Forsætisráðherra gagnrýnir skipulagsmál borgarinnar

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

„Það er slá­andi að sjá þróun skipu­lags­mála og fram­kvæmda í mið­borg Reykja­víkur þessa dag­ana. Lík­lega hefur gamli bær­inn í Reykja­vík ekki staðið frammi fyrir jafn­mik­illi ógn og nú frá því fyrir deil­una um Bern­höft­s­torf­una fyrir hátt í hálfri öld.“

Með þessum orðum hefst pist­ill for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, á heima­síðu hans. Í pistl­inum fjallar hann um skipu­lags­mál í Reykja­vík­ur­borg í máli og mynd­um, og segir þró­un­ina ugg­væn­lega.

Sig­mundur Dav­íð beinir sjónum meðal ann­ar­s að Iðn­að­ar­banka­hús­inu og ­segir hann það vera tákn um hug­ar­farið sem ríki í skipu­lags­málum á fyrstu ára­tug­unum eftir seinni heims­styrj­öld, þar sem skort hafi á virð­ingu fyrir sögu­legri byggð og sígildum arki­tektúr. Hús­ið hefði hentað ágæt­lega sem skrif­stofu­bygg­ing við Ármúla en húsið geri lítið til að styrkja heild­ar­mynd gamla mið­bæj­ar­ins.

Auglýsing

„Fyrir fáeinum árum var svo skipu­lagi reits­ins breytt svo að hægt yrði að fjar­lægja Iðn­að­ar­banka­húsið og reisa í stað­inn nýbygg­ingar sem féllu betur að umhverf­inu eða væru jafn­vel til þess fallnar að styrkja það. Til þess að stuðla að slíkri fram­kvæmd var bygg­ing­ar­magn reits­ins tvö­fald­að, hvorki meira né minna, og leyft nið­ur­rif gömlu brjóst­syk­ur­s­verk­smiðj­unnar sem átti að fá að standa sam­kvæmt gamla skipu­lag­inu. Með því varð bygg­ing­ar­magn reits­ins meira en æski­legt hefði verið en það var talið þol­an­legt svo hægt yrði að losna við banka­kass­ann,“ segir í grein­inni.

„Ég og fleiri vorum reyndar þeirrar skoð­unar að það gæfi auga­leið að byggja fal­legt turn­hús sem færi vel við hlið Iðn­að­ar­manna­húss­ins (turn­húss­ins á horn­in­u). T.d. mætti end­ur­reisa Hótel Ísland eða Upp­sali á lóð­inni eða byggja fal­legt stein­hús sem félli vel að öllum nálægum bygg­ing­um.“ Annað hafi komi á dag­inn þegar teikn­ingar birt­ust af áform­aðri nýbygg­ingu. Þær sýndu „þá ugg­væn­legu þróun sem orðið hefur í skipu­lags­málum borg­ar­innar á síð­ustu miss­erum“.

Þá gagn­rýnir for­sæt­is­ráð­herra einnig bygg­ing­ar­á­form við hinn enda Lækj­ar­göt­unnar og segir að gríð­ar­stór skrif­stofu- og versl­un­ar­hús muni gína yfir gamla bænum og leysa Esj­una af sem bak­grunnur mið­borg­ar­inn­ar.

Hagur í því að láta hús drabb­ast niður„Allt það versta við skipu­lags­nálgun eft­ir­stríðs­ár­anna skýtur nú upp koll­inum á ný. Eitt af því er sá nei­kvæði hvati sem skipu­lagið og fram­kvæmd þess fela í sér. Skila­boðin eru þessi: Eig­endur gam­alla húsa sem fjár­festa í hús­unum sínum og gera þau fal­lega upp með ærnum til­kostn­aði, fá ekk­ert fyrir það. En eig­endur húsa sem láta þau drabb­ast niður og eyði­leggj­ast geta vænst þess að fá leyfi til að rífa þau og byggja ný og stærri hús í stað­inn. Því stærra sem húsið er, og því ódýr­ara, þeim mun meiri verður hagn­að­ur­inn. Þess vegna eru kríaðir út eins margir fer­metrar og mögu­legt er og þar sem fæst leyfi fyrir nýbygg­ingum er iðu­lega öll lóðin grafin út og stundum jafn­vel grafið undan garði nágrann­ans (eins og dæmi eru um). Svo er byggt alveg að lóð­ar­mörk­un­um,“ segir í pistl­inum og birtar eru myndir af ónýtum húsum í miðbæ Reykja­vík­ur.

