Færði lögregluna á Höfn yfir í sitt kjördæmi rétt fyrir skipun Ólafar

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta verk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra, sem dóms­mála­ráð­herra var að setja nýja reglu­gerð um lög­reglu­um­dæmi lög­reglu­stjóra, þar sem sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður telst nú til umdæmis lög­reglu­stjór­ans á Aust­ur­landi. Með ákvörðun sinni færði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra lög­regl­una á Höfn úr Suð­ur­kjör­dæmi yfir í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, sem vill svo til að er hans kjör­dæmi.

Lög­reglu­yf­ir­völdum og sveit­ar­stjórn­ar­mönnum barst til­kynn­ing um reglu­gerð­ina í tölvu­pósti klukkan rétt rúm­lega eitt í gær, en þá var nýhaf­inn rík­is­ráðs­fundur á Bessa­stöðum þar sem Ólöf Nor­dal tók form­lega við ­sem nýr inn­an­rík­is­ráð­herra. Sam­hliða því færð­ust dóms­málin frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu aftur yfir í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið.

„Forkast­an­leg vinnu­brögð“Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Horna­firði eru æfir vegna reglu­gerð­ar­inn­ar, sem Sig­mundur Davíð setti á loka­metr­unum sem dóms­mála­ráð­herra, en Kjarn­inn hefur undir höndum harð­yrt bréf ­sem Björn Ingi Jóns­son bæj­ar­stjóri á Horna­firði sendi á þing­menn kjör­dæm­is­ins í gær sem og nýskip­aðan dóms­mála­ráð­herra.

Í bréf­in­u ­seg­ir: „Nú í dag setur dóms­mála­ráð­herra reglu­gerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um und­an­farnar vikur og alger­lega án nokk­urs sam­ráðs við sveit­ar­fé­lagið eða SASS (Sam­tök sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga). Að mínu mati eru þetta for­kast­an­leg vinnu­brögð og finnst mér að svona ákvarð­anir eigi ekki að eiga sér stað á árinu 2014.“

Auglýsing

Björn Ingi segir í bréf­in­u að emb­ætti lög­reglu­stjóra á Höfn hafi verið flutt á Eski­fjörð árið 2007, án nokk­urs sam­ráðs við sveit­ar­fé­lag­ið. Svo hafi inn­an­rík­is­ráðu­neytið óskað eftir skoðun sveit­ar­fé­lags­ins á til­högun lög­reglu­um­dæm­is­ins, sem fram komi í bókun bæj­ar­ráðs frá því í ágúst. Þar tekur bæj­ar­ráð Horna­fjarðar undir sjón­ar­mið sem fram komu á fundi SASS, að hags­munum sveit­ar­fé­lags­ins verði best borgið til lengri tíma með því að skipan lög­reglu­mála fylgi kjör­dæm­is­mörk­um.

Þá segir í bréf­inu að skoð­unum sveit­ar­fé­lags­ins hafi verið komið á fram­færi við starfs­mann inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á Lands­þingi Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga á Akur­eyri, þar sem sveit­ar­fé­lagið hafi verið full­vissað um að hlustað yrði á afstöðu þess með hand­sali.

Sam­starf við lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands komið af stað„Það næsta sem við fréttum er að það sé farið að vinna eftir því að við fylgjum Suð­ur­landi. Nýr lög­reglu­stjóri Suð­ur­lands hefur komið hingað og hitt starfs­menn lög­reglu­um­dæm­is­ins hér á Höfn og í gangi er skipu­lags­vinna þessu tengd. Ég átti góðan fund með lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands og yfir­lög­reglu­þjóni þar sem sú vinna sem framundan er var rædd. Í síð­ustu viku fékk ég fund­ar­boð frá lög­reglu­stjóra Suð­ur­lands um að koma til fundar við hann í næstu viku þar sem hann ætl­aði að hitta alla fram­kvæmd­ar­stjóra sveit­ar­fé­laga í sínu umdæm­i.“

Að lokum skrifar Björn Ingi bæj­ar­stjóri á Horna­firði: „Þess vegna spyr ég HVAÐ ER AÐ GER­AST HJÁ YKK­UR?!  Ég óska eftir því að þið beitið ykkur í því að þessi ákvörðun verði end­ur­skoðuð og að unnið verð áfram í þá átt sem hér hefur verið lýst.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None