Gengu 55 kílómetra í Hvalfirði til styrktar félagi flogaveikra

IMG_2763.1.jpg
Auglýsing

Fjórir nem­endur í 10. bekk Rétt­ar­holts­skóla, þau Hjalti Jóel Magn­ús­son, Laura Sól­veig Lefort Scheefer, Mar­inó Ívars­son og Mik­ael Dagur Halls­son, gengu Hval­fjörð­inn á dög­unum og söfn­uðu um leið styrkjum fyrir Lauf, félag floga­veikra.

Gangan og söfn­unin var liður í loka­verk­efni krakk­anna í skól­anum fyrir útskrift, en þeir gengu frá aust­an­verðum ganga­mun­anum að Hval­fjarð­ar­göng­unum að Fer­stiklu, eða um 55 kíló­metra leið. Fjór­menn­ing­arnir lögð­u af stað í göng­una á mánu­dag­inn, og komust svo á leið­ar­enda í gær.

Fyrsta dag­inn gekk hóp­ur­inn í fjóra og hálfa klukku­stund, eða um átján kíló­metra leið. Þriðju­dag­ur­inn var svo tek­inn með trukki, en þá gengu krakk­arnir í átta og hálfa klukku­stund, og lögðu að baki hátt í 27 kíló­metra. Loka­sprett­ur­inn var svo tekin í gær, en þá gengu krakk­arnir í tvo tíma á leið­ar­enda, eða tólf kíló­metra.

Auglýsing

Skemmti­leg og krefj­andi ganga„Gangan var skemmti­leg og við fengum að kynn­ast hvert öðru mjög vel. Hún var rosa­lega erfið og tók mikið á, en við náðum að klára hana á þremur dög­um,“ segir Laura Sól­veig í sam­tali við Kjarn­ann.

„Ástæðan fyrir því að við völdum Lauf til að safna fyrir var sú að okkur finnst félagið standa fyrir mál­efni sem þurfi meiri umfjöllun í sam­fé­lag­inu. Á Íslandi er áætlað að fjórir til tíu af hverjum 1000 séu með floga­veiki og flestir sem grein­ast með sjúk­dóminn­ eru yngri en 20 ára. Einn okkar í hópnum þekkir fjöl­skyldu sem hefur glímt við sjúk­dóminn­ og hefur því séð hversu erfitt það er að glíma við slíkan sjúk­dóm, bæði fyrir mann­eskj­una með floga­veiki og einnig fjöl­skyld­una.Við viljum minnka for­dóma gagn­vart floga­veiki og auka þekk­ingu fólks á sjúk­dómnum svo að það geti brugð­ist rétt við ef að mann­eskja í návígi fær flog,“ seg­ir Laura Sól­veig Lefort Scheefer.

Fjór­menn­ing­arnir hafa nú þegar safnað um 55 þús­und krón­um, en söfnun þeirra stendur enn yfir. Þeim sem vilja leggja henni lið er bent á banka­reikn­ing 0334-26-005774 á kenni­töl­unni 610884-0679.

 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None