Um þessar mundir eru fimm ár frá því að rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið skilaði af sér skýrslu sinni. Í nefndinni sátu Páll Hreinsson, prófessor í lögfræði og dómari, dr. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Kjarninn rifjar á næstunni upp eftirminnileg atriði sem fram komu fyrst fyrir sjónir almennings, þegar skýrslan var gerð opinber, en hún er langsamlega ítarlegasta gagn sem tekið hefur verið saman um orsakir fyrir falli bankanna, og aðgerðir sem gripið var til, bæði innan bankanna sjálfra og innan stjórnkerfisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis
Þorsteinn Már, ásamt frænda sínum Kristjáni Vilhelmssyni.
„Við skýrslutökur lýstu forsvarsmenn Glitnis því yfir að erfitt hefði verið að ná sambandi við starfsmenn Seðlabankans þessa helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, sagðist hafa náð sambandi við Davíð Oddsson í síma laugardaginn 27. september 2008 en Davíð hefði þá sagt að hann gæti ekki hitt Þorstein. Síðan sagði Þorsteinn: "[...] og síðan var ég svo sem að biðja starfsmennina að reyna að ná í starfsmenn Seðlabankans. Það er engin launung að við vorum þarna bara uppi í banka laugardag og sunnudag, með hóp starfsmanna með mér. Og það náðist ekki í einn eða neinn. Ég náði í Davíð einhvern tímann á sunnudeginum og hann gat ekki hitt mig þá heldur og það gat enginn starfsmaður Seðlabankans hitt starfsmenn Glitnis. Meðan við vorum þá að kasta upp hugmyndum, a, b og c, höfðum ekki annað að gera uppi í banka. En ég verð bara að játa það að ég, mér liggur við að segja, setti eitthvert ferli á stað sem ég svo sem hafði aldrei trú á fyrr en á sunnudagskvöld að væri komið í einhvern farveg, einhvern allt, allt, allt annan farveg en ég hafði haft ímyndunarafl í.“
Hvar er hann nú?
Forstjóri og einn stærsti eigandi Samherja.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Við skýrslutöku var Össur Skarphéðinsson spurður um tillögur Landsbankans um sameiningu við Glitni. Össur
Össur Skarphéðinsson.
sagði: "Jú, það var rætt, þetta er rétt, það var sagt frá einhverri tillögu þarna og Geir taldi hana af og frá, ég held að hann hafi bara orðað það svoleiðis, og Davíð alveg snarvitlaus [...]. Síðan kom inn á fundinn í formi fax endurbætur á því tilboði sem þeir sögðu að væri ennþá vitlausara og væri ekki einu sinni umræðunnar virði."
Hvar er hann nú?
Þingmaður Samfylkingar.
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.
„Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, lýsti fundinum við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: "Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða
Árni M. Mathiesen.
ástand mundi skapast." Árni segir að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mikils vantrausts á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.Afleiðingarnar hafi verið þær að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins.“
Hvar er hann nú?
Árni starfar hjá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.
Jóhanna Sigurðardóttir.
„Við skýrslutöku ræddi Jóhanna Sigurðardóttir um það hvernig henni bárust þær upplýsingar sem leiddu til þess að hún hafði samband við Björgvin G. Sigurðsson þetta kvöld: "[...] það höfðu verið fréttir, að mig minnir, kvöldið áður, man það þó ekki glöggt, þar sem að fréttamaður var að velta fyrir sér hvað væri að ske í Stjórnarráðinu á helgi, allt í ljósum þar og svo kom kvöldið á eftir, ég bara horfði á þetta eins og hver annar, svo kom bara kvöldið á eftir og það er sama uppi og fréttamaður, -menn með spurningar og [Geir H. Haarde] kemur þarna út og segir: "Það er eðlilegt að ég sé bara að kynna mér mál, ég er búinn að vera lengi í, eða búinn að vera einhvern tíma í Ameríku og ég er bara að kalla hagfræðinga og skoða stöðuna." Þá var þetta að byrja svona að koma upp. Mér fannst það sérkennilegt og vildi vita hvað væri meira að ske, náði í Geir, hringdi í hann beint, minnir að ég hafi náð í hann í bíl, er þó ekki alveg klár á því, alla vega náðum við samtali sem var mjög stutt, og ég spurði hann að því hvort það væri eitthvað að ske og hann vildi mjög lítið segja en þó var það nægilegt til þess að ég vissi að þeir væru að skoða í alvöru einn bankann, ég man ekki hvort hann nefndi hvort það væri Glitnir, ég held það þó að hann hafi gert það.“
Hvar er hún nú?
Jóhanna er hætt afskiptum af stjórnmálum, eftir að hafa leitt ríkisstjórn í eitt kjörtímabil.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.
„Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, lýsti fundinum með eftirfarandi hætti við skýrslutöku: "Og svo allt í einu
Björgvin G. Sigurðsson.
stormar Davíð inn á fundinn, í miklu uppnámi og bara alveg leit mjög illa út og [...] var greinilega mikið niðri fyrir og þá segir hann að hann óttist það að íslenska fjármálakerfið sé bara allt að fara og það verði bara núna á eftir að setja niður vinnu um að hirða alla bankana af öllum eigendum, bara strax, íslensku starfsemina og skera á útrásarvíkingana, sem hafa skuldsett þjóðina þannig að landráðum líkist, sagði hann orðrétt."
Hvar er hann nú?
Hann er tiltölulega nýkominn úr áfengismeðferð, eftir að hafa hætt sem sveitastjóri Ásahrepps.