Framlög til rannsókna ofmetin um röska 100 miljarða síðasta áratug

test.214185_1280.jpg
Auglýsing

Magnús Karl Magn­ús­son, pró­fessor í lyfja- og eit­ur­efna­fræði og for­seti Lækna­deildar Háskóla Íslands, segir nýja útreikn­inga Hag­stof­unar um heild­ar­út­gjöld til rann­sókna, nýsköp­unar og þró­un­ar, benda til að fram­lög til mála­flokks­ins hafi verið gróf­lega ofmetin und­an­farin ár. Þetta kemur fram í aðsendri grein Magn­úsar til Kjarn­ans.

Heild­ar­út­gjöld til rann­sókna- og þró­un­ar­starfs numu tæp­lega 35,4 millj­örðum króna á síð­asta ári, eða sem nemur 1,88 pró­sentum af lands­fram­leiðslu Íslands það ár, sam­kvæmt frétt sem Haf­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. Heild­ar­út­gjöld fyr­ir­tækja voru rúmir 18,5 millj­arð­ar, háskóla röskir 11,6 millj­arðar og ann­arra opin­berra stofn­ana og sjálfs­eign­ar­stofn­ana rúmir 5,2 millj­arðar króna.

Fram til þessa hefur útreikn­ingur á fram­lögum til mála­flokks­ins verið á for­ræði Rann­sókn­ar­mið­stöðvar Íslands (RANNÍS), þar sem opin­berar tölur hafa sýnt að 2,5 til þremur pró­sentum af lands­fram­leiðsl­unni hafi verið varið til rann­sókna- og þró­un­ar­starfs frá árinu 2000.

Auglýsing

„Við­mið margra þjóða er að ná 3 pró­senta mark­inu og við höfum því, sam­kvæmt opin­berum tölum verið aðeins herslumun frá því við­miði. Vís­inda- og tækni­ráð setti sér það sem mark­mið fyrir árið 2016 og það var því sam­kvæmt opin­berum gögnum raun­hæft að við gætum náð þessu mik­il­væga við­mið­i,“ skrifar Magnús Karl í áður­nefndri grein í Kjarn­an­um.

Vit­laust reiknað í ára­tugiHag­stofa Íslands tók við útreikn­ingum á fram­lögum til geirans á síð­asta ári, en fram­kvæmd stofn­un­ar­innar við útreikn­ing­ana nú fylgir aðferð­ar­fræði OECD, þar sem miðað er við að skila upp­lýs­ingum til alþjóða­stofn­ana sem séu sam­an­burð­ar­hæfar við nið­ur­stöður ann­arra landa.

Magnús Karl veltir fyrir sér ástæðu þess að tölur Hag­stof­unar séu þriðj­ungi lægri en opin­berar tölur RANNÍS fram til þessa, og hvort skýra megi þær með hruni sem mögu­lega hafi orðið í geir­an­um.

„Skýr­ing­anna er senni­lega ekki leita í hruni. Lík­legra er að við höfum reiknað vit­laust síð­ustu ára­tugi. Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja þessa mik­il­vægu en flóknu útreikn­inga frá Rannís til Hag­stof­unnar enda skiptir meg­in­máli að við getum borið okkur saman við nágranna­löndin en í flestum til­vikum eru þessir útreikn­ingar í höndum hag­stofa við­kom­andi landa. Aðferðir eru flóknar og nið­ur­staðan hefur afger­andi áhrif á ákvarð­anir stjórn­valda og atvinnu­lífs í vís­inda- og nýsköp­un­ar­mál­u­m.“

Graf sem Magnús Karl birti með grein sinni á Kjarnanum. Graf sem Magnús Karl birti með grein sinni á Kjarn­an­um.

Yfir 100 millj­arða króna skekkjaÁ ofan­greindu línu­riti sýnir bláa línan þróun á fram­lögum til rann­sóknar og þró­unar sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu sam­kvæmt opin­berum tölum und­an­farin ár. Rauða línan sýnir fram­lög til geirans, þegar leið­rétt hefur verið sam­kvæmt aðferð­ar­fræð­inni sem Hag­stofan styðst nú við við útreikn­ing­anna.

Magnús Karl segir að miðað við ofan­greint, megi áætla að útreikn­ingar síð­ustu ára­tuga hafi verið ríf­lega þriðj­ungi of háir. „Hér er um að ræða 10-15 millj­arða skekkju á ári eða vel yfir hund­rað millj­arða síð­asta ára­tug. Það munar um minna.“

Að end­ingu segir Magnús Karl að töl­urnar setji stefnu­mótun í mála­flokknum í upp­nám. „Við erum ekki að að fjár­festa til fram­tíðar eins og við héldum að við værum að gera. Við þurfum að snúa við blað­inu, það þolir ekki bið.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None