Frumvarp um að færa skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli til ríkisins afgreitt úr nefnd

15423252458_ba83196f85_z.jpg
Auglýsing

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd afgreiddi í morgun þing­manna­mál sem felur í sér að skipu­lags­vald sé tekið af Reykja­vík­ur­borg á Reykja­vík­ur­flug­velli og fært til rík­is­ins. Á fundi nefnd­ar­innar í morgun var frum­varp­inu breytt með þeim hætti að skipu­lags­vald yfir flug­völl­unum á Akur­eyri og Egils­stöðum verður líka fært frá sveit­ar­fé­lögum til rík­is­ins. Málið var afgreitt út úr nefnd­inni í morgun þrátt fyrir mikla and­stöðu minni­hluta henn­ar. Allur þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins stendur á bak­við frum­varpið og fyrstu flutn­ings­maður þess er Hösk­uldur Þór­halls­son. Hann er einnig for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna sem situr í nefnd­inni, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book: "Rétt í þessu var afgreitt út úr umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins for­kast­an­legt þing­mál þar sem gert er ráð fyrir því að skipu­lags­valdið sé tekið af Reykja­vík­ur­borg vegna flug­vall­ar­ins. Málið tók svo stór­tækum breyt­ingum eftir að fundur hófst nú í morgun og Egils­staða­flug­velli og Akur­eyr­ar­flug­velli bætt við og þar með skipu­lags­valdi þeirra sveit­ar­fé­laga. Í frum­varp­inu var gert ráð fyrir því að skipu­lags­valdið að þessu leyti færð­ist til Alþingis en breyt­ingin sem var kynnt nefnd­ar­mönnum eftir að fundur hófst gerir ráð fyrir því að skipu­lags­valdið sé á hendi inn­an­rík­is­ráð­herra. Minni­hlut­inn, við Katrín Júl­í­us­dóttir og Róbert Mars­hall, mót­mæltum máls­með­ferð­inni harð­lega. Við­kom­andi sveit­ar­fé­lög fengu ekki að koma á fund nefnd­ar­innar og heldur ekki ráðu­neyti inn­an­rík­is­mála og skipu­lags­mála sem er umhverf­is­ráðu­neyt­ið. Málið var loks tekið út með liðs­auka sem sóttur var til ann­arra nefnda og hefur ekki tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Hér eru á ferð­inni for­kast­an­leg vinnu­brögð og yfir­gangur sem er for­manni nefnd­ar­innar og meiri­hlut­anum til skamm­ar."

Katrín Júl­í­us­dóttir segir einnig frá mál­inu á Face­book-­síðu sinni og seg­ist hafa haldið að stjórn­ar­meiri­hlut­inn gæti ekki komið henni á óvart leng­ur. „En þá ger­ist það að mál Hösk­uldar Þór­halls­sonar um að taka skipu­lags­valdið af Reykja­vík þegar kemur að flug­vell­inum er rifið út úr nefnd, ger­breytt og nú er skipu­lags­valdið einnig tekið af Akur­eyri og Egils­stöðum eða þeim sveit­ar­fé­lögum sem eru með milli­landa­flug­velli. Fengum málið sent breytt kl. 8.13. 10 mín­útum síðar er það rifið út úr nefnd gegn vilja okk­ar.“ Hún segir að hún, Svan­dís Svav­ars­dóttir og Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, hafi óskað eftir því að þessi sveit­ar­fé­lög fengju að koma fyrir nefnd­ina og ræða við hana um málið en því hafi verið hafn­að.

„Sama hvað fólki kann að finn­ast um stað­setn­ingu flug­vall­ar­ins í Reykja­vík þá hlýtur okkur öllum að vera annt um vönduð vinnu­brögð og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sveit­ar­fé­laga.“

Auglýsing
Ég hélt að þessi stjórn­ar­meiri­hluti gæti ekki komið mér á óvart leng­ur. En þá ger­ist það að mál Hösk­uldar Þór­halls­son­ar...

Posted by Katrín Júl­í­us­dóttir on Monday, June 1, 2015Ró­bert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíðar sem situr einnig í nefnd­inni, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að póli­tískt reg­in­hneyksli hafi átt sér stað umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. "Nógu arfa­slakt var mál for­manns­ins Hösk­uldar Þór­halls­sonar um að færa skipu­lags­mál Reykja­vík­ur­flug­vallar undir Alþingi en meiri­hluti nefnd­ar­innar hefur nú lagt til breyt­ingar á mál­inu á síð­ustu metr­unum (á síð­asta fundi um mál­ið) þannig að skipu­lags­vald yfir öllum flug­völlum sem geta sinnt milli­landa­flugi er tekið af m.a. sveit­ar­fé­lög­unum á Akur­eyri og Egils­stöð­um. Án þess að þeim sé gefið færi á umsögnum eða and­mæl­um. Málið var afgreitt út úr nefnd­inni núna á níunda tím­anum við hávær mót­mæli okkar Svan­dísar Svav­ars­dóttir og Katrínar Júl­í­us­dótt­ir."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None