Framlög til rannsókna ofmetin um röska 100 miljarða síðasta áratug

test.214185_1280.jpg
Auglýsing

Magnús Karl Magn­ús­son, pró­fessor í lyfja- og eit­ur­efna­fræði og for­seti Lækna­deildar Háskóla Íslands, segir nýja útreikn­inga Hag­stof­unar um heild­ar­út­gjöld til rann­sókna, nýsköp­unar og þró­un­ar, benda til að fram­lög til mála­flokks­ins hafi verið gróf­lega ofmetin und­an­farin ár. Þetta kemur fram í aðsendri grein Magn­úsar til Kjarn­ans.

Heild­ar­út­gjöld til rann­sókna- og þró­un­ar­starfs numu tæp­lega 35,4 millj­örðum króna á síð­asta ári, eða sem nemur 1,88 pró­sentum af lands­fram­leiðslu Íslands það ár, sam­kvæmt frétt sem Haf­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. Heild­ar­út­gjöld fyr­ir­tækja voru rúmir 18,5 millj­arð­ar, háskóla röskir 11,6 millj­arðar og ann­arra opin­berra stofn­ana og sjálfs­eign­ar­stofn­ana rúmir 5,2 millj­arðar króna.

Fram til þessa hefur útreikn­ingur á fram­lögum til mála­flokks­ins verið á for­ræði Rann­sókn­ar­mið­stöðvar Íslands (RANNÍS), þar sem opin­berar tölur hafa sýnt að 2,5 til þremur pró­sentum af lands­fram­leiðsl­unni hafi verið varið til rann­sókna- og þró­un­ar­starfs frá árinu 2000.

Auglýsing

„Við­mið margra þjóða er að ná 3 pró­senta mark­inu og við höfum því, sam­kvæmt opin­berum tölum verið aðeins herslumun frá því við­miði. Vís­inda- og tækni­ráð setti sér það sem mark­mið fyrir árið 2016 og það var því sam­kvæmt opin­berum gögnum raun­hæft að við gætum náð þessu mik­il­væga við­mið­i,“ skrifar Magnús Karl í áður­nefndri grein í Kjarn­an­um.

Vit­laust reiknað í ára­tugiHag­stofa Íslands tók við útreikn­ingum á fram­lögum til geirans á síð­asta ári, en fram­kvæmd stofn­un­ar­innar við útreikn­ing­ana nú fylgir aðferð­ar­fræði OECD, þar sem miðað er við að skila upp­lýs­ingum til alþjóða­stofn­ana sem séu sam­an­burð­ar­hæfar við nið­ur­stöður ann­arra landa.

Magnús Karl veltir fyrir sér ástæðu þess að tölur Hag­stof­unar séu þriðj­ungi lægri en opin­berar tölur RANNÍS fram til þessa, og hvort skýra megi þær með hruni sem mögu­lega hafi orðið í geir­an­um.

„Skýr­ing­anna er senni­lega ekki leita í hruni. Lík­legra er að við höfum reiknað vit­laust síð­ustu ára­tugi. Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja þessa mik­il­vægu en flóknu útreikn­inga frá Rannís til Hag­stof­unnar enda skiptir meg­in­máli að við getum borið okkur saman við nágranna­löndin en í flestum til­vikum eru þessir útreikn­ingar í höndum hag­stofa við­kom­andi landa. Aðferðir eru flóknar og nið­ur­staðan hefur afger­andi áhrif á ákvarð­anir stjórn­valda og atvinnu­lífs í vís­inda- og nýsköp­un­ar­mál­u­m.“

Graf sem Magnús Karl birti með grein sinni á Kjarnanum. Graf sem Magnús Karl birti með grein sinni á Kjarn­an­um.

Yfir 100 millj­arða króna skekkjaÁ ofan­greindu línu­riti sýnir bláa línan þróun á fram­lögum til rann­sóknar og þró­unar sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu sam­kvæmt opin­berum tölum und­an­farin ár. Rauða línan sýnir fram­lög til geirans, þegar leið­rétt hefur verið sam­kvæmt aðferð­ar­fræð­inni sem Hag­stofan styðst nú við við útreikn­ing­anna.

Magnús Karl segir að miðað við ofan­greint, megi áætla að útreikn­ingar síð­ustu ára­tuga hafi verið ríf­lega þriðj­ungi of háir. „Hér er um að ræða 10-15 millj­arða skekkju á ári eða vel yfir hund­rað millj­arða síð­asta ára­tug. Það munar um minna.“

Að end­ingu segir Magnús Karl að töl­urnar setji stefnu­mótun í mála­flokknum í upp­nám. „Við erum ekki að að fjár­festa til fram­tíðar eins og við héldum að við værum að gera. Við þurfum að snúa við blað­inu, það þolir ekki bið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None