Formaður BHM: Ekki slík neyð fyrir hendi sem réttlætir lagasetningu

14219032019-60ceca38f3-z.jpg
Auglýsing

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­maður Banda­lags háskóla­manna (BHM), segir enga neyð fyrir hendi sem rétt­læti laga­setn­ingu Alþingis á verk­föll aðild­ar­fé­laga banda­lags­ins. Þetta segir for­maður BHM í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Í athuga­semdum með laga­frum­varp­inu sem kvað á um frestun verk­falls­að­gerða ein­stakra aðild­ar­fé­laga BHM og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga, segir að brýnt sé að bregð­ast við til að afstýra tjóni og nei­kvæðum áhrifum á sam­fé­lag­ið. Þá hafi verk­föllin haft veru­lega nei­kvæð áhrif á almanna­hags­muni og sett verk­efni rík­is­ins í upp­nám. Í athuga­semd­unum segir enn fremur að ríkir almanna­hags­munir og/eða rétt­indi ann­arra standi einnig til þess að bund­inn verði endir á verk­föll hjá starfs­mönnum sýslu­manns og dýra­lækn­um.

Nið­ur­lægj­andi laga­setn­ingFor­maður BHM tekur ekki undir þau sjón­ar­mið að áhyggjur af ástandi sjúk­linga rétt­læti aðgerðir stjórn­valda.  „Af því að sú vá er ekki fyrir dyr­um,“ sagði Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir í sam­tali við frétta­stofu RÚV. „Þegar farið er í verk­falls­að­gerðir þá starfa und­an­þágu­nefndir og þær hafa það hlut­verk að koma í veg fyrir að neyð skap­ist og það hafa þær gert núna í nærri tíu vik­ur, bæði í heil­brigð­is­þjón­ustu og í annarri þjón­ustu eins og til dæmis þjón­ustu dýra­lækna og lög­fræð­inga, þannig að neyðin er ekki sú sem stjórn­völd eru að halda fram.“

Aðspurð um hljóðið í sínum félags­mönn­um, að vera neyddir til að snúa aftur til vinnu svar­aði for­maður BHM:  „Það er þungt hljóð í félags­mönnum BHM, þetta eru þung skref og fólk er reitt. Það hefur reynt mjög á lang­lund­ar­geð þess og laga­setn­ing sem þessi er nið­ur­lægj­andi og það er aldrei gott í sam­skiptum að nið­ur­lægja fólk.“

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er hyggst BHM ­stefna íslenska rík­inu vegna laga­setn­ing­ar­innar og hefur ráðið hæsta­rétt­ar­lög­mann­inn Ást­ráð Har­alds­son til að gæta hags­muna banda­lags­ins í mál­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None