Fimm ár frá skýrslu RNA: „Svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum“

9952842843-ec16338c9d-z.jpg
Auglýsing

Um þessar mundir eru fimm ár frá því að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið skil­aði af sér skýrslu sinni. Í nefnd­inni sátu Páll Hreins­son, pró­fessor í lög­fræði og dóm­ari, dr. Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, og Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is.

Kjarn­inn rifjar á næst­unni upp eft­ir­minni­leg atriði sem fram komu fyrst fyrir sjónir almenn­ings, þegar skýrslan var gerð opin­ber, en hún er lang­sam­lega ítar­leg­asta gagn sem tekið hefur verið saman um orsakir fyrir falli bank­anna, og aðgerðir sem gripið var til, bæði innan bank­anna sjálfra og innan stjórn­kerf­is­ins.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Glitnis



þorsteinnmar Þor­steinn Már, ásamt frænda sínum Krist­jáni Vil­helms­syn­i.

„Við skýrslu­tökur lýstu for­svars­menn Glitnis því yfir að erfitt hefði verið að ná sam­bandi við starfs­menn Seðla­bank­ans þessa helgi. Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórn­ar­for­maður Glitn­is, sagð­ist hafa náð sam­bandi við Davíð Odds­son í síma laug­ar­dag­inn 27. sept­em­ber 2008 en Davíð hefði þá sagt að hann gæti ekki hitt Þor­stein. Síðan sagði Þor­steinn: "[...] og síðan var ég svo sem að biðja starfs­menn­ina að reyna að ná í starfs­menn Seðla­bank­ans. Það er engin laun­ung að við vorum þarna bara uppi í banka laug­ar­dag og sunnu­dag, með hóp starfs­manna með mér. Og það náð­ist ekki í einn eða neinn. Ég náði í Davíð ein­hvern tím­ann á sunnu­deg­inum og hann gat ekki hitt mig þá heldur og það gat eng­inn starfs­maður Seðla­bank­ans hitt starfs­menn Glitn­is. Meðan við vorum þá að kasta upp hug­mynd­um, a, b og c, höfðum ekki annað að gera uppi í banka. En ég verð bara að játa það að ég, mér liggur við að segja, setti eitt­hvert ferli á stað sem ég svo sem hafði aldrei trú á fyrr en á sunnu­dags­kvöld að væri komið í ein­hvern far­veg, ein­hvern allt, allt, allt annan far­veg en ég hafði haft ímynd­un­ar­afl í.“

Auglýsing

Hvar er hann nú?



For­stjóri og einn stærsti eig­andi Sam­herja.

 

Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Við skýrslu­töku var Össur Skarp­héð­ins­son spurður um til­lögur Lands­bank­ans um sam­ein­ingu við Glitni. Össur

Össur Skarphéðinsson. Össur Skarp­héð­ins­son.

sagði: "Jú, það var rætt, þetta er rétt, það var sagt frá ein­hverri til­lögu þarna og Geir taldi hana af og frá, ég held að hann hafi bara orðað það svo­leið­is, og Davíð alveg snar­vit­laus [...]. Síðan kom inn á fund­inn í formi fax end­ur­bætur á því til­boði sem þeir sögðu að væri ennþá vit­laus­ara og væri ekki einu sinni umræð­unnar virð­i."

Hvar er hann nú?



Þing­maður Sam­fylk­ing­ar.

Árni M. Mathies­en, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra.

„Árni M. Mathies­en, fjár­mála­ráð­herra, lýsti fund­inum við skýrslu­töku með eft­ir­far­andi orð­um: "Ja, hann var nátt­úru­lega bara alveg skelfi­legur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja kon­una að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugg­lega til mjólk í ísskápn­um, það var nú þannig lýs­ing­arnar sem voru á því hvaða

Árni M. Mathiesen. Árni M. Mathiesen.

ástand mundi skap­ast." Árni segir að umræðan um þjóð­stjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mik­ils van­trausts á milli Sam­fylk­ingar og Sjálf­stæð­is­flokks.Af­leið­ing­arnar hafi verið þær að frum­kvæði í vinnu stjórn­valda hafi flust frá Seðla­bank­anum yfir til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.“

Hvar er hann nú?



Árni starfar hjá FAO, Mat­væla­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi félags­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de.

johanna Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir.

„Við skýrslu­töku ræddi Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir um það hvernig henni bár­ust þær upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að hún hafði sam­band við Björg­vin G. Sig­urðs­son þetta kvöld: "[...] það höfðu verið frétt­ir, að mig minn­ir, kvöldið áður, man það þó ekki glöggt, þar sem að frétta­maður var að velta fyrir sér hvað væri að ske í Stjórn­ar­ráð­inu á helgi, allt í ljósum þar og svo kom kvöldið á eft­ir, ég bara horfði á þetta eins og hver ann­ar, svo kom bara kvöldið á eftir og það er sama uppi og frétta­mað­ur, -menn með spurn­ingar og [Geir H. Haar­de] kemur þarna út og seg­ir: "Það er eðli­legt að ég sé bara að kynna mér mál, ég er búinn að vera lengi í, eða búinn að vera ein­hvern tíma í Amer­íku og ég er bara að kalla hag­fræð­inga og skoða stöð­una." Þá var þetta að byrja svona að koma upp. Mér fannst það sér­kenni­legt og vildi vita hvað væri meira að ske, náði í Geir, hringdi í hann beint, minnir að ég hafi náð í hann í bíl, er þó ekki alveg klár á því, alla vega náðum við sam­tali sem var mjög stutt, og ég spurði hann að því hvort það væri eitt­hvað að ske og hann vildi mjög lítið segja en þó var það nægi­legt til þess að ég vissi að þeir væru að skoða í alvöru einn bank­ann, ég man ekki hvort hann nefndi hvort það væri Glitn­ir, ég held það þó að hann hafi gert það.“

Hvar er hún nú?



Jó­hanna er hætt afskiptum af stjórn­mál­um, eftir að hafa leitt rík­is­stjórn í eitt kjör­tíma­bil.

Björg­vin G. Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra.

„Björg­vin G. Sig­urðs­son, við­skipta­ráð­herra, lýsti fund­inum með eft­ir­far­andi hætti við skýrslu­töku: "Og svo allt í einu

Björgvin G. Sigurðsson. Björg­vin G. Sig­urðs­son.

stormar Davíð inn á fund­inn, í miklu upp­námi og bara alveg leit mjög illa út og [...] var greini­lega mikið niðri fyrir og þá segir hann að hann ótt­ist það að íslenska fjár­mála­kerfið sé bara allt að fara og það verði bara núna á eftir að setja niður vinnu um að hirða alla bank­ana af öllum eig­end­um, bara strax, íslensku starf­sem­ina og skera á útrás­ar­vík­ing­ana, sem hafa skuld­sett þjóð­ina þannig að land­ráðum lík­ist, sagði hann orð­rétt."

Hvar er hann nú?



Hann er til­tölu­lega nýkom­inn úr áfeng­is­með­ferð, eftir að hafa hætt sem sveita­stjóri Ása­hrepps.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None