Forstjóri Landsvirkjunar: Sæstrengur mjög áhugaverður kostur

1.BritNed.cable-.jpg
Auglýsing

„Sæ­strengur er mögu­lega mjög áhuga­verður við­skipta­vinur fyrir fyr­ir­tæk­ið. Fyrir liggur að í boði gæti verið umtals­vert hærra orku­verð en nemur með­al­verði Lands­virkj­un­ar, þannig að um er að tefla mikla fjár­hags­lega hags­muni fyrir fyr­ir­tækið og þjóð­ina alla. Með teng­ingu við aðra mark­aði gæf­ist okkur kostur á að nýta þá umframorku sem óhjá­kvæmi­lega er til staðar í lok­uðu raf­orku­kerf­i,“ skrifar Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Þá skrifar Hörður um hvernig eft­ir­spurn eftir end­ur­nýj­an­legri orku hefur auk­ist jafnt og stöðugt, ekki síst eftir að Banda­ríkja­menn og Evr­ópu­sam­bandið hófu að leggja áherslu á að auka hlut end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­fram­leiðsl­unni. Þá hafi eft­ir­spurnin sömu­leiðis auk­ist þar sem orku­ör­yggi sé víða í hættu, til að mynda á Bret­landi, en Bretar hafa lýst yfir ein­dregnum vilja til að kaupa raf­orku af Lands­virkjun í gegnum raf­orku­sæ­streng sem lagður yrði á milli þjóð­anna.

„Bretar hafa mik­inn áhuga á því að gera lang­tíma samn­inga um orku­kaup og breska rík­is­stjórnin hefur þegar gert samn­inga við fjöl­marga aðila sem tryggja ákveðið auka­gjald fyrir afhend­ingar­ör­yggi. Þeir líta svo á að um þjóðar­ör­yggi sé að tefla.“

Auglýsing

Ýmsum spurn­ingum ósvaraðÞá segir Hörður að við mat á kostum og göllum sæstrengs sé nær­tæk­ast að líta til reynslu Norð­manna, sem hafi góða reynslu af teng­ingu við Hol­land í gegnum lengsta sæstreng í heimi, NorNed-­streng­inn, en Norð­menn hafa nú þrjá nýja sæstrengi á teikni­borð­inu.

„Vissu­lega er ýmsum spurn­ingum ósvarað þegar litið er til heild­ar­á­hrifa þess­arar fram­kvæmd­ar. Til að mynda þarf að tryggja leiðir til að raf­orku­verð til heim­ila hækki ekki umtals­vert og um leið þarf að búa svo um hnút­ana að sam­keppn­isum­hverfi iðn­aðar á Íslandi sé trygg­t.“

For­stjóri Lands­virkj­unar seg­ir að í lagn­ingu sæstrengs til Bret­lands myndi sömu­leiðis fel­ast aukið orku­ör­yggi fyrir Íslands, því hægt sé að flytja raf­orku í báðar átt­ir. „Við Íslend­ingar búum að mínu mati ekki við full­nægj­andi orku- öryggi eins og staðan er núna. Eins og okkur er full­ljóst getur fyr­ir­vara­laust brostið á með nátt­úru­ham­förum eða bil­un­um, auk þess sem við getum auð­veld­lega lent í þeirri stöðu að eft­ir­spurn eftir orku verði meiri en fram­boð­ið, sér í lagi ef vatns­árið er í lak­ara lag­i.“

Þá und­ir­strikar Hörður í grein sinni mik­il­vægi þess að við­skipta­legar for­sendur ráði för við ákvarð­ana­töku Lands­virkj­un­ar. „Það er mik­il­vægt að hafa í huga að sæstrengur er eins og hver annar við­skipta­vinur og hvert annað tæki­færi í augum okk­ar. Við störfum á við­skipta­legum for­sendum og ef góðir samn­ingar nást um orku­verð sjáum við fram á stór­aukna arð­semi af auð­lind­inni, í sam­ræmi við það hlut­verk Lands­virkj­unar að hámarka afrakstur af þeim orku­lindum sem fyr­ir­tæk­inu er trúað fyr­ir, með sjálf­bæra nýt­ingu, verð­mæta­sköpun og hag­kvæmni að leið­ar­ljósi.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None