Fyrri eigandi að Laugavegi 4-6 í forsvari fyrir nýja eigendur

laugavegur4-6.jpg
Auglýsing

Einka­hluta­fé­lagið BAB Capital keypti fast­eignir við Lauga­veg 4 og 6 og Skóla­vörðu­stíg 1A og reit­inn sem fast­eign­irnar standa á, fyrir 365 millj­ónir króna af Reykja­vík­ur­borg í lok sum­ars. Einka­hluta­fé­lagið er í eigu Bjarka Andrew Brynjars­sonar fram­kvæmda­stjóra Mar­orku. Reykja­vík­ur­borg reyndi að selja húsin í lok­uðu útboði, sem skil­aði ekki ásætt­an­legri nið­ur­stöðu. Tvær fast­eigna­sölur voru því fengnar til að afla til­boða, þrjú til­boð bár­ust og átt­i BAB Capi­tal hæsta boð­ið. Eign­irnar eru nú komnar í eigu einka­hluta­fé­lags­ins L4, sem sömu­leiðis er í eig­u ­sama aðila.

Fyrr­ver­andi eig­andi hús­anna, það er Jóhannes Sig­urðs­son sem seldi Reykja­vík­ur­borg fast­eign­irnar fyrir háar fjár­hæðir fyrir nokkrum árum, hefur kynnt sig sem for­svars­mann nýrra eig­enda í sam­skiptum við núver­andi leigu­taka á reitn­um.

Umtöl­uð­ust fast­eigna­kaup síð­ari áraReykja­vík­ur­borg eign­að­ist reit­inn og fast­eign­irnar í lok jan­úar árið 2008, í einum umtöl­uð­ustu fast­eigna­kaupum síð­ari ára, þegar hún greiddi hluta­fé­lag­inu Kaupangi, í eigu Jóhann­esar Sig­urðs­son­ar, 580 millj­ónir króna fyrir húsin og lóð­ina. Kaupin voru gerð með sam­þykki þáver­andi borg­ar­stjóra, Ólafs F. Magn­ús­son­ar. Vil­hjálmur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn, sagði í fjöl­miðlum á sínum tíma að það hafi verið eitt helsta bar­áttu­mál Ólafs F. Magn­ús­sonar að húsin við Lauga­veg yrðu end­ur­byggð sem næst sinni upp­runa­legu mynd. Ólafur F. sagði hins vegar að Vil­hjálmur hafi átt frum­kvæði að kaup­un­um, og hann hafi keyrt málið áfram af mik­illi hörku.

Kaupangur komst í frétt­irnar í jan­úar árið 2011 þegar upp komst um að félagið lét Bóka­búð Máls og menn­ing­ar, sem var í eigu Kaupangs, við Lauga­veg greiða tæp­lega tvö­falt hærri húsa­leigu en Penn­inn-Ey­munds­son greiddi fyrir húsa­leigu á sama stað. En Kaupangur átti sömu­leiðis hús­næð­ið. Um mán­uði síðar var Bóka­búð Máls og menn­ingar tekin til gjald­þrota­skipta.

Auglýsing

Kostn­aður borg­ar­innar hleypur á hund­ruðum millj­óna krónaKostn­aður borg­ar­innar vegna fram­kvæmda sem ráð­ist var í á reitn­um, þar sem meðal ann­ars húsin við Lauga­veg voru færð í sína upp­runa­legu mynd, var áætl­aður um 130 millj­ónir króna árið 2011. ­Bók­fært verð umræddra eigna var metið á um 728 millj­ónir króna hjá Reykja­vík­ur­borg. Húsin hafa verið leigð út síðan árið 2011. Til stóð að selja þau fyrir tæpu ári, en þá kom í ljós að leið­rétta þurfti deiliskipu­lag. Nýtt deiliskipu­lag var klárað, með tölu­vert minna bygg­inga­magni en upp­runa­legt skipu­lag gerði ráð fyr­ir, og nú ein­vörð­ungu undir versl­un­ar­hús­næði.

Laugavegur_4-6_Ofanmynd_2008-07-07 Tölvu­mynd af reitn­um.

Fyrri eig­andi að eign­ast í fast­eign­unum afturBjarki Andrew Brynjars­son, sem keypti umræddan reit af Reykja­vík­ur­borg nýverið eins og áður seg­ir, á einka­hluta­fé­lagið Ívaf með áður­nefndum Jóhann­esi Sig­urðs­syni, fyrri eig­enda reits­ins. Jóhann­es ­segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi sterk­lega komið til tals milli hans og Bjarka Andrew, að ­fé­lag þeirra komi að verk­efnum L4 ehf. á reitn­um. Hann vill ekki útlista frekar mögu­lega aðkomu Ívafs ehf. að verk­efn­inu, hvort það hygg­ist kaupa hlut í L4 eða á hvaða verði. Fram til þessa hafi hann bara verið Bjarka til ráð­legg­ingar varð­andi kaup­in, en þeir séu gamlir vin­ir.

Eins og áður segir hefur Jóhannes kynnt sig sem for­svars­mann nýrra eig­enda hús­anna í sam­skiptum við núver­andi leigu­taka á reitn­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þar hefur hann komið fram fyrir hönd félags­ins og kynnt leigu­tökum áform þess á reitnum laus­lega.

L4 ehf. hefur aug­lýst fast­eign­ina við Skóla­vörðu­stíg 1A til sölu og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er hún verð­met­inn af einka­hluta­fé­lag­inu á 200 millj­ónir króna.

Skólavörðustígur 1A. Skóla­vörðu­stígur 1A.

Sem sagt; fast­eignir sem borgin greiddi 580 millj­ónir króna fyrir árið 2008, og varði 130 millj­ónum króna til að gera upp, voru nýverið seldar á 365 millj­ónir króna til ein­stak­lings með tengsl við fyrri eig­enda hús­anna. Eitt hús­anna er falt fyrir 200 millj­ónir króna sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og þá hyggst núver­andi eig­andi ráð­ast í upp­bygg­ingu versl­un­ar­hús­næðis á reitn­um.

Bjarki Andrew Brynjars­son svar­aði ekki skila­boðum Kjarn­ans við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None