Fjármagnshöftin eins og „rottueitur“ - eru að grafa undan hagkerfinu

bjarniben.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, segir að fjár­magns­höftin séu fyrir hag­kerfið eins og „að taka inn rottu­eitur í smáum skömmt­u­m“, ein­kennin komi ekki fram strax og finn­ist ekki í fyrstu frá degi til dags, en til lengdar hafi fjár­magns­höft­in „mjög alvar­legar afleið­ing­ar“. Hann segir nauð­syn­legt að horfa til þess að við­halda efna­hags­legum stöð­ug­leika og halda skuldum heim­il­anna í skefj­um, þegar höftin verða afnum­in.

Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg um fjár­magns­höft­in. Í umfjöll­un­inni er rætt við fólk hér á landi um afleið­ingar fjár­magns­haft­anna á íslenska hag­kerf­ið.

Eins og fram hefur komið er nú unnið mark­visst að því að leita leiða, til þess að koma íslenska hag­kerf­inu úr hafta­bú­skap, og er sér­stakur fram­kvæmda­hópur um afnám hafta, að störfum með þetta að mark­miði. Ekki liggur fyrir enn hvaða leið verður farin í þessum efn­um, en fram hefur komið í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra og Bjarna Bene­dikts­stonar að leysa þurfi úr mál­efnum þrota­búa gömlu bank­anna sam­hliða þess­ari vinnu.

Auglýsing

arni-oddur-thordarson-ceo-2 Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Í fram­kvæma­hópi um losun hafta eru Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra, Eiríkur Svav­ars­son lög­mað­ur, Sig­urður Hann­es­son, doktor í stærð­frði, Bene­dikt Gísla­son véla­verk­fræð­ing­ur og Glenn Victor Kim, erlendur ráð­gjafi stjórn­valda sem jafn­framt er for­maður hóps­ins. Þá hefur Lee Bucheit einnig sinnt ráð­gjöf fyrir stjórn­völd en hann og Glenn Victor Kim hafa starfað saman und­an­farin ár við ráð­gjafa­störf.

Í umfjöll­un­inni er meðal ann­ars haft eftir Árna Oddi Þórð­ar­syni, for­stjóra Mar­els, að fjár­magns­höftin hafi ekki sjá­an­leg áhrif á dag­legt líf fólks, en undir yfir­borð­inu séu höftin að „hafa mjög alvar­leg áhrif á hag­kerf­ið“ og grafa undan því.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None