Forstjóri Haga segir formann bænda stunda ríkisstyrktan rógburð og vera talsmann kerfis

hagar.jpg
Auglýsing
Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, segir Sigu­geir Sindra Sig­ur­geirs­son, for­mann Bænda­sam­taka Íslands, hafi hætt að vera tals­maður bænda í deilu þeirra vegna hækk­unar á mjólk­ur­vörum og þess í stað gerst tals­maður þess kerfis sem bænd­urnir starfi inn­an. Finnur segir að hækk­unin hafi að mjög litlu leyti runnið til bænda og að neyt­endum hafi verið gert að greiða hærra verð sem fari ekki til bænda. "Ætla mætti að ég og for­maður bænda ættum sam­leið í þessu máli. Svo var ekki. Ég kom við við­kvæman blett. Svo við­kvæman að for­maður bænda­sam­tak­anna hætti að vera tals­maður bænda. Bændur voru skildir eftir útundan og kerfið varið á kostnað bænda og heim­ila."Finnur hafnar allri þeirri gagn­rýni sem Sig­ur­geir hefur sett fram á Haga í rit­deilu þeirra und­an­farna daga og bendir á að Bænda­sam­tökin fái 500 millj­ónir króna á ári frá rík­inu, sem sé meira en allir stjórn­mála­flokkar sam­an­lagt. Því sé um rík­is­styrktan róg­burð að ræða hjá for­manni Bænda­sam­taka Íslands.
Þetta kemur fram í grein sem Finnur skrifar í Frétta­blaðið í dag.


Sagði Finn ekki geta kallað sig tals­mann neyt­endaÁstæður deilna þeirra Finns og Sig­ur­geirs er ákvörðun verð­lags­nefndar búvöru að hækka verð á mjólk­ur­vör­um. Hækk­unin rennur að mestu til afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, ekki bænd­anna sjálfra. Sér­stak­lega hefur mikil hækkun á smjöri, sem hækk­aði um 11,6 pró­sent, verið gagn­rýnd en Finnur hefur sagt hana óskilj­an­lega, van­hugs­aða og óábyrga. Hún sé rúm­lega þre­föld hækkun á vísi­tölu neyslu­verðs og mun hækk­unin því valda verð­bólgu. Það muni leiða til þess að neyt­endur borgi mun hærra verð fyrir smjör auk þess sem verð­tryggð lán heim­ila hækka. Finnur skor­aði á stjórn­völd að end­ur­skoða ákvörð­un­ina um hækk­un­ina.
Greinin sem Finnur skrif­aði í dag ber yfir­skrift­ina "Kerfið mik­il­væg­ara en bænd­ur?". Þar svarar Finnur grein sem Sig­ur­geir skrif­aði í Frétta­blaðið á fimmtu­dag. Í grein sinni benti Sig­ur­geir á að Hagar hafi hagn­ast um 3,8 millj­arða króna á síð­asta rekstr­ar­ári og því hafi fyr­ir­tækið svig­rúm til þess að setja hækkun á mjólk­ur­vörum ekki út í verð­lag­ið. Sig­ur­geir sagði Finn einnig mega að spyrja sig að því „hvers vegna smjör hækk­aði um 5,8% í smá­sölu frá því í októ­ber 2013 og fram í júlí á þessu ári, en þá var engin hækkun á heild­sölu­verð­in­u[…]Hann er því fyr­ir­fram búinn að rukka fyrir helm­ing­inn af þeirri 11,6% hækkun sem verður 1. ágúst.“
Finnur geti því ekki kallað sig tals­mann neyt­enda.


Segir að álagn­ing Hafa hafi lækkaðFinnur rekur að land­bún­að­ar­ráð­herra hafi ekki svarað áskorun sinni. "For­ystu­menn bænda veitt­ust hins vegar að mér og Hög­um. For­mað­ur­inn fremstur í flokki og gerir álagn­ingu versl­un­ar­innar að umtals­efni. Hann gefur í skyn að versl­anir hafi hækkað álagn­ingu. Hagar eru skráðir í Kaup­höll­ina og er skylt að birta álagn­ingu sína opin­ber­lega. Álagn­ing félags­ins hefur lækk­að. Nýj­ustu tölur stað­festa að félag­ið hefur skilað öllum skatta­breyt­ingum og styrk­ingu krón­unnar að fullu til sinna við­skipta­vina. For­mað­ur­inn vitnar í skýrslur sem hann segir m.a. "stað­festa að þegar kemur að álagn­ingu og hækk­unum til neyt­enda er versl­unin mjög gróf". Þessi sví­virði­lega aðdróttun á sér hvergi sama­stað og er ósönn. Engin skýrsla stað­festir að þetta eigi við um Haga."

Hann segir einnig að ástæða þess að álagn­ing á smjöri hafi hækkað hjá versl­un­unum frá árinu 2013 liggja hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni (MS), ekki versl­un­un­um. "For­mað­ur­inn nefndi ekki að til árs­ins 2013 bauð MS árlega 75 tonn af smjöri á 20% afslætti til neyt­enda, 8% af heild­ar­sölu smjörs. Í stað þess að segja ósatt og ásaka versl­un­ina væri rétt að skoða heima­hag­ana. Með því að hætta til­boðum hækk­aði heild­sölu­á­lagn­ing á smjöri á umræddu tíma­bili umtals­vert."

Auglýsing

Rík­is­styrktur róg­burðurAð lokum beinir Finnur sjónum sínum að land­bún­að­ar­kerf­inu, sem hann segir að kosti neyt­endur 16 til 18 millj­arða króna á ári. Hann segir bændur bera lítið út býtum í kerf­inu, neyt­endur greiði hátt verð vegna þess og að kostn­aður rík­is­sjóðs sé umtals­verð­ur. Breyt­ingar myndu því bæta bæði hag bænda og neyt­enda. "Sér­hags­muna­sam­tök for­manns­ins fá 500 millj­ónir á ári af fjár­lögum í hags­muna­bar­áttu. Hærri upp­hæð en sam­an­lagðir árlegir rík­is­styrkir til allra stjórn­mála­flokka. Sindri vill ekki að ég tali fyrir neyt­end­ur. Ég mun tala máli við­skipta­vina okk­ar. Rík­is­styrktur róg­burður mun ekki breyta því og áskorun mín til stjórn­valda stend­ur."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None