Framtakssjóður: Promens þarf að geta vaxið með viðskiptavinum

promens-1.jpg
Auglýsing

Fram­taks­sjóður Íslands segir að ákvörðun um sölu á Promens markast af því að fram­tíð­ar­mögu­leikar fyr­ir­tæk­is­ins snú­ist um að vaxa með við­skipta­vinum sínum á alþjóða­mörk­uðum og efla alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni þess. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Fram­taks­sjóðnum vegna umræðu um sölu á fyr­ir­tæk­inu og umsókn þess fyrir unda­þágu frá lög­bundnum fjár­magns­höft­um.

Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra, gagn­rýndi sjóð­inn nokkuð harka­lega í grein í Morg­un­blað­inu í dag og sagði það skjóta skökku við að sjóð­ur­inn væri að selja fyr­ir­tæki úr landi.

Í yfir­lýs­ingu frá sjóðnum er salan útskýrð með því, að eftir yfir­legu hefði það verið talið best fyrir fyr­ir­tækið að vaxa á alþjóð­legum mörk­uðum með erlenda eig­end­ur.

Auglýsing

„Veru­leiki þess iðn­aðar sem Promens starfar við er að sam­þjöppun er að verða í grein­inni. Til að verða ekki undir í sam­keppni var rík þörf fyrir Promens að vaxa með við­skipta­vinum sín­um, annað hvort með kaupum á fyr­ir­tækjum eða með því að reisa nýjar verk­smiðj­ur. Lyk­il­við­skipta­vinir Promens ósk­uðu eftir sam­starfi á næstu árum sem kall­aði á mikla fjár­fest­ingu. Til þess þurfti félagið bæði að auka hlutafé og fá aukna láns­fjár­mögn­un. Ein­göngu var sótt um hefð­bundna und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum vegna hluta­fjár­fram­lags, en félagið hafði tryggt sér láns­fjár­mögnun frá erlendum við­skipta­bönkum sínum á móti.  Þeirri und­an­þágu­beiðni var hafn­að. Fram að því var það skýr stefna hlut­hafa að setja félagið á markað á Íslandi, en þegar höfðu nokkrir erlendir aðilar sýnt félag­inu áhuga.  Aðilum var gerð grein fyrir því að selj­endur legðu mikið upp úr því að tryggja fram­leiðslu­starf­semi félags­ins á Íslandi. Til­boðs­gjafi í Promens hefur geng­ist inn á slík skil­yrði enda fram­leiðslu­starf­semin vel rek­in,“ segir í yfir­lýs­ingu frá sjóðn­um.

Fyr­ir­tækið RPC, sem er skráð á markað í London, hefur þegar gengið frá kaupum á Promens, en með fyr­ir­vara um sam­þykki franskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. Þá hefur verið lagt upp með að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi hald­ist óbreytt, enda hefur rekst­ur­inn gengið vel.

Yfir­lýs­ing frá Fram­taks­sjóði Íslands vegna umræðu und­an­far­inna daga

Vegna fjöl­miðla­um­ræðu í kjöl­far frétta af sölu Promens  er rétt að halda til haga nokkrum stað­reyndum um Fram­taks­sjóð­inn og fyr­ir­tæki í hans eigu:

Fram­taks­sjóður Íslands var stofn­aður 2009 og hefur síðan þá komið að end­ur­skipu­lagn­ingu nokk­urra fyr­ir­tækja sem áttu það sam­eig­in­legt að til­veru­grund­velli þeirra var ógnað í kjöl­far fjár­mála- og gjald­eyr­is­kreppu sem skall á haustið 2008. Eig­endur sjóðs­ins eru að langstærstum hluta líf­eyr­is­sjóðir lands­manna, en einnig eru Lands­bank­inn hf og VÍS hlut­hafar í sjóðn­um. Frá stofnun til dags­ins í dag hefur sjóð­ur­inn fjár­fest í níu fyr­ir­tækjum og þegar selt úr eigu sinni fimm þeirra. Árangur sjóðs­ins hefur verið afar góður sem er ánægju­legt og mun skila sér sjóð­fé­laga líf­eyr­is­sjóð­anna.

Fram­taks­sjóður Íslands hefur alla tíð unnið að heil­indum að því að hámarka verð­mæti eigna sinna íslenskum almenn­ingi til hags­bóta. Sjóð­ur­inn hefur ávallt haft í huga hverjir eru eig­endur hans og horft til sam­fé­lags­á­byrgðar sam­hliða því að gæta ýtr­ustu við­skipta­hags­muna.

