Framkvæmdastjóri FRÍ: Það hefði flækt málið ef ég hefði skipt mér af

11188241_1577151295886075_1483658203527373364_n.jpg
Auglýsing

Jónas Egils­son, fram­kvæmda­stjóri Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) og stjórn­ar­maður hjá sam­band­inu, sem varð vitni að því þegar Arnar Pét­urs­son, Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, stytti sér leið til sig­urs í Víða­vangs­hlaupi ÍR, segir að hann hafi ekki verið á staðnum í form­legum erinda­gjörðum og afskipti hans af mál­inu hefðu bara leitt til hærra flækju­stigs.

Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem hann sendi Hirti Stef­áns­syni, föður Ingv­ars Hjart­ar­son­ar, sem kom annar í mark í hlaup­inu og er alls ekki sáttur við fram­kvæmd hlaups­ins og dóm­gæslu. Hjörtur sendi Jónasi tölvu­póst fyrr í dag þar sem hann leit­aði við­bragða fram­kvæmda­stjóra FRÍ við mál­inu. Kjarn­inn hefur tölvu­póstana undir hönd­um.

Náði óeðli­legu for­skotiÍ póst­inum sem faðir Ingv­ars sendi í dag seg­ir: „Þegar mynd­band að neðan er skoðað sést að annar hlaupar­inn fylgir ekki þeirri leið sem mót­or­hjólið fer en það fer á undan hlaup­urum til að vísa þeim rétta braut og er því aug­ljós­lega kom­inn útfyrir hlaupa­braut­ina.  Með því að fara svona útúr braut og skera innan af beygju verður leiðin sem er hlaupin ekki aðeins styttri heldur líka næst mild­ari beygja og þá tap­ast minni hraði. Þetta gefur því hlaupa sem gerir þetta óeðli­legt for­skot. Auð­vitað er ég ekki hlut­laus í þessu.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Það sem vekur enn meiri furðu mína er að þeir sem verða vitni að þessu og standa að hlaup­inu gera ekki athuga­semd við þetta á staðn­um. Ég var erlendis og varð því ekki vitni að þessu en ofbauð þetta þegar ég skoða mynd­band­ið. Þetta eiga braut­ar­verðir að sjá og til­kynna inn til hlaup­stjóra. Braut­ar­verðir tóku sér stöðu á þessu horni eftir að atvikið átti sér stað. Ef þetta er leyfi­legt verður erfitt að halda götu­hlaup í fram­tíð­inni þar sem girða þarf af alla hlaupa­leið­ina svo þetta verði ekki end­ur­tek­ið,“ skrifar Hjörtur Stef­áns­son í fyrr­greindum tölvu­pósti.

„Hefði kallað á meiri flækjur að hafa afskipti“Þá spyr Hjörtur hvort Jónasi þyki eðli­legt að slíkt sé látið við­gangast, og hvort honum finn­ist ástæða til að mál­inu verði fylgt eftir og þá hvern­ig. Loks spyr Hjört­ur: „Fannst þér ekki ástæða til að gera athuga­semd við þennan fram­gangs­máta á staðnum sem fram­kvæmda­stjóri FRÍ?“

Í svar­pósti Jónasar við tölvu­pósti Hjartar seg­ir: „Til að svara síð­ustu spurn­ingu þinni, þá var ég EKKI á staðnum sem emb­ætt­is­maður hlaups­ins, til­nefndur form­lega til afskipta af hlaup­inu. Því hefði það kallað á meiri flækjur að hafa afskipti sem áhorf­andi af hlaup­inu, en ekki.“

Hlaup­stjórn ÍR óskaði álits FRÍ vegna atviks­ins í Víða­vangs­hlaupi ÍR, sem var birt í dag. Jónas Egils­son, fram­kvæmda­stjóri FRÍ er titl­aður fyrir því. Þar kemur fram að að ekki sé við Arnar Pét­urs­son að sakast í mál­inu, vegna ófull­nægj­andi merk­inga og dóm­gæslu á hlaupa­leið­inni. Þá harmar ÍR atvikið og lofar úrbótum við fram­kvæmd götu­hlaupa í fram­tíð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None