Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt mælingum Þjóðskrár. Á síðustu sex mánuðum nemur hækkunin 2,3 prósentum og á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 1,1 prósent. Vísitalan mælir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum Þjóðskrár.
Nokkuð hefur hægt á hækkunum íbúðaverðs á undanförnum sex mánuðum í samanburði við mánuðina sex þar á undan, eins og sjá má á grafinu hér að neðan. Þar hefur vísitalan verið stillt í gildið 100 í ágúst 2014 og sýnir því hlutfallslega hækkun hennar frá þeim tíma. Milli júlí 2015 og ágúst 2015 hækkaði íbúðaverð um 0,2 prósent.