Framlög streyma inn til UNICEF og 500 sjálfboðaliðar skráð sig hjá Rauða krossinum

Helmingur-flottafolksins-fr---S--rlandi-er-boern-og-UNICEF-er-me---mikinn-vi--b--na------sv----inu.jpg
Auglýsing

„Sein­ustu daga hafa fram­lögin streymt inn. Við hjá UNICEF á Íslandi erum virki­lega snortin yfir hlut­tekn­ing­unni sem við finnum hér heima,“ segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi, um neyð­ar­söfnun UNICEF fyrir börn í Sýr­landi.

Söfn­unin hefur staðið yfir frá haustinu 2012. Fjöldi fólks hefur lagt henni lið frá því um helg­ina, en mikil vakn­ing hefur ver­ið, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­um, um stöðu flótta­fólks frá Sýr­landi.

„Ástandið vegna stríðs­ins í Sýr­landi er skelfi­legt og því er ánægju­legt að sjá við­brögð fólks hér á land­i,“ segir Berg­steinn í frétta­til­kynn­ingu. Sig­ríður Víðis Jóns­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi UNICEF, segir í sam­tali við Kjarn­ann að yfir tvær millj­ónir króna hafi safn­ast um helg­ina og í dag.

Auglýsing

Þá hafa 500 manns skráð sig sem sjálf­boða­liða hjá Rauða kross­inum á síð­asta sól­ar­hring. Aldrei hafa jafn­margir sjálf­boða­liðar bæst við á eins stuttum tíma, að sögn Björns Teits­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Rauða kross­ins.

Tíu þús­und vilja hjálpa flótta­mönnumTíu þús­und Íslend­ingar hafa skráð sig á Face­book-­síð­una Kæra Eygló Harðar - Sýr­land kallar frá því að síðan var stofnuð um helg­ina. Þar lýsir fólk því yfir hvað það er reiðu­búið að gera til þess að aðstoða flótta­fólk sem hingað gæti kom­ið, og hvetur stjórn­völd til þess að taka á móti mun fleiri flótta­mönnum en þeim 50 kvótaflótta­mönnum sem búið er að sam­þykkja að komi hingað til lands.

Þar hefur fólki verið bent á bæði söfnun UNICEF og að skrá sig sem sjálf­boða­liða hjá Rauða kross­inum, auk þess sem búið er að útbúa skjal til að skipu­leggja hjálp.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None