna þessu tengd. Ég átti góðan fund með lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands og yfir­lög­reglu­þjóni þar sem sú vinna sem framundan er var rædd. Í síð­ustu viku fékk ég fund­ar­boð frá lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands um að koma til fundar við hann í næstu viku þar sem hann ætl­aði að hitta alla fram­kvæmd­ar­stjóra sveit­ar­fé­laga í sínu umdæm­i.“

Að lokum skrifar Björn Ingi bæj­ar­stjóri á Horna­firði: „Þess vegna spyr ég HVAÐ ER AÐ GER­AST HJÁ YKK­UR?!  Ég óska eftir því að þið beitið ykkur í því að þessi ákvörðun verði end­ur­skoðuð og að unnið verð áfram í þá átt sem hér hefur verið lýst.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None