Forstjóri Matorku: Raskar það ekki samkeppni að Samherji hafi keypt eldisstöð á hrakvirði?

Canaqua5.jpg
Auglýsing

Árni Páll Ein­ars­son, for­stjóri Matorku, bregst við umfjöllun um nýlegan fjár­fest­inga­samn­ing fyr­ir­tæk­is­ins við íslenska ríkið í erindi sem lagt var fram á fundi atvinnu­vega­nefndar Alþingis í morgun. Þar seg­ir: „Matorka harmar þá umfjöllun sem verið hefur og lit­ast því miður af rang­færslum og nei­kvæðum áróðri.“

Í skjal­inu full­yrðir for­stjóri Matorku að fjár­fest­inga­samn­ing­ur­inn, vegna fyr­ir­hug­aðrar 3000 tonna fisk­eld­is­stöðvar á Reykja­nesi, sé að fullu í sam­ræmi við lög um íviln­anir vegna nýfjár­fest­inga á Íslandi og aðra fjár­fest­inga­samn­inga sem gerðir hafa verið á grund­velli lag­anna. Samn­ing­ur­inn kveði á um allt að 425 millj­óna króna heim­ild til íviln­ana á tíu ára tíma­bili, núvirt til dags­ins í dag og engir beinir styrkir séu í íviln­un­um.

Keyptu eld­is­stöð á hrakvirðiÞá gerir for­stjóri Matorku sögu land­eld­is­stöðva á Íslandi að umfjöll­un­ar­efni í skjal­inu, í því skyni að verj­ast fram­kominni gagn­rýni um að umræddur fjár­fest­inga­samn­ingur raski sam­keppni.

„Flestar ef ekki allar land­eld­is­stöðvar á Íslandi hafa farið í gegnum gjald­þrot, sumar oft. Til dæmis Sam­herja­stöð að Stað í Grinda­vík, Sam­herja­stöð á Vatns­leysu, stöðvar í Öxar­firði og víð­ar. Í þessu sam­bandi má nefna að 8,8 millj­arðar króna (á verð­lagi í dag) voru afskrif­aðar af stöðvum á Reykja­nesi sem Sam­herji starf­rækir fisk­eldi í dag (sam­kv. bók Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, Laxa­veislan mikla, 1992). Þessir fram­leið­endur hafa for­skot á þá sem byggja fisk­eld­is­stöð frá grunni þar sem stöðv­arnar voru keyptar á hrakvirði. Er það ekki sam­keppn­is­rösk­un?“

Auglýsing

Þá skrifar for­stjóri Matorku: „Allir núver­andi og nýir fram­leið­endur hafa tæki­færi á að sækja um ívilnun fari þeir í nýfjár­fest­ingu - enda er miklu dýr­ara að byggja nýja eld­is­stöð en kaupa eld­is­stöð á hrakvirði úr þrota­bú­i.“

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None