Geir segir Framsókn hafa hlaupið á sig í moskumálinu

IMG-4745-1.jpg
Auglýsing

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var gestur Unn­steins Manu­els Stef­áns­sonar í sjón­varps­þætt­inum Hæp­inu, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Aðspurður um útspil Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­valla­vina í aðdrag­anda síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga, það er Moskumálið svo­kall­aða, svar­aði Geir: "Ég held að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hlaupið á sig í því máli. En þeir hafa hins vegar reynt að bjarga sér fyrir horn með það. Mér finnst sjálf­sagt, ef ég segi fyrir sjálfan mig, að allir trú­ar­hópar fái að byggja bæna­hús eða hús fyrir sínar trú­ar­legu athafn­ir. Mér fannst gæta for­dóma í þessu því mið­ur, og sér­stak­lega hvernig þetta svona var spilað áfram, en ég vona að allir hafi lært sína lexíu á því."

"Mér fannst gæta for­dóma í þessu því mið­ur, og sér­stak­lega hvernig þetta svona var spilað áfram, en ég vona að allir hafi lært sína lexíu á því."

Unn­steinn Manuel spurði Geir sömu­leiðis út í grein sem hann skrif­aði í skóla­blað Mennta­skól­ans í Reyka­vík árið 1968, þegar Geir var sextán ára, sem inni­hélt kyn­þátta­for­dóma. Unn­steinn Manuel spurði Geir sér­stak­lega hvað honum fynd­ist um setn­ing­una: "Það væri fremur óskemmti­legt að að heyra og sjá alls kyns blökku- og múlatta­lýð tala móð­ur­mál vort og telja sig til vorrar þjóð­ar." Unn­steinn spurði Geir: "Nú er ég hérna mættur alltalandi á íslensku, er þetta eitt­hvað sem að þú sérð eft­ir?" Þá svar­aði Geir: "Já, já. Þetta er auð­vitað bara óskilj­an­legt að þetta skyldi sko sett á blað fyrir tæp­lega fimm­tíu árum. Þetta eru fárán­leg ummæli og voru það þá og eru það nú og ég nátt­úru­lega bara skamm­ast mín fyrir þau. Og ef ég hef sært eða meitt ein­hvern með því, þig eða ein­hvern ann­an, þá bara biðst ég afsök­unar á því."

Auglýsing

Geir seg­ist hafa velt því fyrir sér hvaðan ummæli sín hafi verið sprott­inn á þessum tíma. "Þetta er óskilj­an­legt fyrir mér. Þetta eru nefni­lega heimsku­pör. Þetta eru heimsku­pör í sextán ára mennta­skóla­strák sem birt­ust í fálesnu skóla­blaði, og af því að þetta eru heimsku­pör þá er eig­in­lega ekki hægt að útskýra þetta. Auð­vitað var ég ekki alinn upp við neitt svona, og ég hef ekki alið mín börn þannig upp." Aðspurður um hvort að hann hafi verið hluti af klíku innan Mennta­skól­ans í Reykja­vík sem hafi verið á villi­götum með þjóð­ern­istil­burði, svar­aði Geir: "Ég vil ekki koma þessu yfir á neinn ann­an, sem ég setti á blað. Það getur vel verið að þetta end­ur­spegli að ein­hverju leyti ein­hvern tíð­ar­anda þarna upp úr 1960 hérna á Íslandi og út um heim, en þetta er nátt­úru­lega hrein enda­leysa og auð­vitað fárán­legt og engum til sóma."

Unn­steinn Manuel gaf svo Geir H. Haarde loka­orðið í þætt­in­um. "Hvaða ­for­dómar sem er eiga hvergi rétt á sér, og það ber að berj­ast gegn þeim eins og menn geta. Það sem er nátt­úru­lega aðal­at­rið­ið, og allir verða að hafa í huga, að það er ein­stak­ling­ur­inn sjálfur sem skiptir máli. Ekki hvernig hann lítur út, hvaða lit­ar­haft hann er með, hvaða kyn­hneigð hann hef­ur, eða af hvaða kyn­þætti eða kyni, þetta er ekki það sem skiptir máli. Það skiptir máli hver við­kom­andi er, hvaða per­sónu hann ber og hvernig mann­eskja við­kom­andi er."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None