Formaður BSRB: Stjórnvöld inn á braut sérhagsmuna og ójafnaðar

15147847972_d91ec98d27_o-1.jpg
Auglýsing

„Á síð­asta ári voru kjara­samn­ingar megin þorra launa­fólks fram­lengdir með mjög hóf­legum launa­hækk­un­um. Með þeim samn­ingi var skapað tæki­færi fyrir stjórn­völd til að byggja sam­fé­lag jafn­að­ar, þar sem hags­munir heild­ar­innar voru settir í for­grunn. En í stað þess að nýta þetta ein­staka tæki­færi og leggj­ast á eitt með launa­fólki, með því að vinna að bættum hag almenn­ings, héldu stjórn­völd inn á braut sér­hags­muna og ójafn­að­ar.“ Þetta sagði Elín Björg Jóns­dótt­ir, for­maður BSRB í ræðu sinni á Akur­eyri í dag, í til­efni af alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­fólks. „Við stöndum frammi fyrir alvar­leg­ustu deilum á vinnu­mark­aði í árarað­ir.“

Í ræðu sinni sagði for­maður BSRB að laun afmark­aðra hópa hafi hækkað langt umfram það sem fjöl­menn­ustu og lægst laun­uð­ustu hóp­arnir hafi samið um, ásamt því að ráð­ist var í nið­ur­skurð­ar­að­gerðir á flestum sviðum opin­berrar þjón­ustu og skatta­hækk­anir á mat­væli. Með aðgerðum sínum í þágu hinna fáu efna­meiri hafi stjórn­völd og atvinnu­rek­endur hafnað því að vinna sam­eig­in­lega á grunni stöð­ug­leika og sam­stöðu.

Leið­rétt­ingin bara fyrir afmark­aðan hópÞá gerði Elín Björg ný­leg ummæli Bjarna Bene­dikts­son­ar, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, að umfjöll­un­ar­efni í ræðu sinni. „Fjár­mála­ráð­herra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í því að jafna kjör fólks. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa lækkað auð­linda­gjöld á útgerð­ir, lagt af auð­legð­ar­skatt á þá efna­mestu og boðað að til standi að afnema orku­skatt á stór­iðj­una sem mun spara álfyr­ir­tækj­unum rúman einn og hálfan millj­arð árlega í greiðslur til sam­fé­lags­ins. Ofan á allt hefur mat­ar­skattur á almenn­ing verið hækk­aður veru­lega og 80 millj­arðar af opin­beru fé fóru til leið­rétt­ingar hús­næð­is­lána afmark­aðs hóps. Í þeirri aðgerð voru stórir hópar skildir eftir og fengu enga leið­rétt­ingu sinna mála þótt aðgerðin ætti að heita almenn.“

Þá kall­aði for­maður BSRB eftir áfram­hald­andi sam­taka­mætti verka­lýðs­fé­lag­anna. „Sam­staðan er það afl sem getur breytt sam­fé­lagi til hins betra. Okkur tókst það fyrr á tím­um, og okkur tekst það í fram­tíð­inni. Saman getum við reist betra sam­fé­lag, rétt­lát­ara sam­fé­lag.“

Auglýsing

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None