Framsóknarflokkurinn ítrekar vilja til afnáms verðtryggingar

SDG.02.jpg
Auglýsing

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að verð­trygg­ing á nýjum neyt­enda­lánum verði afnum­in.“ Svo segir ályktun flokks­þing Fram­sókn­ar­manna um efna­hags­mál, fjár­mál rík­is­ins og skatta­mál. Eins og kunn­ugt er var afnám verð­trygg­ing­ar­innar eitt af kosn­inga­málum Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar, og hér er því verið að árétta enn frekar vilja flokks­ins í þeim efn­um.

Í álykt­un­inni seg­ir: „Skipta verður ábyrgð jafnar á milli lán­veit­enda og lán­taka. [...] Með neyt­enda­lánum er hér átt við lán sem neyt­endur taka í versl­un­um, þjón­ustu­fyr­ir­tækum og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, s.s. hús­næð­is­lán, lán til bif­reiða­kaupa og greiðslu­dreif­ing­ar­lán svo eitt­hvað sé nefnt. Ekki er lagt til að vísi­tölu­teng­ing ann­arra lána, s.s. til fjár­festa, verði afnumin enda eru slíkar teng­ingar vel þekktar víða um heim.“

Í áður­nefndri ályktun flokks­þings Fram­sókn­ar­manna fagnar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þeim umbótum sem orðið hafa á skatt­kerf­inu á tíma­bil­inu. „Flokks­þingið vill að haldið verði áfram á þeirri braut að ein­falda skatt­kerfið og per­sónu­af­sláttur hækk­aður til fyrra horfs að raun­gildi. Þó er rétt að árétta að stigið verði var­lega til jarðar með frek­ari breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­in­u.“

Auglýsing

Þá fagnar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sömu­leiðis nýlegri skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­son­ar, þing­manns flokks­ins, um þjóð­pen­inga­kerfi og hvetur til þess að ráð­ist verði í óháða fýsi­leika­könnun um mögu­leika þess að taka upp slíkt kerfi hér á landi. Þá verði sömu­leiðis fleiri mögu­leikar skoð­aðir til þess að hemja aukn­ingu pen­ingamangs í umferð á Íslandi, að því er fram kemur í ályktun Fram­sókn­ar­manna um efna­hags­mál, fjár­mál rík­is­ins og skatta­mál.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son var end­ur­kjör­inn vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þing­inu í dag, og þá hlaut Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, jafn­rétt­is­við­ur­kenn­ingu flokks­ins. Flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna var frestað núna klukkan 17:30, sam­kvæmt áætl­un, og verður fram­haldið á morg­un.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None