Tæplega fimmtán prósent landsmanna telja Alþingi standa vörð um hagsmuni almennings, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 20 maí og náði til 932 manns. Um 61 prósent aðspurðra sögðust frekar eða mjög ósammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings.
Í könnuninni var spurt um afstöðu til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnarandstöðuna og Alþingi í heild. Hún hefur þrívegis verið framkvæmd, í júlí 2010, 2011 og 2012, þá í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.
Niðurstöður könnunar MMR. Rauði liturinn stendur fyrir frekar eða mjög ósammála og blái liturinn stendur fyrir frekar eða mjög sammála.
Tæplega 35 prósent svarenda sögðust frekar eða mjög sammála fullyrðingu þess efnis að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Um 38,3 prósent sögðust frekar eða mjög ósammála fullyrðingunni.
Niðurstöður könnunar MMR. Rauði liturinn stendur fyrir frekar eða mjög ósammála og blái liturinn stendur fyrir frekar eða mjög sammála.
Þá var spurt hversu sammála eða ósammála svarandi væri sammála fullyrðingunni að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á banka en heimilin í landinu. Um 65,4 prósent sögðust sammála fullyrðingunni en 18,6 prósent sögðust ósammála.
Niðurstöður könnunar MMR. Rauði liturinn stendur fyrir frekar eða mjög ósammála og blái liturinn stendur fyrir frekar eða mjög sammála.
Þeir sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18 til 29 ára) voru líklegri til að vera sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin en þeir sem eldri eru. Þannig sögðust 43,5% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 18-29 ára vera sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin, borið saman við 29,3% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50 til 67 ára.
Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira) voru líklegri en þeir sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Þannig sögðust 22,6% þeirra sem tilheyrðu tekjuhópnum milljón á mánuði eða meira vera sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennins, borið saman við 8,1% þeirra sem tilheyrðu tekjuhópnum 400-599 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur.
32,0% þeirra sem styðja ríkisstjórnina sögðust sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu.
56,4% þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina telja að stjórnarandstaaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.
36,2% þeirra sem styðja ríkisstjórnina sögðust vera sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennnings.