FME þarf ekki að endurgreiða Lýsingu 22 milljónir króna

fme.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands stað­festi í gær úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, frá 23. des­em­ber, um frá­vísun á máli sem fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ing höfð­aði á hendur Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME) vegna meintrar ólög­mætrar gjald­töku.

Lýs­ing krafði FME um end­ur­greiðslu á tæpum 22 millj­ónum króna sem eft­ir­litið gerði Lýs­ingu að greiða vegna tveggja sér­fræð­inga sem skip­aðir voru í mars og apríl árið 2010 til að hafa sér­tækt eft­ir­lit með rekstri fjár­mögn­ung­ar­fyr­ir­tæk­is­ins.

Umboðs­maður Alþingis gerði athuga­semdir við gjald­tök­unaLýs­ing byggði kröfu sína á ákvæðum laga um end­ur­greiðslu oftek­inna skatta og gjalda. Þar er meðal ann­ars kveðið á um frum­kvæði stjórn­valda að slíkum end­ur­greiðsl­u­m. Í apríl 2011 kvart­að­i ­Lýs­ing undan ákvörðun FME til umboðs­manns Alþingis í apríl 2011, sem lauk skoðun sinni 27. ágúst 2013. Í nið­ur­stöðu umboðs­manns taldi hann grund­völl gjald­töku FME ófull­nægj­andi og beindi þeim til­mælum til eft­ir­lits­ins að leit­ast yrði við að rétta hlut Lýs­ing­ar.

FME krafð­ist frá­vís­unar á mál­inu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þar sem málið hefði ekki verið höfðað innan til­tek­ins máls­höfð­un­ar­frests sem kveðið er á um í lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, og í lögum um greiðslu kostn­aðar við opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi. Hér­aðs­dómur tók undir það og vís­aði mál­inu frá eins og áður seg­ir, sem Hæsti­réttur Íslands hefur nú stað­fest.

Auglýsing

Segir FME hunsa sjón­ar­mið umboðs­manns„FME kemur sér hjá því að rétta hlut Lýs­ingar eins og umboðs­maður Alþingis hafði mælst til að eft­ir­litið gerði vegna ólög­mætra gjalda af þess hálfu og þrátt fyrir ákvæði laga um frum­kvæð­is­skyldu stjórn­valda um að end­ur­greiða borg­urum og lög­að­ilum oftekin gjöld,“ segir Þór Jóns­son upp­lýs­inga­full­trúi Lýs­ingar aðspurður um við­brögð fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins við dómn­um. „Í stað þess að fá efn­is­legan dóm um mál­ið, eins og FME lýsti yfir við umboðs­mann að væri til­gang­ur­inn með því að fara með málið fyrir dóm, bar eft­ir­litið fyrir sig ­máls­höfð­un­ar­fresti. Álit umboðs­manns Alþingis stendur óhaggað eftir sem áður, gjaldið var ólög­mætt. Í til­viki Lýs­ingar er um að ræða tæp­lega 22 millj­ónir króna, en við­kom­andi stjórn­vald hefur ákveðið að hunsa sjón­ar­mið umboðs­manns.“

Þetta er annað málið sem Lýs­ing höfðar gegn FME og er vísað frá dómi þar sem lög­mætur máls­höfð­un­ar­frestur er lið­inn. Það mál snérist um ákvörðun FME þar sem Lýs­ingu var gert að til­kynna öllum við­skipta­vinum sínum með sam­bæri­lega lána­samn­inga um dóm Hæsta­réttar þar sem skil­málar lána­samn­inga Lýs­ingar voru túlk­aðir þannig að verð­trygg­ing og breyti­legir vextir væri ekki hluti af lána­samn­ingn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None