Á borgarráðsfundi fyrir viku var tekin fyrir umsókn dansskóla Brynju Péturs um að fá 50 þúsund króna styrk til að halda Danspartý á Ingólfstorgi um síðustu helgi. Meirihluti borgarráðs samþykkti þessa styrktarbeiðni.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsókn og flugvallarvina, var á móti og lét bóka „að samkeppnissjónarmið séu brotin þegar einum dansskóla umfram annan er veittur styrkur til opinberrar danshátíðar sem ekki verður annað séð en að sé auglýsing fyrir komandi vetur fyrir viðkomandi dansskóla.“
Bakherbergið birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans.
Auglýsing