Íbúum hefur fjölgað á öllum landssvæðum á Íslandi síðastliðin tíu ár nema á Vestfjörðum og Norðurlandri vestra, þar sem íbúum hefur fækkað um 9,5 prósent og 6 prósent. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu sveitarfélaga segir að ástæðurnar fyrir fólksfækkun á þessum svæðum séu meðal annars einsleitt atvinnulíf og lakar samgöngur.
Á sama tímabili hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 14,7 prósent og íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 28,7 prósent. Mikil fjölgun á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúabyggð á varnarstöðinni, erlendu vinnuafli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrra íbúðahúsnæðis á Suðurnesjum, að því er segir í skýrslunni.
Eftirfarandi kort er birt í skýrslunni. Það sýnir fjölda íbúa í hverjum landsluta um síðustu áramót og hlutfallslega breytingu síðustu tvö ár. Í sviga er síðan birt hlutfallsleg breyting á fjölda íbúa síðustu tíu ár.
Kort af Íslandi og fjölda íbúa í hverjum landshluta. Fengin úr skýrslu Íslandsbanka um stöðu sveitarfélaga.