Forseti lagadeildar HR: Það skiptir máli að konur sjáist taka ákvarðanir á æðstu stöðum

Ragnhildur_Helgadottir_TimaritHR2015.jpg
Auglýsing

"Það er afar mik­il­vægt að konur jafnt sem karl­ar, sem þurfa að leita til dóm­stóla til að fá úrlausn mála sem skipta þau miklu, geti speglað sig í rétt­in­um. Það er mik­il­vægt að ungir og gaml­ir, með mis­mun­andi lífs­reynslu og mis­mun­andi hæfi­leika til að sjá það sem fólk á sam­eig­in­legt, geti haft traust á rétt­in­um. Og rétt eins og í til­felli Alþing­is, skiptir máli að það sjá­ist að konur jafnt sem karlar taki ákvarð­anir á æðstu stöð­u­m." Þetta segir Ragn­hildur Helga­dótt­ur, for­seta laga­deildar Háskól­ans í Reykja­vík (HR), í grein sem kemur út í tíma­riti HR í októ­ber.

Í kjöl­far nið­ur­stöðu dóm­nefndar um skipað nýs hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem telur Karl Axels­son hæsta­rétt­ar­lög­mann hæf­ari til setu í Hæsta­rétti en Davíð Þór Björg­vins­son og Ing­veldi Ein­ars­dótt­ur, þó menntun þeirra og reynsla af dóm­ara­störfum sé mun meiri, var greinin birt í dag.

Dóm­nefndin sem taldi Karl hæf­astan var skipuð fimm körl­um. Sem stendur er ein kona á meðal þeirra tíu hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem skip­aðir eru.

Auglýsing

Afar mik­il­vægt að geta speglað sig í rétt­inumRagn­hildur bendir á í grein sinni að flestum finnst skipta máli að á Alþingi sitji mis­jafnt fólk með mis­jafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynj­um, með mis­mun­andi menntun og lífs­reynslu. Og að lang­flestir séu þeirrar skoð­unar að kyn sé meðal þeirra þátta sem móta lífs­reynslu fólks.

Hlut­verk dóm­stóla sé vissu­lega ger­ó­líkt hlut­verki Alþing­is. Þeir móti almennt ekki stefnu heldur leysi end­an­lega úr þeim málum sem til þeirra er vís­að. Rök um tákn­rænt mik­il­vægi bland­aðs hóps og rökin um speglun eiga samt sem áður­ við um dóm­stól­ana rétt eins og um Alþingi. "Það er afar mik­il­vægt að konur jafnt sem karl­ar, sem þurfa að leita til dóm­stóla til að fá úrlausn mála sem skipta þau miklu, geti speglað sig í rétt­in­um. Það er mik­il­vægt að ungir og gaml­ir, með mis­mun­andi lífs­reynslu og mis­mun­andi hæfi­leika til að sjá það sem fólk á sam­eig­in­legt, geti haft traust á rétt­in­um. Og rétt eins og í til­felli Alþing­is, skiptir máli að það sjá­ist að konur jafnt sem karlar taki ákvarð­anir á æðstu stöð­um.

Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mis­mun­andi hlut­verka Alþingis ann­ars vegar og dóm­stóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum mark­visst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlut­fall kvenna í Hæsta­rétti.

Rétt eins og í til­viki Alþingis felst ekki í þeirri sjálf­sögðu kröfu, að í Hæsta­rétti sitji sóma­sam­legt hlut­fall bæði kvenna og karla, nein krafa um að slakað sé á hæfn­is- eða gæða­kröf­um. Þvert á móti má halda því fram að það sé einmitt til þess að búa til betri Hæsta­rétt, sem skilar betri nið­ur­stöðum og nýtur meira trausts, að horft sé til per­sónu­legra eig­in­leika eins og kyns, rétt eins og þess hvort fólk hefur t.a.m. samið fleiri eða færri laga­frum­vörp."

Hægt er að lesa grein Ragn­hildar í heild sinn hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None