Forsætisráðherra gagnrýnir skipulagsmál borgarinnar

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

„Það er slá­andi að sjá þróun skipu­lags­mála og fram­kvæmda í mið­borg Reykja­víkur þessa dag­ana. Lík­lega hefur gamli bær­inn í Reykja­vík ekki staðið frammi fyrir jafn­mik­illi ógn og nú frá því fyrir deil­una um Bern­höft­s­torf­una fyrir hátt í hálfri öld.“

Með þessum orðum hefst pist­ill for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, á heima­síðu hans. Í pistl­inum fjallar hann um skipu­lags­mál í Reykja­vík­ur­borg í máli og mynd­um, og segir þró­un­ina ugg­væn­lega.

Sig­mundur Dav­íð beinir sjónum meðal ann­ar­s að Iðn­að­ar­banka­hús­inu og ­segir hann það vera tákn um hug­ar­farið sem ríki í skipu­lags­málum á fyrstu ára­tug­unum eftir seinni heims­styrj­öld, þar sem skort hafi á virð­ingu fyrir sögu­legri byggð og sígildum arki­tektúr. Hús­ið hefði hentað ágæt­lega sem skrif­stofu­bygg­ing við Ármúla en húsið geri lítið til að styrkja heild­ar­mynd gamla mið­bæj­ar­ins.

Auglýsing

„Fyrir fáeinum árum var svo skipu­lagi reits­ins breytt svo að hægt yrði að fjar­lægja Iðn­að­ar­banka­húsið og reisa í stað­inn nýbygg­ingar sem féllu betur að umhverf­inu eða væru jafn­vel til þess fallnar að styrkja það. Til þess að stuðla að slíkri fram­kvæmd var bygg­ing­ar­magn reits­ins tvö­fald­að, hvorki meira né minna, og leyft nið­ur­rif gömlu brjóst­syk­ur­s­verk­smiðj­unnar sem átti að fá að standa sam­kvæmt gamla skipu­lag­inu. Með því varð bygg­ing­ar­magn reits­ins meira en æski­legt hefði verið en það var talið þol­an­legt svo hægt yrði að losna við banka­kass­ann,“ segir í grein­inni.

„Ég og fleiri vorum reyndar þeirrar skoð­unar að það gæfi auga­leið að byggja fal­legt turn­hús sem færi vel við hlið Iðn­að­ar­manna­húss­ins (turn­húss­ins á horn­in­u). T.d. mætti end­ur­reisa Hótel Ísland eða Upp­sali á lóð­inni eða byggja fal­legt stein­hús sem félli vel að öllum nálægum bygg­ing­um.“ Annað hafi komi á dag­inn þegar teikn­ingar birt­ust af áform­aðri nýbygg­ingu. Þær sýndu „þá ugg­væn­legu þróun sem orðið hefur í skipu­lags­málum borg­ar­innar á síð­ustu miss­erum“.

Þá gagn­rýnir for­sæt­is­ráð­herra einnig bygg­ing­ar­á­form við hinn enda Lækj­ar­göt­unnar og segir að gríð­ar­stór skrif­stofu- og versl­un­ar­hús muni gína yfir gamla bænum og leysa Esj­una af sem bak­grunnur mið­borg­ar­inn­ar.

Hagur í því að láta hús drabb­ast niður



„Allt það versta við skipu­lags­nálgun eft­ir­stríðs­ár­anna skýtur nú upp koll­inum á ný. Eitt af því er sá nei­kvæði hvati sem skipu­lagið og fram­kvæmd þess fela í sér. Skila­boðin eru þessi: Eig­endur gam­alla húsa sem fjár­festa í hús­unum sínum og gera þau fal­lega upp með ærnum til­kostn­aði, fá ekk­ert fyrir það. En eig­endur húsa sem láta þau drabb­ast niður og eyði­leggj­ast geta vænst þess að fá leyfi til að rífa þau og byggja ný og stærri hús í stað­inn. Því stærra sem húsið er, og því ódýr­ara, þeim mun meiri verður hagn­að­ur­inn. Þess vegna eru kríaðir út eins margir fer­metrar og mögu­legt er og þar sem fæst leyfi fyrir nýbygg­ingum er iðu­lega öll lóðin grafin út og stundum jafn­vel grafið undan garði nágrann­ans (eins og dæmi eru um). Svo er byggt alveg að lóð­ar­mörk­un­um,“ segir í pistl­inum og birtar eru myndir af ónýtum húsum í miðbæ Reykja­vík­ur.

