Um tveir þriðju allra gistinátta á Íslandi eru bókaðar í Reykjavík og nágrenni. Landsbyggðin fær því innan við fjórðung af gistingu erlendra ferðamanna, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands yfir gistinætur útlendinga á síðasta ári og ferðavefurinn Túristi rýnir í.
Nokkuð misjafnt er þó eftir heimalandi ferðamanna hversu líklegt er að þeir gisti á landsbygðinni. Þannig kjósa Bretar mun frekar að gista á höfuðborgarsvæðinu, eða í 77 prósent tilvika, en Bretar eru stærsti hópurinn hér á landi yfir vetrarmánuðina. Annað gildir um Ísraela sem heimsækja Ísland. Þeir verja aðeins 31 prósent gistinátta á höfuðborgarsvæðinu en 69 prósent gistinátta utan þess. Ítalir, Svisslendingar, Tékkar og Spánverjar eru einnig líklegri til að fara út á landi, samkvæmt úttekt Túrista.
„Ein skýring á mismunandi skiptingu milli höfuðborgar og landsbyggðar er sú að þær þjóðir sem aðallega koma hingað á sumrin fara frekar út á land en þær sem koma í stuttar ferðir yfir vetrarmánuðina,“ segir í fréttinni sem lesa má í heild hér.