Jón Gíslason, sem gegnt hefur starfi forstjóra Matvælastofnunar frá því hún var sett á laggirnar árið 2007, hefur verið skipaður forstjóra stofnunarinnar til næstu fimm ára. Það er Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem skipar Jón í starfið. Fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að starf forstjóra Matvælastofnunar hafi verið auglýst laust til umsóknar þann 6. maí síðastliðinn. Níu sóttu um. Sérstök hæfisnefnd lagði mat á umsækjendur og gerði tillögu til ráðherra.
Hlutverk Matvælastofnun, MAST, er að sinna stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigiði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla, að því er segir á vefsíðu MAST. Stofnunin opnaði í byrjun árs 2008, þegar Landbúnaðarstofnun, matvælasvið Umhverfisstofnunar og matvælasvið Fiskistofu voru sameinuð undir einum hatti.