Gagnrýnir harðlega hringlandahátt ráðherra varðandi Fiskistofu

13062013Radherra_Fiskistofu-1.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Jóhann­es­son, deild­ar­stjóri veiði­eft­ir­lits­sviðs Fiski­stofu, sem hefur komið fram fyrir hönd starfs­manna stofn­un­ar­innar vegna fyr­ir­hug­aðs flutn­ings henn­ar til Akur­eyr­ar, gagn­rýnir harð­lega nýjasta út­spil ­Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um að fresta flutn­ingi Fiski­stofu. Ráð­herra hefur sagt að hann muni ekki lengur leggja kapp á að Fiski­stofa verði flutt til Akur­eyrar á þessu ári, eins og áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

„Það er búinn að vera enda­laus hringl­anda­háttur varð­andi þessa ákvörðun ráð­herra frá upp­hafi. Það var lagt af stað í þennan leið­ang­ur, að því er virð­ist, án nokk­urra athug­ana eða und­ir­bún­ings. Bréf ráð­herra til starfs­manna Fiski­stofu frá því í byrjun sept­em­ber hefur ekki verið aft­ur­kall­að. Þar af leið­andi hangir bréfið enn­þá, bæði yfir Fiski­stofu og okkur starfs­mönn­um. Varð­andi frum­varpið um breyt­ingu á stjórn­ar­ráðslög­unum þá höfum við starfs­menn mót­mælt því harð­lega og fært fram marg­vís­leg rök máli okkar til stuðn­ings,“ seg­ir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Eyþór Björns­son Fiski­stofu­stjóri segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í morgun að stofn­unin sé að lið­ast í sundur vegna óvissu­á­stands um fram­tíð henn­ar.

Auglýsing

„Það er hár­rétt hjá Fiski­stofu­stjóra að Fiski­stofu er haldið í „helj­ar­g­reipum óvissunn­ar.“ Frá því þessi ósköp hófust hefur að jafn­aði einn starfs­maður hætt á hálfs­mán­aðar fresti. Og ekki hefur enn verið ráðið í allar þessar stöð­ur. Fjöldi ann­arra starfs­manna er í virkri atvinnu­leit. Það er því ekki ofsagt að stofn­unin sé að byrja að lið­ast í sundur vegna þess­arar dæma­lausu ákvörð­unar ráð­herra,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None