Framtakssjóður: Promens þarf að geta vaxið með viðskiptavinum

promens-1.jpg
Auglýsing

Fram­taks­sjóður Íslands segir að ákvörðun um sölu á Promens markast af því að fram­tíð­ar­mögu­leikar fyr­ir­tæk­is­ins snú­ist um að vaxa með við­skipta­vinum sínum á alþjóða­mörk­uðum og efla alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni þess. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Fram­taks­sjóðnum vegna umræðu um sölu á fyr­ir­tæk­inu og umsókn þess fyrir unda­þágu frá lög­bundnum fjár­magns­höft­um.

Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra, gagn­rýndi sjóð­inn nokkuð harka­lega í grein í Morg­un­blað­inu í dag og sagði það skjóta skökku við að sjóð­ur­inn væri að selja fyr­ir­tæki úr landi.

Í yfir­lýs­ingu frá sjóðnum er salan útskýrð með því, að eftir yfir­legu hefði það verið talið best fyrir fyr­ir­tækið að vaxa á alþjóð­legum mörk­uðum með erlenda eig­end­ur.

Auglýsing

„Veru­leiki þess iðn­aðar sem Promens starfar við er að sam­þjöppun er að verða í grein­inni. Til að verða ekki undir í sam­keppni var rík þörf fyrir Promens að vaxa með við­skipta­vinum sín­um, annað hvort með kaupum á fyr­ir­tækjum eða með því að reisa nýjar verk­smiðj­ur. Lyk­il­við­skipta­vinir Promens ósk­uðu eftir sam­starfi á næstu árum sem kall­aði á mikla fjár­fest­ingu. Til þess þurfti félagið bæði að auka hlutafé og fá aukna láns­fjár­mögn­un. Ein­göngu var sótt um hefð­bundna und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum vegna hluta­fjár­fram­lags, en félagið hafði tryggt sér láns­fjár­mögnun frá erlendum við­skipta­bönkum sínum á móti.  Þeirri und­an­þágu­beiðni var hafn­að. Fram að því var það skýr stefna hlut­hafa að setja félagið á markað á Íslandi, en þegar höfðu nokkrir erlendir aðilar sýnt félag­inu áhuga.  Aðilum var gerð grein fyrir því að selj­endur legðu mikið upp úr því að tryggja fram­leiðslu­starf­semi félags­ins á Íslandi. Til­boðs­gjafi í Promens hefur geng­ist inn á slík skil­yrði enda fram­leiðslu­starf­semin vel rek­in,“ segir í yfir­lýs­ingu frá sjóðn­um.

Fyr­ir­tækið RPC, sem er skráð á markað í London, hefur þegar gengið frá kaupum á Promens, en með fyr­ir­vara um sam­þykki franskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. Þá hefur verið lagt upp með að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi hald­ist óbreytt, enda hefur rekst­ur­inn gengið vel.

Yfir­lýs­ing frá Fram­taks­sjóði Íslands vegna umræðu und­an­far­inna daga

Vegna fjöl­miðla­um­ræðu í kjöl­far frétta af sölu Promens  er rétt að halda til haga nokkrum stað­reyndum um Fram­taks­sjóð­inn og fyr­ir­tæki í hans eigu:

Fram­taks­sjóður Íslands var stofn­aður 2009 og hefur síðan þá komið að end­ur­skipu­lagn­ingu nokk­urra fyr­ir­tækja sem áttu það sam­eig­in­legt að til­veru­grund­velli þeirra var ógnað í kjöl­far fjár­mála- og gjald­eyr­is­kreppu sem skall á haustið 2008. Eig­endur sjóðs­ins eru að langstærstum hluta líf­eyr­is­sjóðir lands­manna, en einnig eru Lands­bank­inn hf og VÍS hlut­hafar í sjóðn­um. Frá stofnun til dags­ins í dag hefur sjóð­ur­inn fjár­fest í níu fyr­ir­tækjum og þegar selt úr eigu sinni fimm þeirra. Árangur sjóðs­ins hefur verið afar góður sem er ánægju­legt og mun skila sér sjóð­fé­laga líf­eyr­is­sjóð­anna.

Fram­taks­sjóður Íslands hefur alla tíð unnið að heil­indum að því að hámarka verð­mæti eigna sinna íslenskum almenn­ingi til hags­bóta. Sjóð­ur­inn hefur ávallt haft í huga hverjir eru eig­endur hans og horft til sam­fé­lags­á­byrgðar sam­hliða því að gæta ýtr­ustu við­skipta­hags­muna.

