Fjármálaráðherra segir Símasöluna klúður - Bankasýslan getur ekki svarað

Bjarni-Ben.png
Auglýsing

Það er ólíðandi að fáir útvaldir búi að sérkjörum á sölu Arion banka í hlutum í Símanum. Engin þolinmæði er fyrir slíku í samfélaginu og málið er klúður.

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fréttastofa RÚV greinir frá. Hann bendir á að sem fjármálaráðherra hafi hann ekki beina aðkomu að málinu heldur sé það í höndum Bankasýslu ríkisins. Hann hafi þó skoðun á málinu. „Það er alveg augljóst og ætti að vera mönnum ljóst, að það er engin þolinmæði fyrir því í íslensku samfélagi að það fái einhverjir að sitja að sérkjörum þegar að menn eru að höndla með verðmæti. Og í þessu tilviki þá er það mjög sterk upplifun manna að það hafi fáir útvaldir fengið að búa að sérkjörum,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu RÚV.

Eitt af því sem taka eigi frá hrunárunum sé að gæta þurfi að jafnræði og gagnsæi þegar verið sé að höndla með jafn mikil verðmæti eins og eru undir í málinu. „Og ég verð að lýsa ákveðinni furðu á því að þegar að svona stór viðskipti eiga sér stað þá séu með mjög skömmu millibili hægt að finna kaupendur að sama hlutnum, eða hlut í sama félaginu, þar sem að munar jafn miklu og á við hér, þ.e.a.s. yfir 30% munur þegar að hluturinn fer í sölu. Þannig að mér finnst þetta vera ákveðið klúður þetta mál,“ segir Bjarni.

Bankasýslan á engin svör


Síminn var skráður á hlutabréfamarkað í síðustu viku, í kjölfar almenns útboðs Arion banka á 21 prósenta hlut í fyrirtækinu. Áður hafði bankinn selt fimm prósenta hlut til stjórnenda Símans og meðfjárfesta annars vegar og vildarviðskiptavina bankans hins vegar á um 30 prósent lægra gengi en raunin varð í útboðinu. Fram hefur komið að hópurinn sem keypti fyrstur, leiddur af Orra Haukssyni forstjóra Símans, hafi samanstaðið af innlendum og erlendum fjárfestum auk framkvæmdastjórum hjá Símanum. Meðal fjárfesta í hópnum voru Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Högum af Arion banka fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í lok árs 2011.

Auglýsing

Arion banki hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að sölunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendi Bankasýslu ríkisins spurningarlista í níu liðum þar sem meðal annars var spurt hvort salan hafi mögulega falið í sér markaðsmisnotkun. Bankasýslan fer með 13 prósenta hlut í Arion banka.

Bankasýslan kom fyrir fjárlaganefnd í gær og sagðist ekki búa yfir upplýsingum til að svara spurningum þingmannsins. Í frétt RÚV um málið segir að samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni verður skoðað hvort og þá hvernig hægt sé að afla þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None