Gengu 55 kílómetra í Hvalfirði til styrktar félagi flogaveikra

IMG_2763.1.jpg
Auglýsing

Fjórir nem­endur í 10. bekk Rétt­ar­holts­skóla, þau Hjalti Jóel Magn­ús­son, Laura Sól­veig Lefort Scheefer, Mar­inó Ívars­son og Mik­ael Dagur Halls­son, gengu Hval­fjörð­inn á dög­unum og söfn­uðu um leið styrkjum fyrir Lauf, félag floga­veikra.

Gangan og söfn­unin var liður í loka­verk­efni krakk­anna í skól­anum fyrir útskrift, en þeir gengu frá aust­an­verðum ganga­mun­anum að Hval­fjarð­ar­göng­unum að Fer­stiklu, eða um 55 kíló­metra leið. Fjór­menn­ing­arnir lögð­u af stað í göng­una á mánu­dag­inn, og komust svo á leið­ar­enda í gær.

Fyrsta dag­inn gekk hóp­ur­inn í fjóra og hálfa klukku­stund, eða um átján kíló­metra leið. Þriðju­dag­ur­inn var svo tek­inn með trukki, en þá gengu krakk­arnir í átta og hálfa klukku­stund, og lögðu að baki hátt í 27 kíló­metra. Loka­sprett­ur­inn var svo tekin í gær, en þá gengu krakk­arnir í tvo tíma á leið­ar­enda, eða tólf kíló­metra.

Auglýsing

Skemmti­leg og krefj­andi ganga„Gangan var skemmti­leg og við fengum að kynn­ast hvert öðru mjög vel. Hún var rosa­lega erfið og tók mikið á, en við náðum að klára hana á þremur dög­um,“ segir Laura Sól­veig í sam­tali við Kjarn­ann.

„Ástæðan fyrir því að við völdum Lauf til að safna fyrir var sú að okkur finnst félagið standa fyrir mál­efni sem þurfi meiri umfjöllun í sam­fé­lag­inu. Á Íslandi er áætlað að fjórir til tíu af hverjum 1000 séu með floga­veiki og flestir sem grein­ast með sjúk­dóminn­ eru yngri en 20 ára. Einn okkar í hópnum þekkir fjöl­skyldu sem hefur glímt við sjúk­dóminn­ og hefur því séð hversu erfitt það er að glíma við slíkan sjúk­dóm, bæði fyrir mann­eskj­una með floga­veiki og einnig fjöl­skyld­una.Við viljum minnka for­dóma gagn­vart floga­veiki og auka þekk­ingu fólks á sjúk­dómnum svo að það geti brugð­ist rétt við ef að mann­eskja í návígi fær flog,“ seg­ir Laura Sól­veig Lefort Scheefer.

Fjór­menn­ing­arnir hafa nú þegar safnað um 55 þús­und krón­um, en söfnun þeirra stendur enn yfir. Þeim sem vilja leggja henni lið er bent á banka­reikn­ing 0334-26-005774 á kenni­töl­unni 610884-0679.

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None