Fram­taks­sjóður Íslands á tæp­lega helm­ing hluta­fjár í Promens sem er fjöl­þjóð­legt fyr­ir­tæki með megnið af sinni fram­leiðslu utan Íslands. Hjá félag­inu starfa um 3.800 manns þar af um 100 á Íslandi. Þegar sjóð­ur­inn kom að félag­inu árið 2011 voru margir sem höfðu efa­semdir um að rétt væri að taka áhættu af áfram­hald­andi rekstri þess. Fram­taks­sjóður Íslands, Lands­bank­inn og stjórn­endur félags­ins tóku höndum saman um að styrkja og efla félagið enn frekar sam­hliða end­ur­fjár­mögnun hjá erlendum bönkum sem kall­aði á þeim tíma á aukið eigið fé. Til þess nutu þessir aðilar skiln­ings Seðla­banka Íslands.

Nú liggur fyrir bind­andi til­boð frá RPC í félag­ið, en enn er útistand­andi  m.a. fyr­ir­vari um sam­þykki franskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. RPC sem er alþjóð­legt fyr­ir­tæki í plast­iðn­aði, er vel rekið og stöndugt félag og skráð í kaup­höll­inni í London.

Veru­leiki þess iðn­aðar sem Promens starfar við er að sam­þjöppun er að verða í grein­inni. Til að verða ekki undir í sam­keppni var rík þörf fyrir Promens að vaxa með við­skipta­vinum sín­um, annað hvort með kaupum á fyr­ir­tækjum eða með því að reisa nýjar verk­smiðj­ur. Lyk­il­við­skipta­vinir Promens ósk­uðu eftir sam­starfi á næstu árum sem kall­aði á mikla fjár­fest­ingu. Til þess þurfti félagið bæði að auka hlutafé og fá aukna láns­fjár­mögn­un. Ein­göngu var sótt um hefð­bundna und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum vegna hluta­fjár­fram­lags, en félagið hafði tryggt sér láns­fjár­mögnun frá erlendum við­skipta­bönkum sínum á mót­i.   Þeirri und­an­þágu­beiðni var hafn­að.

Fram að því var það skýr stefna hlut­hafa að setja félagið á markað á Íslandi, en þegar höfðu nokkrir erlendir aðilar sýnt félag­inu áhuga.  Aðilum var gerð grein fyrir því að selj­endur legðu mikið upp úr því að tryggja fram­leiðslu­starf­semi félags­ins á Íslandi. Til­boðs­gjafi í Promens hefur geng­ist inn á slík skil­yrði enda fram­leiðslu­starf­semin vel rek­in.

Fram­taks­sjóður íslands hefur skiln­ing á þeim vanda sem Seðla­bank­inn og rík­is­stjórnin glímir við í efna­hags­mál­um. Sjóð­ur­inn hefur átt gott sam­starf við Seðla­bank­ann í því ástandi sem ríkir og ekki kveinkað sér undan ákvörð­unum sem leiða af þeim vanda. Sjóð­ur­inn stendur hins vegar frammi fyrir ákveðnum efna­hags­legum veru­leika og það væri óábyrgt af hans hálfu að taka aðrar ákvarð­anir en þær sem sjóð­ur­inn telur tryggja best hags­muni eig­enda sinna sem er á end­anum almenn­ingur á Íslandi.

Meðal þess sem dregið hefur verið inn í umræð­una er vöru­merkið Icelandic Seafood. Þrá­látur mis­skiln­ingur hefur verið um vöru­merkið Icelandic Seafood og eign­ar­hald þess. Skýrt er að vöru­merkið er og hefur ávallt verið í eigu Icelandic Group. Engar breyt­ingar eru fyr­ir­hug­aðar á eign­ar­haldi þess. Afnota­réttur vöru­merk­is­ins  var leigður með ströngum skil­yrðum til árs­ins 2018 í kjöl­far sölu á verk­smiðju félags­ins  í Banda­ríkj­un­um. Kaup­and­inn, Hig­hliner Foods,  selur áfram íslenskan fisk undir merkjum Icelandic Seafood og hefur síður en svo dregið úr sölu íslenskra sjáv­ar­af­urða í Banda­ríkj­unum undir merkjum Icelandic Seafood. Heild­ar­sala Hig­hliner Foods undir merkjum Icelandic Seafood í Banda­ríkj­unum á öllum afurðum var u.þ.b. $160 millj­ónir eða

kr. 21 millj­arður árið 2014. Þegar Fram­taks­sjóður Íslands eign­að­ist Icelandic Group var staða félags­ins erf­ið, en eftir fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu sem fól m.a. í sér sölu verk­smiðj­unnar í Banda­ríkj­unum var Icelandic Group vel fjár­magnað og óvissu um lang­tíma rekstr­ar­hæfi þess eytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None