Sólmyrkvinn sést núna. Gríðarlegur fjöldi fólks er nú saman kominn víða um land, á opnum svæðum, til að sjá sólmyrkvann. Mörg hundruð manns eru við Hörpuna, meðfram Sæbraut, á Skólavörðuholti og víðar.
Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð.
Eitthvað af fólki við Hörpu #solmyrkvi #eclipse2015 pic.twitter.com/TnWnTHNPYm
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 20, 2015
Auglýsing
Myndband stjörnufræðivefsins, þar sem sólmyrkvinn er skýrður, má sjá hér meðfylgjandi, en Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, var til viðtals í þættinum ÞUKL á dögunum, í hlaðvarpi Kjarnans, þar sem fjallað var um Sólmyrkvann.
Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Fólk hefur safnast saman á Arnarhóli til að fylgjast með sólmyrkvanum.