„Forsætisráðuneytið er eitthvað að misskilja“

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

„Við ákváðum að hafa sam­band við æðstu menn Íslands eftir að við heyrðum af áformum um að lagn­ingu sæstrengs til Íslands frá Amer­íku, og svo var líka ein­hver stemmn­ing í kringum Apple varð­andi þessi gagna­ver, þannig að við sendum erindi þar sem við buðum fram aðstoð ykkar til að koma á fundi milli íslenskra stjórn­valda og Apple ef áhugi væri fyrir hendi í þessum efn­um.“ Þetta segir Bjarni Áka­son fram­kvæmda­stjóri Epli, sem er umboðs­að­ili tækniris­ans Apple á Íslandi, í sam­tali við Kjarn­ann.

Í yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vegna frétta um að for­svars­menn Eplis hafi haft sam­band við ráðu­neytið og emb­ætti for­seta Íslands í mars­mán­uði síð­ast­liðnum vegna hugs­an­legra gagna­vera Apple á Íslandi seg­ir: „ Í mars 2014 sendi fyr­ir­tækið Skakki­turn ehf. tölvu­póst til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem óskað var eftir aðstoð for­sæt­is­ráð­herra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc.  í Banda­ríkj­un­um. Skakki­turn ehf. er við­ur­kenndur sölu­að­ili hér á landi á tölvu­bún­aði frá Apple og rekur versl­anir undir heit­inu Epli.

Þá segir í yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að starfs­maður Skakkaturns ehf. hafi óskað eftir aðstoð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar við að koma á fundi milli ráða­manna Apple og Skakkaturns. „Í tölvu­póst­inum kom fram að for­svars­menn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sam­bandi við fólk í höf­uð­stöðvum App­le, sem væri reiðu­búið að koma á fundi ef for­sæt­is­ráð­herra hugn­að­ist að heim­sækja  höf­uð­stöðvar Apple í Kali­forn­íu.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra sinnir árlega fjölda erinda frá inn­lendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjár­fest­ingum og atvinnu­upp­bygg­ingu hér á land­i.  Ekki hefur hins vegar tíðkast að for­sæt­is­ráð­herra ferð­ist sér­stak­lega milli landa til að koma á fundum milli ein­stakra fyr­ir­tækja og því taldi ráðu­neytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfs­manns Skakkaturns ehf.

Ráðu­neytið harmar að tölvu­póst­inum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“

Til­kynn­ing ráðu­neyt­is­ins byggð á mis­skiln­ingi



„For­sæt­is­ráðu­neytið hefur eitt­hvað mis­skilið erindið okkar miðað við yfir­lýs­ingu þess í dag. Við áttum engra hags­muna að gæta í þessu máli. Við erum ekk­ert í þessum bransa heldur seljum bara tölv­ur, en við erum óneit­an­lega með sam­bönd við Apple. Við vildum bara kanna hvort það væri áhugi fyrir hendi hjá íslenskum stjórn­völdum að kom­ast í sam­band við Apple í tengslum við gagna­ver. Apple var hvorki þá né nokkurn tím­ann síðar inn í þessu máli. Við sendum bara þetta bréf, og svo þegar við fengum ekk­ert svar, þá vorum við ekk­ert að pæla í þessu meira. Svo sáum við bara um dag­inn að Dan­mörk hefði unnið lottó­ið,“ segir fram­kvæmda­stjóri Epli.

Bjarni segir að Epli hafi hvorki sent Íslands­stofu sam­hljóða erindi né ítrek­anir á for­sæt­is­ráðu­neytið og emb­ætti for­seta Íslands til að ýta á eftir svör­um. „Sko, það verður hver að velja sér það sem hann hefur áhuga á. En mér hefði fund­ist allt í lagi ef menn hefðu send okkur tölvu­póst og þakkað okkur fyrir frum­kvæð­ið, jafn­vel bara til að segja sama og þeg­ið.“

Bjarni vildi ekki afhenda Kjarn­anum umrætt erindi þegar eftir því var leit­að.

Erindið sem for­svars­menn Skakkaturns sendu á for­sæt­is­ráðu­neytið í mars (Sam­kvæmt frétt í tíu­fréttum RÚV í gær­kvöld­i).



Upp­fært klukkan 16:34. Í erindið sem frétta­stofa RÚV birti í gær­kvöldi vant­aði eina máls­grein, sem hefur nú verið sett á sinn stað. Kjarn­inn fékk sent erindi Eplis frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Umrædd máls­grein er feit­letruð í text­an­um.

Góðan dag, 

Núna vinnur fyr­ir­tækið Emer­ald Networks að lagn­ingu sæstrengs sem mun sjá um gagna­flutn­ing á milli Banda­ríkj­anna við Evr­ópu með við­komu hér á landi. Sæstreng­ur­inn sem ber heitið Emer­ald Express mun verða afkasta­mesta og hrað­asta teng­ingin á milli N-Am­er­íku og Evr­ópu fyrir gagna­flutn­ing.

Þar með öðl­ast Ísland algjöra sér­stöðu varð­andi stað­setn­ingu fyrir gagna­ver og ekki síst vegna þeirrar grænu orku og fram­boði hennar sem er í boði hér­lend­is. 

Stór­fyr­ir­tæki í tölvu- og tækni­geir­anum eru að horfa hingað til lands í auknum mæli í leit að væn­legum kostum fyrir stækk­andi gagna­þörf.

Apple Inc. er annt um að vera fyr­ir­tæki sem setur umhverfið í for­gang og leggur sig fram við að finna umhverf­is­væn­ari leiðir í rekstri. Ísland er því full­komin sam­starfs­að­ili fyrir stofnun á gagna­verum með umhverf­is­væna orku­gjafa.

Um nokk­urt skeið höfum við verið að benda for­svars­mönnum Apple á kosti þess að skoða ísland sem væn­legan kost fyrir gagna­ver en einn helsti ókostu­inn hefur alltaf verið skortur á sæstreng til N-Am­er­íku. Nú er orðið ljóst að sú hindrun verður ekki til staðar mikið lengur og höfum við því kom­ist lengra með þessar við­ræð­ur.

Okkur langar að leita til for­sæt­is­ráð­herra eftir aðstoð við að koma á fundi við ráða­menn Apple í Banda­ríkj­unum til að vekja áhuga þeirra á að reisa gagna­ver á Íslandi. Við erum í  sam­bandi við fólk í höf­uð­stöðvum Apple sem er reiðu­búið til að koma á fundi ef hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra hugn­ast að heim­sækja höf­uð­stöðv­arnar í Cupertino í Kali­forn­íu.

Það er aug­ljóst að stóru tæknirisarnir munu koma til með að reisa gagna­ver á Íslandi og þar með auka það for­skot sem Ísland hefur nú þegar öðl­ast með fram­úr­skar­andi mannauði og þekk­ingu á þessu sviði.

Hugs­an­lega getur þessi fundur átt sam­leið með öðrum erindum for­sæt­is­ráð­herra til Banda­ríkj­anna. Einnig væri upp­lagt að taka til umræðu á slíkum fundi mik­il­vægi þjóð­tung­unn­ar í tækni­ver­öld­inni fyrir smá­þjóðir á borð við Ísland, sér­stöðu lands­ins sem til­rauna­mark­aðs sem og gríð­ar­lega grósku í hug­bún­að­ar­þró­un.

Með von um góðar við­tök­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None