„Af­leið­ingin er sú að sá sem fjár­festi í að fegra húsið sitt ber ekki aðeins kostn­að­inn á meðan nágrann­inn hagn­ast á að rífa sitt hús, hann lendir auk þess í að umhverf­is­gæði hans eru skert og verð­mæti eign­ar­innar rýrn­ar. Honum er með öðrum orðum refs­að. Þetta er ákaf­lega hættu­legt hvata­kerfi sem hefur leikið margar borgir grátt og setur mark sitt á mið­borg Reykja­víkur þessa dag­ana.“

Sér­staða í hin­u ­sögu­lega



„Við munum að sjálf­sögðu áfram byggja hús sam­kvæmt tísku hvers tíma, hér eins og ann­ars stað­ar, en það eru ekki þau sem gera okkur sér­stök. Þau koma okkur ekki á kort­ið. Það gerir byggðin sem er sér­stæð og öðru­vísi en ann­ars stað­ar. Enda leggja menn víða mikið upp úr því að passa upp á menn­ing­ar­arf­inn, það sem gerir staði sér­staka,“ segir Sig­mundur Davíð sem telur sér­stöðu Reykja­víkur liggja í hinu sögu­lega.

„Við Íslend­ingar eigum lægsta hlut­fall allra Evr­ópu­þjóða af sögu­legri byggð. Auk þess erum við ein fámenn­asta þjóð Evr­ópu svo að við eigum ekki mikið af sér­stæðum bygg­ingum í sam­an­burði við önnur lönd. Það er því sorg­leg stað­reynd að við höfum lengst af staðið nágranna­þjóð­unum að baki hvað varðar vernd sögu­legrar byggð­ar.

Sér­kenni Reykja­víkur eru lítil hús, oft báru­járns­klædd, og rýmið milli hús­anna. Þ.e. auk hús­anna sjálfra eru það bak­garð­arnir og það hvernig húsum er raðað á milli gatna sem gefa gamla bænum í Reykja­vík sinn sér­staka og aðlað­andi blæ. En þessu er nú mark­visst verið að eyða. Það er eins og að hvar sem finnst bil milli húsa vilji menn fylla í það og auka nýt­ing­ar­hlut­fall­ið. Byggja alveg út að lóð­ar­mörkum og sem mest upp í loft þ.a. ef allir gerðu slíkt hið sama myndi byggðin sam­an­standa af sam­felldum steypuklumpum sem næðu frá einni götu til ann­arr­ar.“

Sig­mundur Davíð segir það vera hlut­verk borg­ar­yf­ir­valda að leggja lín­urnar í skipu­lags­málum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki nei­kvæða, ýti undir fegrun umhverf­is­ins og vernd menn­ing­ar­arfs­ins. Yfir­völd þurfi að gæta jafn­ræðis og umfram allt forð­ast að menn séu verð­laun­aðir fyrir að ganga á umhverf­is­gæði nágrann­ans en refsað fyrir að leggja til umhverf­is­ins.

„Ef borg­ar­yf­ir­völd van­rækja það hlut­verk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjár­mála­eft­ir­litið á að passa upp á að menn fari ekki út af spor­inu á fjár­mála­mark­aði og heil­brigð­is­eft­ir­lit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættu­leg,“ segir í lok pistils­ins.

Grein for­sæt­is­ráð­herra í heild má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None