Fram­taks­sjóður Íslands á tæp­lega helm­ing hluta­fjár í Promens sem er fjöl­þjóð­legt fyr­ir­tæki með megnið af sinni fram­leiðslu utan Íslands. Hjá félag­inu starfa um 3.800 manns þar af um 100 á Íslandi. Þegar sjóð­ur­inn kom að félag­inu árið 2011 voru margir sem höfðu efa­semdir um að rétt væri að taka áhættu af áfram­hald­andi rekstri þess. Fram­taks­sjóður Íslands, Lands­bank­inn og stjórn­endur félags­ins tóku höndum saman um að styrkja og efla félagið enn frekar sam­hliða end­ur­fjár­mögnun hjá erlendum bönkum sem kall­aði á þeim tíma á aukið eigið fé. Til þess nutu þessir aðilar skiln­ings Seðla­banka Íslands.

Nú liggur fyrir bind­andi til­boð frá RPC í félag­ið, en enn er útistand­andi  m.a. fyr­ir­vari um sam­þykki franskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. RPC sem er alþjóð­legt fyr­ir­tæki í plast­iðn­aði, er vel rekið og stöndugt félag og skráð í kaup­höll­inni í London.

Veru­leiki þess iðn­aðar sem Promens starfar við er að sam­þjöppun er að verða í grein­inni. Til að verða ekki undir í sam­keppni var rík þörf fyrir Promens að vaxa með við­skipta­vinum sín­um, annað hvort með kaupum á fyr­ir­tækjum eða með því að reisa nýjar verk­smiðj­ur. Lyk­il­við­skipta­vinir Promens ósk­uðu eftir sam­starfi á næstu árum sem kall­aði á mikla fjár­fest­ingu. Til þess þurfti félagið bæði að auka hlutafé og fá aukna láns­fjár­mögn­un. Ein­göngu var sótt um hefð­bundna und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum vegna hluta­fjár­fram­lags, en félagið hafði tryggt sér láns­fjár­mögnun frá erlendum við­skipta­bönkum sínum á mót­i.   Þeirri und­an­þágu­beiðni var hafn­að.

Fram að því var það skýr stefna hlut­hafa að setja félagið á markað á Íslandi, en þegar höfðu nokkrir erlendir aðilar sýnt félag­inu áhuga.  Aðilum var gerð grein fyrir því að selj­endur legðu mikið upp úr því að tryggja fram­leiðslu­starf­semi félags­ins á Íslandi. Til­boðs­gjafi í Promens hefur geng­ist inn á slík skil­yrði enda fram­leiðslu­starf­semin vel rek­in.

Fram­taks­sjóður íslands hefur skiln­ing á þeim vanda sem Seðla­bank­inn og rík­is­stjórnin glímir við í efna­hags­mál­um. Sjóð­ur­inn hefur átt gott sam­starf við Seðla­bank­ann í því ástandi sem ríkir og ekki kveinkað sér undan ákvörð­unum sem leiða af þeim vanda. Sjóð­ur­inn stendur hins vegar frammi fyrir ákveðnum efna­hags­legum veru­leika og það væri óábyrgt af hans hálfu að taka aðrar ákvarð­anir en þær sem sjóð­ur­inn telur tryggja best hags­muni eig­enda sinna sem er á end­anum almenn­ingur á Íslandi.

Meðal þess sem dregið hefur verið inn í umræð­una er vöru­merkið Icelandic Seafood. Þrá­látur mis­skiln­ingur hefur verið um vöru­merkið Icelandic Seafood og eign­ar­hald þess. Skýrt er að vöru­merkið er og hefur ávallt verið í eigu Icelandic Group. Engar breyt­ingar eru fyr­ir­hug­aðar á eign­ar­haldi þess. Afnota­réttur vöru­merk­is­ins  var leigður með ströngum skil­yrðum til árs­ins 2018 í kjöl­far sölu á verk­smiðju félags­ins  í Banda­ríkj­un­um. Kaup­and­inn, Hig­hliner Foods,  selur áfram íslenskan fisk undir merkjum Icelandic Seafood og hefur síður en svo dregið úr sölu íslenskra sjáv­ar­af­urða í Banda­ríkj­unum undir merkjum Icelandic Seafood. Heild­ar­sala Hig­hliner Foods undir merkjum Icelandic Seafood í Banda­ríkj­unum á öllum afurðum var u.þ.b. $160 millj­ónir eða

kr. 21 millj­arður árið 2014. Þegar Fram­taks­sjóður Íslands eign­að­ist Icelandic Group var staða félags­ins erf­ið, en eftir fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu sem fól m.a. í sér sölu verk­smiðj­unnar í Banda­ríkj­unum var Icelandic Group vel fjár­magnað og óvissu um lang­tíma rekstr­ar­hæfi þess eytt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None