Framkvæmdir hefjast við Þeistareykjavirkjun - tilbúin 2017

01_S.mar_Fr._Vegin.jpg
Auglýsing

Fram­kvæmdir hefj­ast við Þeista­reykja­virkjun Stefnt að fram­leiðslu inn á raf­orku­kerfið í októ­ber 2017 Þeista­reykja­virkjun er komin á fram­kvæmda­stig, en und­ir­ritun samn­inga um bygg­ingu stöðv­ar­húss og veitna í dag markar upp­haf þess­arar stærstu fram­kvæmdar Lands­virkj­unar síðan Búð­ar­háls­stöð var vígð í fyrra­vor.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir þetta vera ánægju­legan áfanga, í frétta­til­kynn­ing­u.„Við höfum lagt mikla vinnu í und­ir­bún­ing Þeista­reykja­virkj­unar í mörg ár og allan þann tíma lagt áherslu á góða umgengni við umhverfi og sátt við sam­fé­lag­ið. Það er gott til þess að vita að innan þriggja ára getum við haf­ist handa við að fram­leiða frek­ari verð­mæti fyrir eig­endur okk­ar, íslensku þjóð­ina, úr þeirri auð­lind sem við eigum sam­an.“

Unnið hefur verið að und­ir­bún­ingi jarð­varma­virkj­unar við Þeista­reyki til fjölda ára, en gert er ráð fyrir að þessi 45 MW virkj­un­ar­á­fangi verði fyrsta skrefið í var­fær­inni upp­bygg­ingu sjálf­bærrar jarð­varma­vinnslu á svæð­inu. Stefnt er að því að virkj­unin hefji rekstur haustið 2017.

Auglýsing

Bor­aðar hafa verið átta vinnslu­hol­ur, sem skila gufu sem jafn­gildir um 50 MW rafa­fli, eða einni afl­vél. Und­ir­bún­ingur mið­ast við sér­stöðu Þeista­reykja. Þeista­reykja­jörð er gömul land­náms­jörð sem liggur suð­austur af Húsa­vík; frá Höf­uð­reið­ar­múla í norðri og suður undir Kví­hóla­fjöll og frá Lamba­fjöllum í vestri að Ket­il­fjalli og Bæj­ar­fjalli í austri. Jörðin er nú í eigu Þing­eyj­ar­sveit­ar.

Allur und­ir­bún­ingur Þeista­reykja­virkj­unar hefur tekið mið af sér­stöðu svæð­is­ins, sem er nær ósnortið ef frá eru taldar búsetu­minjar og ummerki um brenni­steins­nám á öldum áður. Í skipu­lags­á­ætl­unum hafa því verið afmörkuð vernd­ar­svæði vegna nátt­úru- og forn­minja. „Við hönnun virkj­unar hefur verið hugað að áhrifum á lands­lag og ásýnd svæð­is­ins. Fram­kvæmdir hafa því verið skipu­lagðar á þann hátt að land­mótun og frá­gangur fer fram sam­hliða upp­bygg­ing­u,“ segir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Hátt í 200 starfs­menn verða við vinnu þegar mest verð­ur, en heild­ar­fjár­hæð samn­ing­anna við LNS Sögu, um bygg­ingu stöðv­ar­húss og veitna, nemur um 6,6 millj­örðum króna, en áætl­anir gera ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður við fyrsta áfanga virkj­un­ar­innar nemi á bil­inu 20 til 24 millj­örð­u­m króna. Þegar mest verður munu hátt í 200 starfs­menn vera við vinnu á svæð­inu á fram­kvæmda­tíma­bil­inu, segir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Sjá má frekar upp­lýs­ingar um  málið hér með­fylgj­and­i. Blaða­manna­fund­ur_THR

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None