„Af­leið­ingin er sú að sá sem fjár­festi í að fegra húsið sitt ber ekki aðeins kostn­að­inn á meðan nágrann­inn hagn­ast á að rífa sitt hús, hann lendir auk þess í að umhverf­is­gæði hans eru skert og verð­mæti eign­ar­innar rýrn­ar. Honum er með öðrum orðum refs­að. Þetta er ákaf­lega hættu­legt hvata­kerfi sem hefur leikið margar borgir grátt og setur mark sitt á mið­borg Reykja­víkur þessa dag­ana.“

Sér­staða í hin­u ­sögu­lega„Við munum að sjálf­sögðu áfram byggja hús sam­kvæmt tísku hvers tíma, hér eins og ann­ars stað­ar, en það eru ekki þau sem gera okkur sér­stök. Þau koma okkur ekki á kort­ið. Það gerir byggðin sem er sér­stæð og öðru­vísi en ann­ars stað­ar. Enda leggja menn víða mikið upp úr því að passa upp á menn­ing­ar­arf­inn, það sem gerir staði sér­staka,“ segir Sig­mundur Davíð sem telur sér­stöðu Reykja­víkur liggja í hinu sögu­lega.

„Við Íslend­ingar eigum lægsta hlut­fall allra Evr­ópu­þjóða af sögu­legri byggð. Auk þess erum við ein fámenn­asta þjóð Evr­ópu svo að við eigum ekki mikið af sér­stæðum bygg­ingum í sam­an­burði við önnur lönd. Það er því sorg­leg stað­reynd að við höfum lengst af staðið nágranna­þjóð­unum að baki hvað varðar vernd sögu­legrar byggð­ar.

Sér­kenni Reykja­víkur eru lítil hús, oft báru­járns­klædd, og rýmið milli hús­anna. Þ.e. auk hús­anna sjálfra eru það bak­garð­arnir og það hvernig húsum er raðað á milli gatna sem gefa gamla bænum í Reykja­vík sinn sér­staka og aðlað­andi blæ. En þessu er nú mark­visst verið að eyða. Það er eins og að hvar sem finnst bil milli húsa vilji menn fylla í það og auka nýt­ing­ar­hlut­fall­ið. Byggja alveg út að lóð­ar­mörkum og sem mest upp í loft þ.a. ef allir gerðu slíkt hið sama myndi byggðin sam­an­standa af sam­felldum steypuklumpum sem næðu frá einni götu til ann­arr­ar.“

Sig­mundur Davíð segir það vera hlut­verk borg­ar­yf­ir­valda að leggja lín­urnar í skipu­lags­málum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki nei­kvæða, ýti undir fegrun umhverf­is­ins og vernd menn­ing­ar­arfs­ins. Yfir­völd þurfi að gæta jafn­ræðis og umfram allt forð­ast að menn séu verð­laun­aðir fyrir að ganga á umhverf­is­gæði nágrann­ans en refsað fyrir að leggja til umhverf­is­ins.

„Ef borg­ar­yf­ir­völd van­rækja það hlut­verk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjár­mála­eft­ir­litið á að passa upp á að menn fari ekki út af spor­inu á fjár­mála­mark­aði og heil­brigð­is­eft­ir­lit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættu­leg,“ segir í lok pistils­ins.

Grein for­sæt­is­ráð­herra í heild má lesa hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None