Framkvæmdastjóri FRÍ: Það hefði flækt málið ef ég hefði skipt mér af

11188241_1577151295886075_1483658203527373364_n.jpg
Auglýsing

Jónas Egils­son, fram­kvæmda­stjóri Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) og stjórn­ar­maður hjá sam­band­inu, sem varð vitni að því þegar Arnar Pét­urs­son, Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, stytti sér leið til sig­urs í Víða­vangs­hlaupi ÍR, segir að hann hafi ekki verið á staðnum í form­legum erinda­gjörðum og afskipti hans af mál­inu hefðu bara leitt til hærra flækju­stigs.

Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem hann sendi Hirti Stef­áns­syni, föður Ingv­ars Hjart­ar­son­ar, sem kom annar í mark í hlaup­inu og er alls ekki sáttur við fram­kvæmd hlaups­ins og dóm­gæslu. Hjörtur sendi Jónasi tölvu­póst fyrr í dag þar sem hann leit­aði við­bragða fram­kvæmda­stjóra FRÍ við mál­inu. Kjarn­inn hefur tölvu­póstana undir hönd­um.

Náði óeðli­legu for­skotiÍ póst­inum sem faðir Ingv­ars sendi í dag seg­ir: „Þegar mynd­band að neðan er skoðað sést að annar hlaupar­inn fylgir ekki þeirri leið sem mót­or­hjólið fer en það fer á undan hlaup­urum til að vísa þeim rétta braut og er því aug­ljós­lega kom­inn útfyrir hlaupa­braut­ina.  Með því að fara svona útúr braut og skera innan af beygju verður leiðin sem er hlaupin ekki aðeins styttri heldur líka næst mild­ari beygja og þá tap­ast minni hraði. Þetta gefur því hlaupa sem gerir þetta óeðli­legt for­skot. Auð­vitað er ég ekki hlut­laus í þessu.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Það sem vekur enn meiri furðu mína er að þeir sem verða vitni að þessu og standa að hlaup­inu gera ekki athuga­semd við þetta á staðn­um. Ég var erlendis og varð því ekki vitni að þessu en ofbauð þetta þegar ég skoða mynd­band­ið. Þetta eiga braut­ar­verðir að sjá og til­kynna inn til hlaup­stjóra. Braut­ar­verðir tóku sér stöðu á þessu horni eftir að atvikið átti sér stað. Ef þetta er leyfi­legt verður erfitt að halda götu­hlaup í fram­tíð­inni þar sem girða þarf af alla hlaupa­leið­ina svo þetta verði ekki end­ur­tek­ið,“ skrifar Hjörtur Stef­áns­son í fyrr­greindum tölvu­pósti.

„Hefði kallað á meiri flækjur að hafa afskipti“Þá spyr Hjörtur hvort Jónasi þyki eðli­legt að slíkt sé látið við­gangast, og hvort honum finn­ist ástæða til að mál­inu verði fylgt eftir og þá hvern­ig. Loks spyr Hjört­ur: „Fannst þér ekki ástæða til að gera athuga­semd við þennan fram­gangs­máta á staðnum sem fram­kvæmda­stjóri FRÍ?“

Í svar­pósti Jónasar við tölvu­pósti Hjartar seg­ir: „Til að svara síð­ustu spurn­ingu þinni, þá var ég EKKI á staðnum sem emb­ætt­is­maður hlaups­ins, til­nefndur form­lega til afskipta af hlaup­inu. Því hefði það kallað á meiri flækjur að hafa afskipti sem áhorf­andi af hlaup­inu, en ekki.“

Hlaup­stjórn ÍR óskaði álits FRÍ vegna atviks­ins í Víða­vangs­hlaupi ÍR, sem var birt í dag. Jónas Egils­son, fram­kvæmda­stjóri FRÍ er titl­aður fyrir því. Þar kemur fram að að ekki sé við Arnar Pét­urs­son að sakast í mál­inu, vegna ófull­nægj­andi merk­inga og dóm­gæslu á hlaupa­leið­inni. Þá harmar ÍR atvikið og lofar úrbótum við fram­kvæmd götu­hlaupa í fram­tíð­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None