Fjármagnshöftin eins og „rottueitur“ - eru að grafa undan hagkerfinu

bjarniben.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, segir að fjár­magns­höftin séu fyrir hag­kerfið eins og „að taka inn rottu­eitur í smáum skömmt­u­m“, ein­kennin komi ekki fram strax og finn­ist ekki í fyrstu frá degi til dags, en til lengdar hafi fjár­magns­höft­in „mjög alvar­legar afleið­ing­ar“. Hann segir nauð­syn­legt að horfa til þess að við­halda efna­hags­legum stöð­ug­leika og halda skuldum heim­il­anna í skefj­um, þegar höftin verða afnum­in.

Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg um fjár­magns­höft­in. Í umfjöll­un­inni er rætt við fólk hér á landi um afleið­ingar fjár­magns­haft­anna á íslenska hag­kerf­ið.

Eins og fram hefur komið er nú unnið mark­visst að því að leita leiða, til þess að koma íslenska hag­kerf­inu úr hafta­bú­skap, og er sér­stakur fram­kvæmda­hópur um afnám hafta, að störfum með þetta að mark­miði. Ekki liggur fyrir enn hvaða leið verður farin í þessum efn­um, en fram hefur komið í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra og Bjarna Bene­dikts­stonar að leysa þurfi úr mál­efnum þrota­búa gömlu bank­anna sam­hliða þess­ari vinnu.

Auglýsing

arni-oddur-thordarson-ceo-2 Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Í fram­kvæma­hópi um losun hafta eru Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra, Eiríkur Svav­ars­son lög­mað­ur, Sig­urður Hann­es­son, doktor í stærð­frði, Bene­dikt Gísla­son véla­verk­fræð­ing­ur og Glenn Victor Kim, erlendur ráð­gjafi stjórn­valda sem jafn­framt er for­maður hóps­ins. Þá hefur Lee Bucheit einnig sinnt ráð­gjöf fyrir stjórn­völd en hann og Glenn Victor Kim hafa starfað saman und­an­farin ár við ráð­gjafa­störf.

Í umfjöll­un­inni er meðal ann­ars haft eftir Árna Oddi Þórð­ar­syni, for­stjóra Mar­els, að fjár­magns­höftin hafi ekki sjá­an­leg áhrif á dag­legt líf fólks, en undir yfir­borð­inu séu höftin að „hafa mjög alvar­leg áhrif á hag­kerf­ið“ og grafa undan því.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None