Verðlag á Íslandi mælist hátt og formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, segir að það verði að lækka. Annars sé voðinn vís og að ungt fólki muni flytja í stórum stíl frá landinu. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er Ísland dýrast af 37 Evrópulöndum í sex af tólf vöru- og þjónustu flokkum, að því er fram kom í frétt RÚV.
Jóhannes er þarna kominn að kjarna málsins, þegar hugað er að framtíðarmöguleikum á Íslandi. Virk samkeppni, neytendum til heilla, virðist eiga bágt með að blómstra á Íslandi. Skattar á ýmsar vörur og þjónustu mega lækka, en mesta áhyggjuefnið er hvernig það á að geta gengið, til framtíðar litið, að vera með einangraðan örmarkað á flestum sviðum, á sama tíma og gerð er krafa um virka samkeppni. Er íslenski markaðurinn of lítill svo það geti myndast kraftmikil og neytendavæn samkeppni? Þarf að tengja hann betur við alþjóðlega markaði? Það er sanngjarnt að velta þessu upp...