„Fullkomið ábyrgðarleysi“ af ríkinu að fylla ekki upp í fjármögnunargat sveitarfélaga

Meirihlutinn í Reykjavík, sem inniheldur meðal annars einn þeirra flokka sem stýra ríkisskútunni, hefur bætt við þegar harðorða umsögn sína um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Þar segir að vanfjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga sé sláandi.

Einar Þorsteinsson úr Framsóknarflokki er formaður borgarráðs. Hann verður svo borgarstjóri síðar á þessu kjörtímabili.
Einar Þorsteinsson úr Framsóknarflokki er formaður borgarráðs. Hann verður svo borgarstjóri síðar á þessu kjörtímabili.
Auglýsing

„Það er full­komið ábyrgð­ar­leysi af rík­inu að leggja fram fjár­laga­frum­varp án þess að bæta sveit­ar­fé­lög­unum upp það sem vantar í fjár­mögnun hennar sem hefur gríð­ar­leg og alvar­leg áhrif á fjár­hag sveit­ar­fé­laga og verk­efni um land allt.“ Þetta segir í bókun þeirra flokka sem standa að meiri­hlut­anum í Reykja­vík sem birt­ist í upp­færðri umsögn Reykja­vík­ur­borgar um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp sem sam­þykkt var á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku. Athygli vekur að einn þeirra flokka, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, er líka í þeirri rík­is­stjórn sem stendur að fjár­laga­frum­varp­in­u. 

Þar segir enn fremur að van­fjár­mögnun rík­is­ins á verk­efnum sveit­ar­fé­laga sé slá­andi í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, einkum í ljósi þess að ríkið geri sífellt meiri kröfur um þjón­ustu sveit­ar­fé­laga án þess að fjár­magn fylgi með. „Þetta er í mörgum til­fellum þjón­usta sem krefst mik­illar mönn­un­ar. Til að mynda þjón­usta við fatlað fólk, þjón­usta við börn með alvar­legar þroska- og geð­rask­an­ir, frí­stund fatl­aðra ung­menna, áfram­hald­andi upp­bygg­ing á hús­næði fyrir fatlað fólk, NPA, íslensku­kennsla fyrir börn af erlendum upp­runa, rekstur grunn­skóla, samn­ingar um mót­töku flótta­fólks og svo mætti lengi telja. Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin hafa lagt metnað sinn í að sinna þessum verk­efnum í sam­ræmi við lög og vinna að stöð­ugum umbótum í þjón­ust­unn­i.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sat hjá

Full­trúar stærsta flokks­ins í minni­hluta í borg­ar­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sátu hjá við afgreiðslu upp­færðu umsagn­ar­inn­ar. Það gerðu hins vegar ekki allir full­trúar minni­hlut­ans. Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir frá Sós­í­alista­flokki Íslands, lét bóka að hún tæki heils­hugar undir þær áherslur sem komi fram í umsögn Reykja­vík­ur­borgar við frum­varp til fjár­laga. „Hér er mik­il­vægt að taka fram að allt of lengi hefur rík­is­valdið komið verk­efnum til sveit­ar­fé­lag­anna án þess að fjár­magn eða tekju­stofnar hafi fylgt. Sós­í­alistar leggja áherslu á að tekju­stofnar sveit­ar­fé­lag­anna verði auknir og að aukið fjár­magn fylgi verk­efnum sem sett eru í hendur þeirra. Hér er aug­ljóst að leið­rétta þarf fjár­fram­lög rík­is­ins til borg­ar­inn­ar, þannig að fjár­magn verði veitt eftir því sem raun­veru­lega kostar að veita þjón­ust­una. Íbúar eiga ekki að þurfa að finna fyrir deilum á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um fjár­mögnun á þjón­ustu sem þeir eiga lög­bund­inn rétt á. Ljóst er að stór­auka þarf tekjur til borg­ar­innar og í því sam­hengi hafa sós­í­alistar lagt áherslu á útsvar á fjár­magnstekjur og að hluti af áfeng­is­gjaldi renni til sveit­ar­fé­lag­anna, svo dæmi séu nefnd.“

Auglýsing
Kolbrún Bald­urs­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi í borg­ar­ráði fyrir hönd Flokks fólks­ins, tók í svip­aðan streng og sagði fjöl­mörg verk­efni vera sam­eig­in­lega á ábyrgð ríkis og borg­ar. „Það er þekktur vandi að ekki fylgi nægt fjár­magn frá ríki til borgar vegna verk­efna sem komið er inn á borð sveit­ar­fé­laga. Þetta er sagan enda­lausa og hefur bitnað alvar­lega á þjón­ustu­þeg­um.“

