Fjármálaráðherra segir Símasöluna klúður - Bankasýslan getur ekki svarað

Bjarni-Ben.png
Auglýsing

Það er ólíð­andi að fáir útvaldir búi að sér­kjörum á sölu Arion banka í hlutum í Sím­an­um. Engin þol­in­mæði er fyrir slíku í sam­fé­lag­inu og málið er klúð­ur.

Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og frétta­stofa RÚV greinir frá. Hann bendir á að sem fjár­mála­ráð­herra hafi hann ekki beina aðkomu að mál­inu heldur sé það í höndum Banka­sýslu rík­is­ins. Hann hafi þó skoðun á mál­inu. „Það er alveg aug­ljóst og ætti að vera mönnum ljóst, að það er engin þol­in­mæði fyrir því í íslensku sam­fé­lagi að það fái ein­hverjir að sitja að sér­kjörum þegar að menn eru að höndla með verð­mæti. Og í þessu til­viki þá er það mjög sterk upp­lifun manna að það hafi fáir útvaldir fengið að búa að sér­kjöru­m,“ segir Bjarni í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Eitt af því sem taka eigi frá hru­nár­unum sé að gæta þurfi að jafn­ræði og gagn­sæi þegar verið sé að höndla með jafn mikil verð­mæti eins og eru undir í mál­inu. „Og ég verð að lýsa ákveð­inni furðu á því að þegar að svona stór við­skipti eiga sér stað þá séu með mjög skömmu milli­bili hægt að finna kaup­endur að sama hlutn­um, eða hlut í sama félag­inu, þar sem að munar jafn miklu og á við hér, þ.e.a.s. yfir 30% munur þegar að hlut­ur­inn fer í sölu. Þannig að mér finnst þetta vera ákveðið klúður þetta mál,“ seg­ir ­Bjarni.

Auglýsing

Banka­sýslan á engin svörSím­inn var skráður á hluta­bréfa­markað í síð­ustu viku, í kjöl­far almenns útboðs Arion banka á 21 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. Áður hafði bank­inn selt fimm pró­senta hlut til stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa ann­ars vegar og vild­ar­við­skipta­vina bank­ans hins vegar á um 30 pró­sent lægra gengi en raunin varð í útboð­inu. Fram hefur komið að hóp­ur­inn sem keypti fyrst­ur, ­leiddur af Orra Hauks­syni for­stjóra Sím­ans, hafi sam­an­staðið af inn­lendum og erlendum fjár­festum auk fram­kvæmda­stjórum hjá Sím­an­um. Meðal fjár­festa í hópnum voru Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son. Þeir keyptu kjöl­festu­hlut í Högum af Arion banka fyrir skrán­ingu félags­ins á hluta­bréfa­markað í lok árs 2011.

Arion banki hefur verið gagn­rýndur fyrir hvernig staðið var að söl­unni. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, send­i ­Banka­sýslu rík­is­ins spurn­ing­ar­lista í níu liðum þar sem meðal ann­ars var spurt hvort salan hafi mögu­lega falið í sér mark­aðs­mis­notk­un. Banka­sýslan fer með 13 pró­senta hlut í Arion banka.

Banka­sýslan kom fyrir fjár­laga­nefnd í gær og sagð­ist ekki búa yfir upp­lýs­ingum til að svara spurn­ingum þing­manns­ins. Í frétt RÚV um málið segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Banka­sýsl­unni verður skoðað hvort og þá hvernig hægt sé að afla þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None