Aðstoðarflugmaður vélar Germanwings, sem stýrði vélinni inn í frönsku alpanna með þeim afleiðingum að allir um borð létust, samtals 150 manns, leyndi geðveiki fyrir sínum nánustu og vinnuveitanda sínum einnig. Geðlyfin fundust á heimili hans, að því er fram kom í þýska blaðinu Sonntag Weekly í dag.
Aðstoðarflugmaður, Andreas Lubitz, glímdi við geðveiki og var með ranghugmyndir um lífið og tilveruna, að því er fram kom í Bild í dag, þar sem rætt var við fyrrverandi kærustu Lubitz undir nafnleynd. Hún sagði Lubitz hafa vaknað um nætur, öskrandi, og einnig átt það til að skipta skapi snögglega og taka á upp á furðulegustu hlutum, meðal annars að læsa sig inn á klósetti eftir rifrildi.
Rannsókn á tildrögum þess, að Lubitz stýrði vélinni í alpanna, er enn í fullum gangi, en Lufthansa, móðurfélag Germanwings, hefur þegar gefið út að það muni greiða aðstandendum fólksins sem lést 50 þúsund evrur á hvern farþega, eða sem nemur 7,5 milljónum.