Hún telur að leið­rétta þurfi fjár­fram­lög rík­is­ins til borg­ar­innar þannig að fjár­magn verði veitt eftir því sem það kostar að veita þjón­ust­una. „Flokkur fólks­ins vill nefna hér sér­stak­lega þjón­ustu við fatlað fólk og íslensku­kennslu barna af erlendum upp­runa. Flokkur fólks­ins bendir á að nú þegar eru langir biðlistar í íslensku­ver borg­ar­innar en þar eru ung­mennin í for­gangi. Staðan er þannig núna að það eru ein­göngu nem­endur í ung­linga­deildum sem fá inni í íslensku­verum borg­ar­inn­ar. Það verður að fjölga íslensku­verum sem hafa gefið góða raun. Þannig væri hægt aðstoða fleiri nem­endur og yngri nem­endur fengju þá kennslu líka. Því miður virð­ist ríkja ákveðið skiln­ings­leysi á þörfum barna því þessu verk­efni fylgir ekki nægj­an­legur fjár­hags­legur stuðn­ingur frá rík­inu. Að þessu verk­efni þurfa ríki og borg að vinna sam­an.“

Vantar 12-13 millj­arða á ári

Í upp­runa­legri umsögn borg­ar­innar um fjár­laga­frum­varpið sagði að ríkið hafi ógnað sjálf­­bærni sveit­­ar­­fé­laga á Íslandi með því að van­fjár­­­magna ýmis verk­efni sem rík­­is­­valdið ætlar sveit­­ar­­fé­lögum að sinna. Þar beri van­fjár­­­mögnun á mála­­flokki fatl­aðs fólks hæst. 

Í umsögn­inni var dregið saman að borgin líti svo á að van­fjár­­­mögnun rík­­is­ins á hinum ýmsu verk­efnum sem borgin sinni, stundum í sam­­starfi við önnur sveit­­ar­­fé­lög, nemi yfir 19 millj­­örðum króna. Þar af sé þjón­usta við fatlað fólk, sem færð­ist frá ríki til sveit­­ar­­fé­laga árið 2011, van­fjár­­­mögnuð um 10,8 millj­­arða króna.

Reykja­vík­­­ur­­borg er síður en svo eina sveit­­ar­­fé­lagið sem er í þess­­ari stöðu. Starfs­hópur sem skip­aður var til að meta kostnað við mála­­flokk­inn hafi kom­st að þeirri nið­­ur­­stöðu að hall­inn á lands­vísu hafi verið um 8,9 millj­­arðar á lands­vísu árið 2020 og að búast megi við því að hann hafi verið allt að 12-13 millj­­arðar á síð­­asta ári.

Lagði til að útsvar yrði hækkað um 0,26 pró­sentu­stig

Í setn­ing­­ar­ræðu fjár­mála­ráð­­stefn­u sveit­ar­fé­laga sem hald­in  var í síð­ustu viku kom Heiða Björg Hilm­­is­dótt­ir, for­­maður stjórnar Sam­­bands íslenskra sveit­­ar­­fé­laga og borg­­ar­­full­­trúi í Reykja­vík, inn á þetta mál­efni og sagði mik­il­vægt er að nið­­ur­­staða við­ræðna liggi fyrir eigi síðar en 1. des­em­ber 2022 og sveit­­ar­­fé­lögum verði strax bætt van­fjár­­­mögnun mála­­flokks­ins. Ekki er gert ráð fyrir neinu fjár­magni frá ríki til sveit­ar­fé­laga vegna þessa í fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi, sem þó gerir ráð fyrir að rík­is­sjóður verði rek­inn í 89 millj­arða króna halla.

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og inn­­við­a­ráð­herra, sagði í ræðu sinni á ráð­­stefn­unni að ljóst væri að umfang þess fjár­­­hags­­­vanda sem sveit­­­ar­­­fé­lög lands­ins glíma við vegna auk­ins kostn­aðar í tengslum við mál­efni fatl­aðs fólks sé orðið af þeirri stærð­­­argráðu að til­­­efni gæti verið til að mæta honum sem fyrst með ráð­­­stöf­unum til bráða­birgða, þar til fulln­að­­­ar­­­upp­­­­­gjör og grein­ing liggur fyrir af hálfu sér­­­stakrar nefndar sem hefur málið til umfjöll­un­­­ar.

Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: Eyþór Árnason

Hann viðr­aði svo þá hug­mynd til að mæta vand­anum að hækka útsvarspró­­­sent­una sem sveit­­­ar­­­fé­lög inn­­­heimta um 0,26 pró­­­sent­u­­­stig til að skila þeirri tekju­aukn­ingu sem til þarf til að brúa bilið í mála­­­flokkn­­­um. Á móti yrðu öll skatt­­­þrep í tekju­skatti rík­­­is­ins lækkuð um 0,26 pró­­­sent­u­­­stig til að allir skatt­greið­endur væru jafn­­­­­settir eftir sem áður. Þetta ætti að skila fimm til sex millj­örðum króna í nýjar tekjur fyrir sveit­ar­fé­lög lands­ins.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra var spurð út í þessa hug­mynd í óund­ir­­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í gær af Loga Ein­­ar­s­­syni, for­­manni og þing­­manni Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. Þar svar­aði for­sæt­is­ráð­herra því til að hug­myndin hefði ekki verið rædd við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent