Alls sögðu 945 sig úr Þjóðkirkjunni frá byrjun október 2014 og fram til loka síðasta árs. Á því tímabili skráðu 82 sig í hana en enginn þeirra kom úr öðru trúfélagi. Það skráði síg því tæplega einn í kirkjuna fyrir hverja rúmlega tíu sem sögðu sig úr henni.
Flestir þeirra sem skráðu sig úr Þjóðkirkjunni ákváðu að standa utan trúfélaga, eða 538 talsins. Fleiri skráðu sig í Fríkirkjur, önnur skráð trúfélög eða lífsskoðunarfélög á tímabilinu en úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Þjóðskrá.
Langflestir þeirra 945 sem skráðu sig úr Þjóðkirkjunni eru fæddir eftir árið 1980, eða 717. Það þýðir að 76 prósent þeirra sem sögðu sig úr Þjóðkirkjunni á tímabilinu voru 34 ára eða yngri.
Langflestir þeirra 945 sem skráðu sig úr Þjóðkirkjunni eru fæddir eftir árið 1980, eða 717. Það þýðir að 76 prósent þeirra sem sögðu sig úr Þjóðkirkjunni á tímabilinu voru 34 ára eða yngri. Flestir þeirra, 388 talsins, voru á milli tvítugs og þrítugs.
75 prósent skrá sig úr Þjóðkirkjunni
Frá april 2010 og út árið 2014 2014 skiptu alls 18.908 einstaklingar um trúfélag. Langflestir þeirra, eða 9.476, skráðu sig utan trúfélags, 3.511 skráðu sig í Fríkirkjur, 3.529 í önnur trúfélög og 1.051 í lífskoðunarfélagið Siðmennt. Einungis 1.290 ákváðu að skrá sig í Þjóðkirkjuna á tímabilinu.
Langflestir þeirra sem skiptu um trúfélag voru hins vegar að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, en alls sögðu 14.090 einstaklingar sig úr henni frá apríl 2010 og út síðasta ár. Það þýðir að 75 prósent allra þeirra sem sögðu sig úr trúfélagi voru að segja sig úr Þjóðkirkunni. Vert er þó að taka fram að Þjóðkirkjan er langstærsta trúfélag landsins með 244.440 meðlimi í upphafi árs 2014, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er tæplega 500 færri en voru í Þjóðkirkjunni árið 1998, þrátt fyrir að Íslendingum hafi fjölgað um 53.290 á þeim tíma.
Flóttinn varað lengi
Fækkun þeirra sem kjósa að vera í Þjóðkirkjunni hefur verið mjög stöðug um nokkurt langt skeið. Lengi vel var skipulag á Íslandi með þeim hætti að nýfædd börn voru ætið skráð í trúfélag móður. Það þurfti því sérstaklega að skrá sig úr trúfélagi í stað þess að skrá sig inn í það. Nú er fyrirkomulagið þannig að nýjum foreldrum er gert að velja hvaða trúfélagi þau vilja að börn þeirra tilheyri þegar nafn þeirra er skráð, eða hvort þau vilji að börnin standi utan trúfélags, ef foreldrarnir eru ekki skráðir í sama trúfélag og eru skráðir í sambúð eða hjúskap.
Árið 1992 voru 92,2 prósent landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna. Um aldarmótin var það hlutfall komið niður í 89 prósent og í dag er það undir 75 prósent. Þeim íslensku ríkisborgurum sem kusu að standa utan Þjóðkirkjunnar voru 30.700 um síðustu aldarmót. Í ágúst 2014 voru þeir 81.417 talsins. Þeim hafði því fjölgað um rúmlega 50 þúsund.