Fimm ár frá skýrslu RNA: Bankakerfi „á hraðri leið til glötunar“ og án vonar

rna-1.jpg
Auglýsing

Um þessar mundir eru fimm ár frá því að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið skil­aði af sér skýrslu sinni. Í nefnd­inni sátu Páll Hreins­son, pró­fessor í lög­fræði og dóm­ari, dr. Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, og Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is.

Kjarn­inn rifjar á næst­unni upp eft­ir­minni­leg atriði sem fram komu fyrst fyrir sjónir almenn­ings, þegar skýrslan var gerð opin­ber, en hún er lang­sam­lega ítar­leg­asta gagn sem tekið hefur verið saman um orsakir fyrir falli bank­anna, og aðgerðir sem gripið var til, bæði innan bank­anna sjálfra og innan stjórn­kerf­is­ins.

Tryggvi Páls­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Seðla­banka Íslands



Tryggvi Pálsson. Tryggvi Páls­son.

„Þegar hér var komið við sögu höfðu engir aðrir starfs­menn Seðla­bank­ans komið að mál­inu. Tryggvi Páls­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Seðla­bank­ans, sem stýrt hafði við­bún­að­ar­starfi bank­ans og verið full­trúi bank­ans ásamt Ingi­mundi í sér­stökum sam­ráðs­hópi stjórn­valda var í fríi erlendis um þetta leyti. Hann var ekki kall­aður til og í tölvu­bréfi sem Tryggvi sendi rann­sókn­ar­nefnd Alþingis 24. nóv­em­ber 2009 segir m.a.: „Ég var í fríi erlendis 22.–29. sept. 2008. Á þeim tíma var ekki leitað til mín um ráð né ég beð­inn um að flýta heim­ferð minni. Ingi­mundur hringdi þó til mín kvöldið fyrir heim­kom­una til að láta mig vita um ákvörð­un­ina varð­andi Glitni og frétta­manna­fund­inn.“

Auglýsing

Hvar er hann nú?



For­maður banka­ráðs Lands­banka Íslands.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og utan­rík­is­ráð­herra



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir.

„Hér skal þess getið að við skýrslu­töku kann­að­ist Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir ekki við annað en að Geir hefði sagt sér að það væri „ein­hver óró­leiki á fjár­mála­mörk­uð­um“ og að hann hygð­ist kanna stöðu mála á Íslandi. Ingi­björg sagði að það næsta sem hún hefði heyrt af mál­inu hefði verið sunnu­dag­inn 28. sept­em­ber 2008 þegar Gestur Jóns­son, hrl., hefði hringt í sig og spurt hvort hún vissi hvað væri að ger­ast í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Hefði hún þá hringt í Geir H. Haarde sem hefði sagt henni að staðan væri „al­var­leg hjá Glitni“ og að hún þyrfti að til­nefna stað­gengil til að sækja fundi á Ísland­i.“

Hvar er hún nú?



Um­dæm­is­stjóri UN Women í Evr­ópu og Mið-Asíu.

Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans



Sigurjón Þ. Árnason. Sig­ur­jón Þ. Árna­son.

„Síðar um dag­inn fund­aði Yves Mersch með for­svars­mönnum hvers banka fyrir sig. Eða eins og Sig­ur­jón Þ. Árna­son skýrði frá "ræddu þeir við hvern bank­ann á fætur öðrum og útskýrðu það að Seðla­banki Evr­ópu væri ekki "lender of last resort", við ættum að versla við Seðla­banka Íslands. Og að við værum ekki partur af Evr­ópu­banda­lag­inu [...] Hann fór bara rök­lega yfir mál­in, hann var ekki með nein leið­ind­i." Sig­ur­jón sagði jafn­framt að það hefði komið fram að þeir væru "hig­hest bidd­ers" í evr­ópska veð­lána­kerf­inu, og sagði hann að það hefði komið honum nokkuð á óvart, "við vissum ekki af því, en við vildum auð­vitað tryggja að við misstum ekki fjár­mögn­un­ina að sjálf­sögð­u." "Hann sagði að við þyrftum að borga til baka og við sögðum OK, þá verðum við bara að gera það. Maður hugs­aði að þetta væri nú ekki það sem íslenska kerfið þyrfti á að halda að þarna væri búið að tak­marka enn frekar fjár­muna­öflun okk­ar. En við hugs­uð­um, þetta er þá bara svona, þá gerum við þetta bara, ekki getum við sleg­ist við þá.“

Hvar er hann nú?



Sinnir ráð­gja­störf­um, og hefur verið ákærður fyrir meint lög­brot og dæmdur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Mál bíða þess að verða tekið fyrir í Hæsta­rétti.

Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður stjórnar Seðla­banka Íslands



Davíð Oddsson. Davíð Odds­son.

„Aftur er nú vikið að almennri umfjöllun um veð­lán bank­anna í Seðla­bank­anum í Evr­ópu. Í lok júní 2008 var Davíð Odds­son staddur í Basel í Sviss og hitti hann þá Yves Mersch, seðla­banka­stjóra Lúx­em­borgar (BCL). Davíð Odds­son lýsti fyrstu kynnum þeirra, við skýrslu­töku fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, á eft­ir­far­andi hátt: "[É]g hafði ekki hitt hann en þá var ég kynntur fyrir honum og er rétt búinn að heilsa honum og segja eitt­hvað svona nice-­tískt – fal­legt veður í Basel eða eitt­hvað – og þá segir hann bara svona: Þitt banka­kerfi – eins og það hét – er í miklum ógöngum reyndi Davíð að fá útskýr­ingu seðla­banka­stjór­ans á þessum orðum sem sagði þá að "hann teldi að íslenska banka­kerfið væri á hraðri leið til glöt­unar og ætti enga von og hann mark­aði það af því hvernig þeir væru að reyna að ná í pen­inga í gegnum Lúx­em­borg frá Seðla­banka Evr­ópu.“

Hvar er hann nú?



Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings



Hreiðar Már Sigurðsson. Hreiðar Már Sig­urðs­son.

„Á tíma­bil­inu 29. ágúst til 8. októ­ber 2008 lán­aði Kaup­þing því 510 millj­ónir evra í þessi skulda­trygg­ing­ar­við­skipti ef und­an­skildar eru 50 millj­ónir doll­ara sem nefndar eru hér á und­an. Þessar 510 millj­ónir evra fóru beint til Deutsche Bank. Ekk­ert eigið fé kom þarna til heldur var þetta allt fjár­magnað af Kaup­þingi. Með þessum við­skiptum var því búið að flytja skulda­bréfa­á­hættu Kaup­þings yfir á Kaup­þing. Hreiðar Már Sig­urðs­son sagði við skýrslu­töku að það hefði ekki verið neitt nema hagn­að­ar­von hjá við­skipta­vinum bank­ans sem seldu þessar skulda­trygg­ing­ar, það er ef bank­inn færi í greiðslu­þrot þá væri hagn­aður núll en ef hann væri enn í rekstri í októ­ber 2013 þá myndu þessir við­skipta­vinir hagn­ast. Því til við­bótar sagði Hreið­ar: "Ja, þetta var, við töldum að þetta væri þess virði að gera þetta, eins og ég segi, við töldum að við værum að nota fjár­muni bank­ans á ágæt­legan hátt, fá ágætis tekjur af þeim fjár­mun­um.Við töldum að það væri mik­il­vægt að athuga hvort þessi mark­aður væri raun­veru­legur eða ekki og við töldum að þetta væri gott fyrir þessa við­skipta­vini, sem voru stórir við­skipta­vinir og borg­uðu okkur fullar þókn­anir og skuld­uðu okkur nátt­úru­lega pen­inga, svo það að staða þeirra mundi batna væri gott fyrir bank­ann.“

Hvar er hann nú?



Hann er í fang­elsi, eftir að hafa hlotið dóm í Al Thani mál­inu. Fleiri mál bíða þess að verða til lykta leidd í dóms­kerf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None