Alls sóttu fjórtán einstaklingar um starf forstjóra Íbúðalánasjóðs, þrjár konur og ellefu karlar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna fyrir lok mánaðarins, að því er fram kemur í frétt RÚV.
Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
Agnar Kofoed-Hansen
Atli Freyr Sævarsson
Árni Thoroddsen
Brynjólfur Bjarnason
Drífa Jóna Sigfúsdóttir
Guðrún Eggertsdóttir
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Hermann Jónasson
Jónmundur Gunnar Guðmundsson
Marthen Elvar Veigarsson Olsen
Óskar Sigurðsson
Ragnar Þorgeirsson
Sigurður Geirsson
Þorsteinn Ólafs
Sigurður Erlingsson sagði starfi sínu lausu sem forstjóri sjóðsins í lok apríl síðastliðinn og lét samstundis af störfum. Hann gegndi starfinu frá árinu 2010. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið staðgengill forstjóra og er ein fjórtán umsækjenda.
Í tilkynningu til Kauphallar í apríl vegna forstjórabreytinga sagði að nýr forstjóri muni fá það hlutverk að leiða breytingar sem kunna að verða á starfsemi sjóðsins við breytta skipan húsnæðismála. Sjóðurinn hefur tapað tugum milljarða frá efnahagshruni og umsvif hans á fasteignalánamarkaði dregist verulega saman. Stjórnvöld hafa ekki sagt hvert framtíðarhlutverk sjóðsins verður en bæði núverandi stjórnvöld og fyrri ríkisstjórn hafa boðað breytingar á starfsemi sjóðsins.