Framsóknarflokkurinn ítrekar vilja til afnáms verðtryggingar

SDG.02.jpg
Auglýsing

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að verð­trygg­ing á nýjum neyt­enda­lánum verði afnum­in.“ Svo segir ályktun flokks­þing Fram­sókn­ar­manna um efna­hags­mál, fjár­mál rík­is­ins og skatta­mál. Eins og kunn­ugt er var afnám verð­trygg­ing­ar­innar eitt af kosn­inga­málum Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar, og hér er því verið að árétta enn frekar vilja flokks­ins í þeim efn­um.

Í álykt­un­inni seg­ir: „Skipta verður ábyrgð jafnar á milli lán­veit­enda og lán­taka. [...] Með neyt­enda­lánum er hér átt við lán sem neyt­endur taka í versl­un­um, þjón­ustu­fyr­ir­tækum og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, s.s. hús­næð­is­lán, lán til bif­reiða­kaupa og greiðslu­dreif­ing­ar­lán svo eitt­hvað sé nefnt. Ekki er lagt til að vísi­tölu­teng­ing ann­arra lána, s.s. til fjár­festa, verði afnumin enda eru slíkar teng­ingar vel þekktar víða um heim.“

Í áður­nefndri ályktun flokks­þings Fram­sókn­ar­manna fagnar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þeim umbótum sem orðið hafa á skatt­kerf­inu á tíma­bil­inu. „Flokks­þingið vill að haldið verði áfram á þeirri braut að ein­falda skatt­kerfið og per­sónu­af­sláttur hækk­aður til fyrra horfs að raun­gildi. Þó er rétt að árétta að stigið verði var­lega til jarðar með frek­ari breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­in­u.“

Auglýsing

Þá fagnar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sömu­leiðis nýlegri skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­son­ar, þing­manns flokks­ins, um þjóð­pen­inga­kerfi og hvetur til þess að ráð­ist verði í óháða fýsi­leika­könnun um mögu­leika þess að taka upp slíkt kerfi hér á landi. Þá verði sömu­leiðis fleiri mögu­leikar skoð­aðir til þess að hemja aukn­ingu pen­ingamangs í umferð á Íslandi, að því er fram kemur í ályktun Fram­sókn­ar­manna um efna­hags­mál, fjár­mál rík­is­ins og skatta­mál.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son var end­ur­kjör­inn vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þing­inu í dag, og þá hlaut Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, jafn­rétt­is­við­ur­kenn­ingu flokks­ins. Flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna var frestað núna klukkan 17:30, sam­kvæmt áætl­un, og verður fram­haldið á morg­un.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None