Forstjóri Matorku: Raskar það ekki samkeppni að Samherji hafi keypt eldisstöð á hrakvirði?

Canaqua5.jpg
Auglýsing

Árni Páll Ein­ars­son, for­stjóri Matorku, bregst við umfjöllun um nýlegan fjár­fest­inga­samn­ing fyr­ir­tæk­is­ins við íslenska ríkið í erindi sem lagt var fram á fundi atvinnu­vega­nefndar Alþingis í morgun. Þar seg­ir: „Matorka harmar þá umfjöllun sem verið hefur og lit­ast því miður af rang­færslum og nei­kvæðum áróðri.“

Í skjal­inu full­yrðir for­stjóri Matorku að fjár­fest­inga­samn­ing­ur­inn, vegna fyr­ir­hug­aðrar 3000 tonna fisk­eld­is­stöðvar á Reykja­nesi, sé að fullu í sam­ræmi við lög um íviln­anir vegna nýfjár­fest­inga á Íslandi og aðra fjár­fest­inga­samn­inga sem gerðir hafa verið á grund­velli lag­anna. Samn­ing­ur­inn kveði á um allt að 425 millj­óna króna heim­ild til íviln­ana á tíu ára tíma­bili, núvirt til dags­ins í dag og engir beinir styrkir séu í íviln­un­um.

Keyptu eld­is­stöð á hrakvirðiÞá gerir for­stjóri Matorku sögu land­eld­is­stöðva á Íslandi að umfjöll­un­ar­efni í skjal­inu, í því skyni að verj­ast fram­kominni gagn­rýni um að umræddur fjár­fest­inga­samn­ingur raski sam­keppni.

„Flestar ef ekki allar land­eld­is­stöðvar á Íslandi hafa farið í gegnum gjald­þrot, sumar oft. Til dæmis Sam­herja­stöð að Stað í Grinda­vík, Sam­herja­stöð á Vatns­leysu, stöðvar í Öxar­firði og víð­ar. Í þessu sam­bandi má nefna að 8,8 millj­arðar króna (á verð­lagi í dag) voru afskrif­aðar af stöðvum á Reykja­nesi sem Sam­herji starf­rækir fisk­eldi í dag (sam­kv. bók Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, Laxa­veislan mikla, 1992). Þessir fram­leið­endur hafa for­skot á þá sem byggja fisk­eld­is­stöð frá grunni þar sem stöðv­arnar voru keyptar á hrakvirði. Er það ekki sam­keppn­is­rösk­un?“

Auglýsing

Þá skrifar for­stjóri Matorku: „Allir núver­andi og nýir fram­leið­endur hafa tæki­færi á að sækja um ívilnun fari þeir í nýfjár­fest­ingu - enda er miklu dýr­ara að byggja nýja eld­is­stöð en kaupa eld­is­stöð á hrakvirði úr þrota­bú­i.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None